Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Qupperneq 2
Vikublað 1.–3. mars 20162 Fréttir
Gallabuxurnar eru
dýrastar á Íslandi
Verðlag á meðal þess sem hæst gerist í heiminum og kaupmáttur minnstur á Norðurlöndunum
H
vergi í heiminum er dýrara
að kaupa gallabuxur en
í Reykjavík. Þetta kem-
ur frá á vefsíðunni num-
beo.com. Numbeo er
stærsti gagnagrunnur veraldar sem
saman stendur af upplýsingum frá
almenningi um framfærslukostn-
að í tæplega fimm þúsund borgum
um allan heim. Vefsíðan hefur að
geyma 1,5 milljónir verðupplýsinga
frá rúmlega 187 þúsund notendum.
Aðrar vörur sem eru fokdýrar
í Reykjavík samanborið við 543
borgir á heimsvísu eru Nike-
hlaupaskór og leðurspariskór fyrir
herra. Hvergi í Evrópu eru þess-
ar þrjár vörur dýrari en í Reykjavík,
samkvæmt upplýsingum vefsíð-
unnar.
Taka ber fram að upplýsingarn-
ar koma milliliðalaust frá almenn-
ingi. Þeim er safnað saman af not-
endum með margvíslegum hætti.
Auk beinna athugana eru þær með-
al annars fengnar af vefsíðum opin-
berra aðila og fyrirtækja og úr dag-
blöðum og niðurstöðum kannana.
Numbeo reiknar síðan út meðaltal
innsendra gagna eftir að hafa fjar-
lægt fjórðung af lægstu og hæstu
frávikunum.
Alls staðar í hærri kantinum
Vefsíðan heldur utan um alls kyns
framfærslukostnað í Reykjavík, svo
sem matarverð, kostnað við sam-
göngur, kyndingu, internet, tóm-
stundir, leiguverð og íbúðarkaup.
Þá er einnig að finna upplýsingar
um meðallaun og vaxtakjör, svo
eitthvað sé nefnt. Í stuttu máli má
segja að Reykvíkingar búa við minni
kaupmátt, hærra matvöruverð, dýr-
ari veitingahús, hærri vexti á hús-
næðislánum og umtalsvert lakari
meðallaun en íbúar höfuðborga
hinna Norðurlandanna.
Vöru- og þjónustuliðirnir sem
teknir eru fyrir á vefsíðunni eru alls
52. Athygli vekur að á öllum póst-
um er Reykjavík með hátt verð eða
mjög hátt verð í alþjóðlegum sam-
anburði. Aðeins þegar kemur að
húshitun, frárennsli og sorphirðu-
gjöldum er Reykjavík í meðallagi
dýr. Verð fyrir þennan lið er 14.100
krónur á mánuði, en þá er miðað
við 85 fermetra íbúð. Hinir tveir
liðirnir eru matvörur í búð. Epli fást
hér á verði sem er í meðallagi (325
krónur á kíló) sem og laukur (187
krónur á kíló). Allt annað í mat-
arkörfunni er verðlagt mjög hátt í
Reykjavík. Til að mynda eru aðeins
sjö borgir í heiminum þar sem verð
á kjúklingabringum er hærra en í
Reykjavík. Svipaða sögu má segja
um kálhaus, egg og rauðvínsflösku.
Tölurnar byggja á 1.207 innsendum
færslum síðastliðna 18 mánuði, en
147 manns hafa sent inn verðupp-
lýsingar um Reykjavík.
Reykjavík er í 12. sæti af 543
borgum hvað varðar verð á bjór
þegar kemur að háu verði og fatn-
aður er eins og fyrr segir með al-
dýrasta móti í heiminum. Verðlag í
Reykjavík er aðeins 2,67 prósentum
lægra en viðmiðunarborgin New
York, en verðlag þar hefur gildið
100. Fram kemur að fyrir utan hús-
næðiskostnað kosti það einstakling
136 þúsund krónur á mánuði að
framfleyta sér. Fjögurra manna fjöl-
skylda þarf 503.500 krónur, sam-
kvæmt staðlaðri neyslu á þeim vör-
um sem síðan leggur til grundvallar.
Ódýr kynding en lítill
kaupmáttur
Þegar horft er til landa í Norður-
Evrópu kemur Reykjavík svipað út
og áður. Fatnaður og matur er með
því dýrasta sem gerist en aðeins
kynding, vatn, frárennsli og sorp-
hirða (einn liður) er með ódýrasta
móti. Á öðrum stað á vefsíðunni má
sjá að Ísland er fimmta dýrasta land
í heimi. Aðeins í Bermúda, Sviss,
Bahamaeyjum og Noregi er dýrara
að lifa en á Íslandi.
Þegar kemur að kaupmætti
standa Íslendingar öðrum lönd-
um á norðlægum slóðum langt að
baki. Ísland er í 40. sæti af 122 lönd-
um, á eftir löndum eins og Barein,
Malasíu og Brúnei. Kaupmáttur er
mestur í Sviss, Sádi-Arabíu og Lúx-
emborg en Norðurlöndin eru flest í
sætum 9 til 18. n
Baldur Guðmundsson
baldur@dv.is
Verðmunur á matvöru
Kaupmannahöfn - Reykjavík
Vörutegund Verð í kr. Munur
Mjólk (lítri) 127 - 162 (28%)
Fransbrauð 312 - 386 (24%)
Kálhöfuð 222 - 356 (60,40%)
Egg 479 - 610 (27%)
Oststykki (kíló) 1.543 - 1.400 (-9,25%)
Kjúklingabringur 1.343 - 2.461 (83%)
Bananar (kíló) 399 - 334 (-16,43%)
Sígarettur (Marlboro) 838 - 1.250 (49%)
Léttvínsflaska 1.143 - 2.450 (42,53%)
Grunuð um
peningaþvætti
Tveir karlmenn og ein kona voru
úrskurðuð í vikulangt gæslu-
varðhald á föstudaginn vegna
gruns um aðild að umfangsmiklu
misferli með peninga. Fólkið
var handtekið á fimmtudag og
föstudag í aðgerðum héraðssak-
sóknara.
Fólkið er íslenskt og er talið
tengjast 50 milljóna króna mis-
ferli og teygir málið sig út fyrir
landsteinanna. Grunsamleg
bankafærsla kom lögreglu og sak-
sóknara á sporið.
Hópslagsmál
á Selfossi
Aðfaranótt laug ar dags var lög-
regl an kölluð í hest húsa hverfið á
Sel fossi vegna hóps ung menna
sem þar slóg ust. Lögregla telur að
um 15–20 ungmenni hafi verið á
staðnum. Þegar lögreglu bar að
garði voru slagsmálin afstaðin og
hafði fækkað talsvert í hópnum.
Tveir ung ir karl menn voru sár-
ir eft ir en þó með minni hátt ar
áverka. Form leg kæra ligg ur ekki
fyr ir en málið er í rann sókn.