Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Side 10
Vikublað 1.–3. mars 201610 Umræða Stjórnmál Í dag er Ofur-þriðjudagur í Banda- ríkjunum, mikilvægasti dagur kosningabaráttunnar ef sjálfar forsetakosningarnar eru undan- skildar. Eftir daginn í dag ættu meginlínurnar í kosningabaráttunni að liggja fyrir þar sem mikill fjöldi kjörmanna er í boði. Hjá repúblikön- um er slegist um helming þeirra repúblikana sem þarf til að tryggja útnefningu og rúmlega þriðjung hjá demókrötum. Kosið verður með einum eða öðr- um hætti í tólf ríkjum, þar af nokkrum lykilríkjum, og þegar upp er staðið má búast við því að frambjóðend- ur fari að heltast úr lestinni. Þetta á einkum við repúblikanamegin og sterkar líkur eru á að Ben Carson dragi sig í hlé. Hjá demó krötum er baráttan líklegri til að standa lengur því framundan eru kosningar í lykil- ríkjum á borð við Flórída, New York og Kaliforníu. Í öllum tilvikum er kosið í svo- kallaðri hlutfallskosningu, þar sem frambjóðendur fá fjölda kjörmanna í hlutfalli við atkvæðafjölda. Í sumum tilvikum, einkum repúblikanamegin, þurfa frambjóðendur þó að klífa yfir ákveðinn þröskuld til að fá kjör- menn. Trump alls staðar líklegur Hjá repúblikönum snýst slagurinn um að stöðva Donald Trump sem nú þegar hefur umtalsverða forystu í kjörmönnum talið. Bjartsýnustu stuðningsmenn Trumps vonast jafn- vel til að það verði einungis forms- atriði að klára forkosningarnar þegar búið verður að telja upp úr kjör- kössunum í nótt. Ef marka má skoðanakannanir hafa Trump og stuðningsmenn hans fulla ástæðu til bjartsýni. Trump er annaðhvort í forystu eða á meðal efstu manna í öllum þeim ríkjum sem verður kosið í. Jafnvel þótt hann sigri ekki alls staðar má ætla að hann verði enn í forystu í kapphlaupinu. Aðrir frambjóðendur njóta ekki þess munaðar. Marco Rubio treystir á stuðning flokkselítunnar og þykir sem stendur líklegastur til að velta Trump úr sessi. Með góðri útkomu í kvöld er hann til alls líklegur þegar kosið verður í heimaríki hans, Flórída, þann 15. mars. Hinn aðalkeppi- nautur Trumps, Ted Cruz, þarf sár- lega á góðri útkomu að halda í kvöld, þriðjudag, því ef íhaldssamur mál- flutningur hans nær ekki í gegn í suðurríkjunum, sem verða í aðal- hlutverki í kvöld, er útlitið svart. Tap, eða jafnvel naumur sigur, í höfuð- víginu Texas yrði áfall og gæti jafn- vel orðið til þess að Cruz játi sig sigr- aðan. Burtséð frá niðurstöðunni í dag mun John Kasich að öllum líkindum halda baráttunni áfram þangað til búið verður að kjósa í heimaríki hans, Ohio. Ben Carson þarf aftur á móti á kraftaverki að halda, líklega fjölmörg- um, til að eiga nokkurn möguleika. Hillary á sigurbraut Hillary Clinton nýtur mikils meðbyrjar þessa dagana eftir góðan sigur í Nevada og Suður- Karólínu. Flest bendir til að hún komi til með að auka forskot sitt í kvöld þar sem hún er afar sterk í suðurríkjunum. Það skýrist meðal annars af fjölda blökkumanna sem kjósa, en Hillary nýtur mun meira fylgis en Bernie Sanders í þeim hópi. Samkvæmt könnunum er Hillary með for- skot í níu af þeim ellefu ríkjum sem kosið verður í hjá demó- krötum í dag, þótt í sumum ríkjum hafi verið gerðar of fáar kannanir til að hægt sé að spá fyrir um niður- stöðu. Ljóst er að Bernie Sanders mun sópa upp at- kvæðum í heimaríki sínu, Vermont, en til að eiga raunhæf- an möguleika á að veita Hillary keppni í framhaldinu þarf hann á góðri niðurstöðu að halda í Massachusetts, Minnesota, Colorado og Oklahoma. Barist fram í júní Þótt línur taki að skýrast allverulega eftir Ofur-þriðjudag eru enn mikil- vægir slagir framundan. Kosið verð- ur í Flórída, Illinois, Norður-Karó- línu og Missouri þann 15. mars og í apríl verður barist í New York. Síðasti stóri kjördagurinn verður þann 7. júní þegar kosið verður í Kaliforníu, Nýju-Mexíkó, Montana og fleiri ríkj- um. n Mikilvægasti dagur baráttunnar n Línurnar skýrast á Ofur-þriðjudegi n Hillary