Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 10
10 Fréttir Vikublað 26.–28. apríl 2016 Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög þurru umhverfi. Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna hornhimnunnar gegn þurrki. Droparnir eru án rotvarnarefna og má nota með linsum. Þurrkur í augum? Thealoz augndropar Fæst í öllum helstu apótekum. Ég var mjög slæm af augnþurrki án þess að gera mér grein fyrir því. Þar sem ég var með nóg af tárum datt mér ekki í hug að tengja það við aunþurrk. Alltaf með lekandi tár í kulda, og smá vind. Systir mín ráðlagi mér að prufa Thealoz því hún hafði mjög góða reynslu af þeim. Eiginlega bara strax varð ég allt önnur og er hætt að vera með táraflóð og finna fyrir þessari sandtilfinningu. Erla Óskarsdóttir 10 bestu veitingastaðirnir v eitingastaðurinn Friðrik V er besti veitingastaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að mati notenda Tripadvisor. Í nýliðinni viku tilkynntu eigendur veitingastaðarins, hjónin Friðrik Valur Karlsson og Arnrún Magnúsdóttir, að þau hygðust loka staðnum þann 1. júní næstkomandi vegna alvarlegra veikinda Arnrúnar. „Við erum tvö að reka staðinn og þegar það vant ar ann an helm ing­ inn verður hinn að hlaupa helm ingi hraðar – og get ur þá ekki sinnt mak­ an um á meðan,“ sagði Friðrik þegar hann greindi fyrst frá fyrirhugaðri lokun staðarins. Í ljósi stöðunnar á Tripadvisor má svo sannarlega segja að þau hjónin komi til með að hætta á toppnum. DV birti sams konar lista á svip­ uðum tíma í fyrra og athyglisvert er að bera listana saman frá ári til árs. Óhætt er að segja að breytingarnar hafi verið miklar, nokkrir veitinga­ staðir ná að halda sínum sessi á list­ anum á milli ára en aðrir koma sterk­ ir inn, jafnvel veitingastaðir sem hafa verið til í dágóðan tíma. Taka ber fram að úttekt DV miðast við stöðu listans þann 25. apríl. Á vefsíðunni Tripadvisor geta ferðamenn og aðrir sagt skoðanir sín­ ar á þeirri þjónustu sem þeir fá á ferða­ lögum. Þar er hægt að gefa hótelum, flugfélögum og veitingastöðum einkunnir og þeir allra hörðustu skrifa vandaðar umsagnir um staðina sem voru heimsóttir. Það er óhætt að segja að vefsíðan sé ein vinsælasta sinnar tegundar og há einkunn skiptir miklu máli fyrir veitingastaði þegar kemur að vinsældum. Sérstaklega á það við um veitingastaði sem eru kannski ekki í alfaraleið ferðamanna. Það sem vekur óneitanlega athygli er sú staðreynd að litlir fjöl­ skyldureknir staðir sem leggja upp úr afar persónulegri þjón­ ustu skora langhæst hjá notendum Tripadvisor. Friðrik V og Restó, staðirnir sem tróna á toppnum, eru báðir frekar litlir staðir, reknir af hjónum. Eigendurnir eru allt í öllu í hinum daglega rekstri. Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir íslenska veitingamenn. n 1 Friðrik V Laugavegur 60 / 584 umsagnir Umsagnir samandregnar: Það er augljóst að aðstandendur Friðriks V eru að gera eitthvað rétt. Gestir fara í umsögnum sínum lofsamlegum orðum um matinn og þjónustuna. Sérstaklega virðast gestir hrifnir af áherslu eigenda á innlent hráefni. Þá virðist falla í kramið sú hefð að benda gestum á hvar á landinu hráefnið fékkst. Einn gestur segist hafa heimsótt fjölmarga Michelin-staði um allan heim og að hans mati sé Friðrik V í efstu þremur sætunum yfir bestu veitingastaði sem hann hefur heimsótt. En það er kalt á toppnum og eina slæma gagnrýnin sem blaðamaður rakst á var að væntingar gesta hefðu verið orðnar svo háar að staðnum hefði ekki tekist að uppfylla þær fyllilega! 