Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.2016, Page 12
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7080
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
12 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson • Umsjónarmaður innblaðs: Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Vikublað 1.–3. mars 2016
Þetta er
auðvitað lífgjöf
Kuldinn hér er alls ekki eins
nístandi og í New York
Þetta var mikill
rússíbani upp og niður
Lausnin er: Beint til býlis
Sigmar Atli Guðmundsson hefur farið í eina lifrar- og tvær nýrnaígræðslur. – DV Kristinn Jón Guðmundsson er kominn heim úr útlegðinni í New York. – DVDagmar Ýr Sigurjónsdóttir trúði því að dóttir hennar yrði heilbrigð, sem svo gerðist. – DV
Þ
að er kominn nýr búvöru-
samningur. Hann er til
tíu ára og með honum er
miklum fjármunum ráð-
stafað úr ríkissjóði. Gagn-
rýni á samninginn hefur farið hátt í
fjölmiðlum. Þar er talað um niður-
greiðslupólitík og að tryggja þurfi
stuðning við íslenskan landbúnað
með öðrum hætti.
Eins og þetta kerfi blasir við mér
þá er það nokkurn veginn svona.
Bóndi framleiðir kind. Hún fer svo
í sláturhús og þar er henni breytt í
kjöt. Einhver hluti kjötsins fer í kjöt-
vinnslur og er pakkað og unnið
frekar. Þaðan fer það svo í búðir og
til er orðinn matur sem neytendur
kaupa. Með þessu ferli fylgjast ýmsar
eftirlitsstofnanir svo að tryggt sé að
enginn fái nú niðurgang eða eitthvað
þaðan af verra.
Til að losna við þetta kerfi mætti
heimila bændum að slátra sjálfum
og selja sínar afurðir heima við eða
hreinlega á Lækjartorgi í Reykjavík
og Ráðhústorginu á Akureyri. Þá væri
ekkert eftirlit og bændur fengju beint
til býlis þær krónur sem kjötið kostar
neytanda. Sennilega er þetta ekkert
galin hugmynd. Nema að sennilega
yrði að breyta ansi mörgum lögum
og reglum hér á landi, ekki síst þeim
sem komið hafa frá ESB og lúta að
EES-samningnum. Við þyrftum líka
að afleggja allar hugmyndir um að
flytja þetta sama kjöt til útlanda, því
þar eru strangar reglur um eftirlit.
Það er undarlegt að búvörusamn-
ingur þurfi að vera til tíu ára. Það er
of langur tími en væntanlega eru í
samningnum einhver endurskoðun-
arákvæði, þannig að hann er kannski
ekki meitlaður í stein.
Það sem er hins vegar hvim-
leitt í þessari umræðu er að stöðugt
er talað um bændur sem einhverja
þurfalinga og blóðsugur á kerfinu.
Það á ekki við um þá bændur sem ég
þekki og ég þekki marga bændur. Þeir
eru harðduglegt fólk og fá því miður
of lítinn hluta af afurðaverðinu beint
til býlis. Það er sjálfsagt að gagn-
rýna þennan samning en það þarf að
gerast á málefnalegan hátt og með
virðingu fyrir bændastéttinni. Og um
leið þarf að ræða hvaða „ önnur leið“
gæti komið í staðinn.
Í hvaða landi í heiminum er land-
búnaður ekki ríkisstyrktur með bein-
um eða óbeinum hætti? Er kerfið
okkar svona hræðilegt eins og um-
ræðan gefur til kynna? Eða er þessi
umræða kannski bara óvönduð og
lítt málefnaleg? n
Vandræði Bjarna
Það verður sí-
fellt erfiðara fyrir
Bjarna Benedikts-
son, fjármála-
ráðherra og
formann Sjálf-
stæðisflokks-
ins, að réttlæta
nýja búvörusamninga. Blekið á
samningunum var ekki þornað
þegar nokkrir þingmenn
flokksins, þar með talið úr hans
eigin kjördæmi, risu upp á
afturlappirnar og sögðust aldrei
samþykkja þá. Enda í hróplegu
ósamræmi við yfirlýsta stefnu
flokksins um viðskiptafrelsi. Í
fyrstu beindist gagnrýni þeirra
að Framsóknarflokknum og
ráðherra landbúnaðarmála, en
síðar var bent á að Bjarni sjálf-
ur hefði undirritað samning-
ana. Vandræði Bjarna komu
berlega í ljós á þingi í gær þar
sem hann varðist spurningum
Árna Páls Árnasonar og á ein-
hvern undarlegan hátt endaði
umræðan í Icesave. Ljóst er að
róður Bjarna í þessu máli mun
allt annað en léttast.
Skotið yfir
markið
„Er hæstvirtur
fjármálaráðherra
einn um að sjá
snilldina í þess-
um nýja Icesave-
samningi?“
spurði Árni Páll Árnason, for-
maður Samfylkingarinnar, í um-
ræðum um búvörusamninginn
á Alþingi. Bjarni Benediktsson
tók þessa samlíkingu óstinnt
upp og kannski ekki skrýtið.
Ýmsum þykir að þarna hafi for-
maður Samfylkingar skotið yfir
markið því þótt vissulega megi
gagnrýna búvörusamninginn
þá er hann sannarlega ekki jafn
óhagstæður fyrir íslensku þjóð-
ina og Icesave-samningarnir.
Þ
að gengur á ýmsu hjá stjórn-
málaflokkunum þessa dag-
ana. Skoðanakannanir sýna
mikla breytingu hjá flestum
flokkum frá kosningum.
Stjórnarflokkarnir tapa en Fram-
sókn þó meira en Sjálfstæðisflokkur.