og Trump gætu farið langleiðina með útnefningu Magnús Geir Eyjólfsson mge@eyjan.is Wyoming og Norður-Dakóta 29 og 28 kjörmenn Repúblikanar í þessum ríkjum, ásamt Guam, fara aðrar leiðir en önnur ríki. Í stað forkosninga eða forvals senda þeir kjörmenn sína einfaldlega óbundna á flokksráðstefnuna í júlí. Colorado Demókratar - 66 kjörmenn Bernie Sanders verður að vinna Colorado til að glæða baráttuna lífi. Hann hefur lagt mikið í sölurnar og hefur eytt tvöfalt meira í sjónvarpsauglýsingar en Hillary. Það hjálpar Sanders að stór meirihluti kjósenda er hvítur, en kjósendur frá rómönsku Ameríku gætu haft mikið um niðurstöðuna að segja. Colorado hefur ekki reynst Clinton-hjón- unum happafengur, Bill tapaði fyrir Jerry Brown 1992 og Hillary fyrir Barack Obama 2008. Hún leggur þó mikið upp úr sigri í þetta skiptið og nýtur stuðnings æðstu flokksmanna í ríkinu. Hjá repúblikönum er kjör- mönnum ekki úthlutað eftir niðurstöðum forkosninga, heldur er kjörmönnum frjálst að styðja hvern þann frambjóðanda sem þeir kjósa. Oklahoma Demókratar - 38 kjörmenn Bernie Sanders hefur verið að sækja í sig veðrið í Oklahoma og áróður hans gegn fjármálaöflunum á Wall Street virðist falla vel í kramið í verkamannaríkinu. Nýjustu kannanir sýna að forskot Hillary Clinton er innan skekkjumarka og Sanders hefur hamrað járnið með því að birta tvöfalt fleiri auglýsingar en Clinton. Þarna gæti Sanders krækt í mikilvægan iðnaðarsigur. repúblikaNar - 43 kjörmenn Oklahoma er eitt íhaldssamasta ríki Bandaríkjanna og hafa forystu- sauðirnir lagt gríðarlega áherslu á ríkið í kosningabaráttu sinni. Forkosningarnar eru lokaðar sem þýðir að einungis þeir sem voru skráðir í flokkinn fyrir 5. október fá að kjósa. Trump hefur haft þægilega forystu í Oklahoma fram til þessa, en Cruz og Rubio gætu þó gert honum skráveifu. tennessee Demókratar - 67 kjörmenn Hillary Clinton mun alltaf rúlla yfir Bernie Sanders í Tennessee og hann veit það. Þess vegna hefur hann ekki haft fyrir því að heimsækja ríkið og ekki eitt einum dollara í kosningabaráttu þar. Allar kannanir benda til yfirburðasigurs Hillary. repúblikaNar - 58 kjörmenn Hér eru það kristnir sem ráða ríkjum og eðli- lega eru það Trump, Cruz og Rubio sem leiða kapphlaupið, í þessari röð. Sá síðastnefndi nýtur stuðnings ríkisstjórans, Bills Haslam, en engu að síður mælist Trump með dágott forskot í nýjustu könnuninni á meðan Cruz kemur honum næstur. Rubio getur í besta falli skákað Cruz. bandaríska Samóa 6 kjörmenn Hér velja demókratar í forvali eingöngu sex kjörmenn þannig að úrslitin hér skipta litlu sem engu máli fyrir heildarniðurstöðuna. Eðli málsins samkvæmt hafa kannanir ekki verið gerðar, en Hillary Clinton hafði hér betur gegn Barack Obama árið 2008. texas Demókratar - 252 kjörmenn Texas er gríðarlega mikilvægt fyrir Hillary Clinton sem nýtur yfirburðastuðnings meðal kvenna, kjósenda af spænskum uppruna og í dreifbýli. Það færði henni sigur yfir Barack Obama árið 2008 og mun færa henni sigurinn yfir Bernie Sanders. Nýjustu kannanir sýna Hillary með yfir 20 prósenta forskot. repúblikaNar - 155 kjörmenn Ef Ted Cruz sigrar ekki í Texas, og það frekar afgerandi, getur hann allt eins pakkað saman og farið heim til sín – til Texas. Blessunarlega fyrir hann benda skoðanakannanir til þess að hann fari með öruggan sigur af hólmi og er hann með 13 prósentustiga forskot á Trump. Til að fá kjörmenn þurfa frambjóðendur að fá að minnsta kosti 20 prósent atkvæða og líklegt að einungis Cruz og Trump nái því marki. Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð og samþykkt af Mannvirkjastofnun. Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna og léttir þrif. Stigahúsateppi Mikið úrval! Mælum og gerum tilboð án skuldbindinga og kostnaðar Ármúli 32, 108 Reykjavík Sími 568 1888 www.parketoggolf.is Sérverslun með teppi og parket

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.