2 Restó Rauðarárstígur 27–29 / 444 umsagnir Umsagnir samandregnar: Restó, sem þá hafði aðeins nýlega opnað, skipaði efsta sæti í sambæri- legri úttekt DV í fyrra. Þar ráða hjónin Jóhann Helgi Jóhannesson og Ragnheiður Helen Eðvarðsdóttir ríkjum og hafa frá opnun slegið í gegn hjá innlendum sem erlendum gestum. Staða Restó í öðru sæti listans sýnir að árangurinn í fyrra byggðist ekki á því að um nýjan og ferskan stað væri að ræða. Nýjabrumið er farið en ennþá er Restó við toppinn. Fyrir utan almenna ánægju með matinn, þá að- allega sjávarfangið, þá virðast margir hrifnir af því hversu lítill og notalegur staðurinn er. Þá er þjónustan sögð laus við alla tilgerð en að sama skapi einkar hlýleg og persónuleg. Einnig er minnst á að skammtastærðin sé til eftirbreytni. Einn gestur gagnrýnir dýpt stólanna og þá rak blaðamaður augun í að minnsta kosti tvær tilvísanir um að væntingar gesta, út af hárri einkunn staðarins á Tripadvisor, hafi einfald- lega verið of miklar. 3 Ostabúðin Skólavörðustígur 8 / 494 umsagnir Umsagnir samandregnar: Ostabúðin opnaði stærri og endurbættari stað í júní síðastliðinn. Má segja að staðurinn hafi komist í full- orðinna tölu því nýi staðurinn skartaði vínveitingaleyfi og lengri opnunartíma, þá er ekki hægt að panta borð á kvöldin sem er önnur stefna Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Tíu bestu staðirnir samkvæmt Tripadvisor, 25. apríl 2016 en flestir veitingastaðir í miðbænum reka. Óhætt er að álykta að eigendurnir séu að gera eitthvað rétt því umsagnirnar eru lofsamlegar. Maturinn er sagður frábær og andrúmsloftið óþvingað og þægilegt. Þá hrósa fjölmargir verðlaginu á réttum staðarins. Eina neikvæða gagnrýnin á staðinn sem heitið getur er sú að matseðill staðarins sé ekki stór og þá skrifaði einn harðorða gagnrýni um að maturinn hefði verið alltof saltur. Síðar í skeytinu tók við- komandi hins vegar fram að hann/hún hefði pantað saltfisk. 4 Matur og drykkur Grandagarður 2 / 268 umsagnir Umsagnir samandregnar: Matur og drykkur var opnað í janúar á síðasta ári og hefur vaxið jafnt og þétt síð- an. Erlendir gestir eru yfir sig hrifnir af skemmti- legum útgáfum af klassískum íslensk- um mat, til dæmis harðfisksflögum, skyri, kleinum og að sjálfsögðu lambalæri. Þá er þjónustan sögð óformleg og skemmtileg sem virðist hitta í mark. Sumir gestir nefna að einhverjir réttir séu aðeins of framúrstefnulegir fyrir þeirra smekk. 5 Fiskmarkaðurinn Aðalstræti 12 / 2.014 umsagnir Umsagnir samandregnar „Alvarlega ferskur fiskur,“ segir einn gestur og virðist meina það. Maturinn á Fisk- markaðnum, sem hefur lengi verið í fremstu röð veitingastaða hérlendis, fær afar góða dóma. Sérstaklega er smakk-matseðlin- um hrósað. Þá eru gestir ánægðir með útlit staðarins og segja staðinn vera töff. Helst er það verðið sem fer fyrir brjóstið á gestum sem og að réttirnir þykja lengi að berast úr eldhúsinu. 