Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 26
Vikublað 26.–28. apríl 201618 Sport avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA Flestir í fantaformi n Eiður Smári fer í myndatöku í dag, þriðjudag n Þrjá landsliðsmenn skortir leikform É g er meiddur í nára og fer í myndatöku á morgun,“ segir landsliðsmaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen í sam- tali við DV. Eiður Smári fór meiddur af leikvelli, eftir að hafa komið inn á sem varamaður í fyrri hálfleik í leik Molde og Sarpsborg 08 í norsku úrvalsdeildinni um helgina. Eftir þrjá sigurleiki í röð, þar sem Eiður Smári fór á köflum á kostum, fékk liðið harðan skell gegn Sarps- borg. Eftir 25 mínútur, þegar staðan var 2-0, meiddist Mushaga Bakenga, framherji Molde, og Eiður Smári kom inn á í hans stað. Í stöðunni 3-0, á 67. mínútu, meiddist Eiður Smári í nára. „Ég er að vona að þetta sé bara smávægi- leg tognun og að ég verði klár um helgina eða þar næstu helgi. En maður veit aldrei fyrr en búið er að mynda þetta.“ Eiður Smári er sem eini leikmað- urinn sem lék mikið í undankeppni EM, sem glímir við meiðsli. Þrír lykilmenn eru þó í þeirri stöðu að vera ekki byrjunarliðsmenn í sín- um liðum; Kolbeinn Sigþórsson, Emil Hallfreðsson og Aron Einar Gunnarsson. Aðrir landsliðsmenn í lykilhlutverkum eru í toppformi. Staða nokkurra lykilmanna: n Hannes Halldórsson: Svo virðist sem Hannes sé að nálg- ast sitt besta leikform. Hann hefur aldrei litið betur út – samkvæmt nýlegri mynd á samfélagsmiðlum – og spilar nú í hverri viku í norsku deildinni. Afar ánægjuleg tíðindi fyrir íslenska stuðningsmenn. n Birkir Már Sævarsson: Byrjunarliðsmaður í Hammarby í Svíþjóð. Bakvörðurinn skilar alltaf sínu og er að byrja sitt áttunda tímabil sem atvinnumaður í Nor- egi/Svíþjóð. Virðist koma vel undan vetri. n Ari Freyr Guðmundsson: Ari Freyr er á góðu róli með AB í Danmörku. Hann hefur spilað fjóra leiki frá síðasta landsleikjahléi og virðist vera í toppformi. n Ragnar Sigurðsson: Miðvörðurinn er lykilmaður í einu besta liði Rússlands, Krasnodar, og spilar þar í hverri einustu viku – oft við mjög sterka andstæðinga. Hann verður eins og klettur á EM, ef fer sem horfir. n Kári Árnason: Hann er fastamaður í einu besta liðinu á Norðurlöndum, Malmö, en deildin í Svíþjóð er nýlega byrj- uð. EM kemur á frábærum tíma fyrir Kára. n Aron Einar Gunnarsson: Hefur ekki verið fastamaður í liði Cardiff í ensku b-deildinni. Hann hefur einu sinni verið í byrjunarliði í þeim fjórum leikjum sem spilaðir hafa verið frá síðasta landsleikja- hléi, en í öllum hinum hefur hann komið inn á seint í síðari hálfleik. Hann gæti skort leikform á EM. n Emil Hallfreðsson: Eftir langa dvöl hjá Hellas Verona færði hann sig yfir til Udinese í vetur. Hann hefur ekki verið í byrj- unarliðinu í undanförnum leikjum og gæti skort leikform á EM. Liðinu hans hefur gengið illa. n Gylfi Sigurðsson: Hefur verið algjörlega frábær eftir áramót hjá Swansea. Hann fann sig ekki fyrir áramót en svo fremi sem hann meiðist ekki í síðustu leikjun- um á Englandi, fáum við Gylfa eins og hann gerist bestur á EM. n Birkir Bjarnason: Birkir er fastamaður í öflugu liði Basel í Sviss og reglulega á skot- skónum. Birkir verður, ef að líkum lætur, upp á sitt besta á EM. n Jóhann Berg Guðmundsson: Fastamaður í liði Charlton sem er fallið úr Championship-deildinni. Jóhann hefur skorað tvö mörk í síðustu fjórum leikjum en líklegt er að hann skipti um félag í sumar. EM verður frábær gluggi til þess. n Eiður Smári Guðjohnsen: Eiður hefur verið í fantaformi í Noregi en meiddist í nára um helgina. Myndataka í dag, þriðju- dag, leiðir væntanlega alvarleika meiðslanna í ljós. n Jón Daði Böðvarsson: Framherjinn tók áhættu þegar hann skipti um félag í síðasta félagaskiptaglugga. Hann hefur spilað sig inn í byrjunarlið Kaiserslautern. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af Jóni Daða fyrir EM. n Alfreð Finnbogason: Skorar eins og enginn sé morgun- dagurinn í einni sterkustu deildar- keppni í heimi. Alfreð er í topp- formi – kannski aldrei betri – og það verður erfitt að horfa fram hjá honum þegar byrjunarliðið í fyrsta leik verður valið. n Kolbeinn Sigþórsson: Hann hefur misst sæti sitt í liði Nantes og virðist vera í kuldanum hjá þjálfaranum. Hann hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum félagsins auk þess sem afar illa hefur gengið að skora í vetur. n Baldur Guðmundsson baldur@dv.is Meiddur Eiður Smári vonast til þess að meiðslin séu smávægileg. Mynd EGGErt SkúlaSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.