Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 21
Vikublað 26.–28. apríl 2016 Kynningarblað - Heitir pottar og gufuböð 5 Infrarauðir saunaklefar, nudd- bekkir og allt fyrir nuddarann E gat.is, verslun og heildsala að Langholtsvegi 168, Reykja- vík, býður upp á afar fallega infrarauða saunaklefa á mjög hagstæðu verði. Saunaklef- arnir eru afar einfaldir í uppsetningu, fyrirferðarlitlir og svo smekklegir í út- liti að þeir eru hreinasta híbýlaprýði. Emf-gildi infrarauðu geislanna sem hita upp klefana er auk þess svo lágt (EMF-0.1-07 mG) að þeir valda ekki rafsegulsmengun. Þá eru þeir snyrti- legir og valda engum óþrifnaði. Eigandi Egat.is er Eiríkur Sverris- son. Auk saunabaðklefana má segja að hann reki sérverslun fyrir nuddara enda starfar hann sjálfur í faginu og nuddar hjá Crossfit Reykjavík. Eiríkur hefur starfað sem nuddari í 25 ár og veit því vel hvaða tól og tæki góðir nuddarar þurfa í sínu starfi. Meðal annars selur Egat.is hefð- bundna nuddbekki, ferðanuddbekki, rafmagnsnuddbekki og nuddvörur ýmiss konar. Nuddbekkirnir eru af vönduðustu gerð og eru með fimm ára ábyrgð. Auk þess selur Egat.is nuddsteina og steinapotta. Steinarnir geymast í þar til gerðum handhægum potti og eru síðan bornir á hörund eða þeim nuddað á líkamann til mikillar heilsu- bótar. Fjölmargar aðrar nuddvörur eru í boði sem gaman er að kynna sér á heimasíðu og Facebook-síðu fyrirtæk- isins. Má þar nefna ferðanuddstóla, snyrtibekki, nuddbelti, nuddolíu, nuddlök og hitateppi, óléttupúða, hnakkastóla og margt fleira. Verslunin að Langholtsvegi 168 er opin eftir samkomulagi. Síminn er 862-6194 og netfang er eirikursv@ simnet.is n www.egat.is Egat.is, Langholtsvegi 168 Heitur pottur án hitaveitu Blikkás-Funi, Smiðjuvegi 74 H já Blikkás-Funa fást einstaklega skemmtilegir og fallegir heitir pottar sem eru hitaðir upp með viðarbrennara. Heitu pottarnir fást í mismunandi stærð- um og tegundum. Trépottar, plast- pottar eða trefjaplast. Loksins er hægt að fara í pottinn þótt engin sé hitaveitan eða rafmagnið! Gufubað – Sána með eða án ragmagns Sánatunnur með viðarbrennara eða rafmagnsofni eru ódýr og skemmtileg lausn fyrir unnendur sána og henta vel bæði í garðinn eða við sumarbústaðinn. Hægt er að hita sána upp með viðar- brennara og því alveg kjörið fyrir svæði þar sem rafmagn er ekki til staðar. Að sögn Rúnars Guð- mundssonar hjá Funa hafa sána- tunnurnar reynst sérstaklega vel og eftirspurn aukist umfram væntingar. Rúnar bendir einnig á að almennt séu gufuböð talin heilsusamleg og vísar m.a. til finnskrar rannsóknar sem gerð var á 2.500 finnskum karlmönnum. „Hún sýndi fram á samband milli gufubaða og minnkandi tíðni kransæðasjúkdóma. Þeir karlar sem fóru í sána 3–4 sinnum í viku, og eyddu þar um 19 mínútum, voru í 40–60% minni hættu á að fá kransæðasjúkdóma. Mörgum þyk- ir líka mikil slökun fólgin í gufu- böðum og aðrir dásama þau fyrir að mýkja upp húðina og hreinsa.“ Gistitunnur – Poddar Hjá Blikkás-Funa eru einnig fá- anleg garðhús og gistitunnur. Sérstaklega hefur gistitunnan „Ice Viking“ slegið í gegn sem og „Camping Pod“ húsin. Hægt er að finna upplýsingar og verð á vefsíðunni www.ice-vik- ing.is n Blikkás-Funi ehf. Smiðjuvegi 74 (gul gata) Sími: 515-8700

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.