6 Old Iceland Restaurant Laugavegur 72 / 731 umsögn Umsagnir samandregnar: Flestir lýsa staðnum sem litlum og notalegum, þar af leiðandi er erfitt að fá borð án þess að panta fyrirfram. Andrúmsloftið er sagt afslappað og laust við alla tilgerð. Þá er þjónustufólkið sagt vinalegt, hjálplegt og hafa góða þekkingu á því sem boðið er upp á. Maturinn er að sjálfsögðu í forgrunni hjá þeim sem skrifa umsögn um staðinn og eru gestir nánast á einu máli um að hann sé frábær. Þá vekur athygli að Halldór, eigandi staðarins, leggur það á sig að svara öllum gagnrýnendum. Blaðamaður þurfti að leita lengi að dóm þar sem gestur var óánægður með matinn og þá tók eigandinn því af mikilli auðmýkt og baðst innilegrar afsökunar. PR-starf til mikillar fyrirmyndar. 7 Sjávargrillið Skólavörðustígur 45 / 2.107 umsagnir Umsagnir samandregnar: Sjávarréttun- um er hrósað í hástert á staðnum enda í forgrunni matseðilsins. Hins vegar fá aðrir réttir einnig sinn skerf af lofi. Andrúms- loftið á staðnum er sagt frábært og gestirnir frá öllum heimshornum. Þá er staður- inn sagður vel skipulagður, hann taki á móti mörg- um gestum en hávaðinn sé aldrei mikill. Almennt fær starfsfólk hrós fyrir þægilegt viðmót og liðlegheit en þó hafa sumir á orði að það mætti brosa meira og vera líflegra. Þá heimsótti einn gestur staðinn með tveggja ára millibili og sagði staðnum hafa farið mikið fram. 8 Kaffivagninn Grandagarður 10 / 203 umsagnir Umsagnir samandregnar: Kaffivagninn nýtur talsverðrar sérstöðu á listanum því veitingastaðurinn er aðeins opinn til kl. 18.00 hvern dag. Áhersla staðarins er því á morgunmat, hádegisverð og kaffiveitingar. Gestir virðast hrifnastir af um- hverfi staðarins við höfnina og þeirri staðreynd að staðinn sækir mikið af heimamönnunum. Þá þykir maturinn afar góður og verðið þykir lágt samanborið við aðra veitingastaði. 9 Forréttabarinn Nýlendugata 14 / 479 umsagnir Umsagnir samandregnar: Eins og nafnið gefur til kynna þá einbeitir staðurinn sér að forréttum í tveimur stærðum auk þess sem hægt er að panta fjögurra rétta matseðil. Maturinn fær mikið lof og greinilegt að hugmyndafræði staðarins hittir í mark. Gestir taka fram að verðið sé hagstætt en þó er einnig minnst á hið gagnstæða. Þá er andrúmsloftið sagt frábært sem og þjónustan sem er sögð vinaleg. Margir gestir minnast á „happy hour“ staðarins og eru ánægðir með að hægt sé að taka fordrykk á því hagstæða verði fyrir matinn. Eina „neikvæða“ gagnrýnin sem blaðamaður fann var að erfitt væri að lesa af matseðlinum vegna lýsingarinnar! 10 Fiskfélagið Vesturgata 2a / 213 umsagnir Umsagnir samandregnar: Matseðlarnir á Fiskfélaginu njóta greinilega mikilla vinsælda, Ferðalag um Ísland og Heims- reisa. Matnum er hrósað í hástert, hann þykir góður og að sama skapi spennandi. Margir virðast taka vín með hverjum rétti á matseðlinum og er staðnum hrósað fyrir ríkulegt magn sem viðskipta- vinum er skenkt. Þá er þjónustan sögð fagmannleg en að sama skapi hlý og vinaleg. Innréttingar veitingastaðarins þykja afar flottar og andrúmsloftið töff. Mikið sé að gera á staðnum og kvartaði einn viðskiptavinur yfir því að hann hefði ekki haft næði til þess að njóta matarins, réttirnir kæmu of hratt. Topp 10 í maí 2015 10 efstu sætin hjá Tripadvisor í maí 2015. Í sviga er staðan í dag 1 Restó (2) 2 Fiskmarkaðurinn (5) 3 Friðrik V (1) 4 Sjávargrillið (7) 5 Grillmarkaðurinn (11) 6 Forréttabarinn (9) 7 Fiskfélagið (10) 8 Kol Restaurant (22) 9 Kjallarinn – Kitchen bar (26) 10 Old Iceland Restaurant (6) n notendur tripadvisor gefa stöðunum í reykjavík einkunn n umsögn gesta skiptir veitingahús miklu máli n eigendur besta veitingastaðarins ætla að loka í sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.