Píratar eru í hæstu hæðum, Björt
framtíð tapar miklu, Vinstri græn
standa um það bil í stað og Samfylk-
ingin er samkvæmt könnunum ekki
sá stóri jafnaðarmannaflokkur sem
hún var stofnuð til að vera. Vanga-
veltur um af hverju þetta rót stjórn-
málanna á sér stað nú um stundir er
vinsæll samkvæmisleikur. En í þeim
leik er mikilvægt að það gleymist
ekki um hvað stjórnmálin snúast og
hvað er þar mest um vert.
Það má ekki slaka á í baráttunni
gegn misskiptingu auðs og mis-
beitingu valds eða baráttunni fyrir
bættum kjörum láglaunafólks,
aldraðra og öryrkja hvað þá bar-
áttunni fyrir jöfnum tækifærum
karla og kvenna eða sömu laun-
um fyrir sömu vinnu. Við megum
ekki gleyma okkur í skemmtilegu
samkvæmisleikjunum og slaka á
nauðsynlegu aðhaldi við stjórnvöld.
Ákall um endurreisn
Rúmlega 80.000 manns hafa krafist
þess með undirskrift sinni að aukn-
um fjármunum verði varið til heil-
brigðismála. Stjórnvöld svara því
kalli með því að bjóða út þrjár
heilsugæslustöðvar á höfuðborgar-
svæðinu! Heilbrigðisráðherra segir
það vera í þágu sjúklinga en telur
ekki ástæðu til að ræða málið á Al-
þingi. Fyrirspurn formanns vel-
ferðarnefndar, Sigríðar Ingibjargar
Ingadóttur, sem hún beindi til ráð-
herrans í nóvember sl. hefur til
að mynda ekki verið svarað. Svíar
hafa slæma reynslu af auknum
einkarekstri í heilbrigðisþjónust-
unni þar á bæ, samkvæmt grein-
ingu sænsku ríkisendurskoðunar-
innar. Við eigum ekki að flytja inn
þeirra mistök heldur læra af þeim.
Rekstur heilbrigðiskerfisins er ekki
einkamál heilbrigðisráðherra og
ríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld eiga
að svara kalli fólksins í landinu um
aukið fjármagn til heilbrigðismála
því þörfin er sannarlega fyrir hendi.
Rekstrarform breytir engu þar um.
Einkarekstur gefur hins vegar færi
á því að greiddur sé út arður, s.s. í
formi hærri launa til rekstraraðila.
Bann við beinum arðgreiðslum er
því aðeins sýndarleikur til að slá á
efasemdir um að hagur sjúklinga
gangi framar rekstrarhagnaði.
Aðgerðarleysi
Engin ríkisstjórn undanfarin 20
ár hefur lagt fram jafn fá stjórnar-
frumvörp og ríkisstjórn Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar. Aðgerðar-
leysið er þó stórkostlegast í málefn-
um sem varða ferðaþjónustuna og
móttöku erlendra ferðamanna. Er-
lendir ferðamenn, sem verða vel á
aðra milljón talsins í ár, valda miklu
álagi á samgöngukerfi okkar, ferða-
mannastaði, löggæsluna og heil-
brigðiskerfið. Þeim vanda sem álag-
ið skapar er ekki hægt að mæta með
samblandi af fumi og úrræðaleysi.
Það verður aðeins til þess að auka
líkurnar á því að ferðamenn hætti
að sækja okkur heim og fjárfestingar
í ferðaþjónustunni nýtist ekki sem
skyldi með tilheyrandi tjóni í kjöl-
farið. Hér er kallað á styrka stjórnun
og örugga fjármögnun en hvorugt er
fyrir hendi.
Bankasala eður ei
Ríkisstjórnin vill selja hlut ríkisins
í bönkunum og gerir ráð fyrir fjár-
munum í ríkissjóð vegna þess í fjár-
lögum 2016. Samfylkingin hefur var-
að sterklega við því að það sé gert
núna þegar ríkið er með mikinn
meiri hluta kerfisins í sínum hönd-
um og góður möguleiki á að endur-
skipuleggja fjármálakerfið. Nú er
tækifæri til að raða kerfinu saman
upp á nýtt og ákveða hvernig það
geti best þjónað fólkinu í landinu.
Við þurfum fyrst að svara grund-
vallarspurningum eins og þessum:
Hvaða kröfu eigum við að gera um
eigið fé íslenskra banka? Hvað á
kerfið á að vera stórt? Eigum við að
skila á milli viðskiptabankastarfsemi
og fjárfestingarbankastarfsemi? Og
ef við ætlum að selja hvernig viljum
við að eignarhaldið verði?
Alþingi hefur samþykkt rann-
sókn á einkavæðingu bankanna en
hún er ekki enn hafin. Niðurstöðum
rannsóknarinnar er m.a. ætlað að
auðvelda mótun viðmiða fyrir sölu
eignarhluta ef arðbært þyki að ríkið
selji eignarhluti sína í bönkunum.
Lærum af reynslunni og gleymum
því ekki að það skiptir máli hverjir
stjórna. n
Leikur eða dauðans alvara
Oddný Harðardóttir
þingmaður Samfylkingarinnar
Kjallari
Leiðari
Eggert Skúlason
eggert@dv.is
„Stöðugt er talað
um bændur sem
einhverja þurfalinga og
blóðsugur á kerfinu.
„ Hér er kallað á
styrka stjórnun og
örugga fjármögnun en
hvorugt er fyrir hendi.
Nýtt námskeið
Hringsjá
Náms- og starfsendurhæfing
Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is
Sjálfsrækt
Lærðu færni í
samskiptum,
framkomu
og jákvæðri
hugsun.
Er ekki kominn tími til að gera eitthvað
7. mars 2016