Dagblaðið Vísir - DV - 26.04.2016, Page 31
Menning 23Vikublað 26.–28. apríl 2016
Poolborð með
borðtennisborði
Ásamt
því sem
þarf til
að sPila
Pool
verð:
75.514 kr.
180x90 cm.
Pingpong.is - Suðurlandsbraut 10, Reykjavík - Sími 568 3920 & 897 1715
Ný námskeið
Hringsjá
Náms- og starfsendurhæfing
Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is
Ný námskeið í apríl og maí
• Heilbrigt líferNi - hefst 25. apríl
• Styrkleikar - hefst 9. maí
• í fÓkUS - að ná fram því besta
með aDHD - hefst 25. maí
• SjálfSStyrkiNg - hefst 25. maí
• Styrkleikar og NúvitUND
- hefst 25. maí
• MiNNiStækNi - hefst 30. maí
• tölvUr 2 - hefst 25. maí
er ekki kominn tími til að gera eitthvað
40 listamenn bætast við dagskrána
Warpaint, Minor Victories og Kate Tempest á Iceland Airwaves
B
andaríska indírokksveitin
Warpaint, breski rappar-
inn Kate Tempest og breska
skógláps-súpergrúppan Minor
Victories eru meðal fjörtíu listamanna
sem koma fram á Iceland Airwaves
tónlistarhátíðinni 2. til 6. nóvember
næstkomandi.
Aðrir erlendir listamenn sem til-
kynnt var í myndbandstilkynningu í
lok síðustu viku að kæmu fram á há-
tíðinni eru The Sonics (BNA), Hannah
Lou Clark (Bre), Dolores Haze (Sví),
Liima (Dan), This is the kit (Bre), Fews
(Sví/BNA), Silvana Imam (Sví), Jenny-
lee (BNA), The Ills (Slk), Unge Ferrari
(Nor), Torres (BNA), Emil Stabil
(Den). Einnig var stór hópur íslenskra
listamanna staðfestur á dagskrána,
meðal annars Samaris, Vök, Emmsjé
Gauti, Úlfur Úlfur, Hildur, HórMónar,
Singapore Sling og Agent Fresco.
Áður hefur verið greint frá því
að breska rokkgoðsögnin PJ Har-
vey muni spila á lokatónleikum há-
tíðarinnar, sem fara fram í Vals-
heimilinu sunnudagskvöldið 6.
nóvember. Þá hefur verið greint frá
því að Múm muni spila ásamt banda-
ríska strengjakvartettinum Kronos
í Eldborgarsal Hörpu á föstudags-
kvöldinu, en hátíðargestir munu geta
sótt sér ókeypis sérmiða á tónleikana
fyrr um daginn. n
Sagnaskáld Breski rapparinn og sagna-
smiðurinn Kate Tempest mun koma fram á
Iceland Airwaves í nóvember.
Talað um tónlist
n Góð helgi fyrir tónlistarnörda n Popp- og rokksaga n Rapp í Reykjavík n Ráðstefna um dægurtónlistarfræði
framleiði tónlistariðkunin náin tengsl
milli einstaklinga – fólk tengist í tón-
listinni. Í þriðja lagi benti hann á að
dreifingar- og boðskipaleiðirnar séu
öflugar á Íslandi í dag, sérstaklega í
kringum kynningu á íslenskri tón-
list erlendis. Hann sagði að meðvituð
markaðssetning opinberra stofnana
á íslenskum „hljómi“ væri tvíeggja
sverð. Væntingar til listamanna geti
leitt til þess að þeir færu að endur-
framleiða hljóminn sem aðrir búist
við að heyra frá þeim, að þeir gangist
upp í klisjum. Enn fremur sagði hann
túristaiðnaðinn geta haft neikvæð
áhrif á hið hentuga reykvíska mið-
borgarumhverfi með því að keyra upp
leiguverð og breyta innri byggingu
borgarinnar og tónleikastaða.
Þarf að gagnrýna iðnaðinn
Ráðstefnan á föstudag var fyrsta
skrefið í að byggja upp „heimsveldi“ í
dægurtónlistarfræðum, eins og Arnar
Eggert Thoroddsen, skipuleggjandi
ráðstefnunnar, orðaði það. Á undan-
förnum árum hafa verið haldin nokk-
ur námskeið um slík fræði og stefnt er
á að koma sérstakri námsbraut á fót
á næstu árum. Það var ljóst af ráð-
stefnunni að það er þónokkur hópur
af fólki sem er áhugasamur og er að
þróa með sér tæki og orðaforða til að
fást við popptónlistina.
Umræða um listir, greining og
gagnrýni, er mikilvægur þáttur í frjóu
og blómstrandi menningarlífi. Þegar
meðlimir pallborðsins ræddu um
gagnið af poppfræðilegum vanga-
veltum lagði einhver áherslu á að
umræðan mætti ekki vera þjónkun
við iðnaðinn, mikilvægi poppfræð-
anna fælist í hinni gagnrýnu nálg-
un á bransann og í greiningu sem
fer handan hinna hefðbundnu klisja.
Þetta má svo sannarlega taka undir.
Þegar maður lítur yfir popp-, rokk-
, og rappsögu Íslands er ljóst að þeir
ólíku þættir sem hafa leitt íslenska
popptónlist á þann stað sem hún er á
í dag eru fjölmargir og flóknir – þar er
nóg efni í krítískar rannsóknir. Ef við
endurtökum hins vegar bara klisjurn-
ar um að mikilfengleg náttúra, myrk-
ur og einangrun Íslands leiði óhjá-
kvæmilega til frjórrar listsköpunar
gæti íslensk tónlistarsena hæglega
flotið sofandi að feigðarósi, kynn-
ingarmiðstöðvar dregið broddinn úr
listsköpuninni og hækkandi leigu-
verð og hostelvæðing tónleikastaða í
Reykjavík grafið undan því umhverfi
sem hvetur til frumlegrar og fram-
sækinnar listsköpunar. n
Poppdoktorinn Dr. Gunni er einn þeirra
sem standa að baki þáttunum um Popp- og
rokksögu Íslands. Mynd Sigtryggur Ari
„ Í Helgarútgáf
unni á Rás 2 á
sunnudagsmorgun var
kersknislega spurt hvort
það hljóti ekki að vera
dánartilkynning senu
þegar stærsta dagblað
landsins birtir forsíðu
umfjöllun um hana.
talað um tónlist Dr. Nick Prior, fyrir miðju, ásamt öðrum fyrirlesurum á fyrstu íslensku
ráðstefnunni um dægurtónlistarfræði.