Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2016, Qupperneq 18
Helgarblað 6.–9. maí 20162 Besti ísinn í bænum - Kynningarblað R ekin hefur verið ísbúð að Laugalæk 8 síðan árið 1961 og óhætt er að segja að hús­ ið sé „íssögulegur stað­ ur“ eins og Lóa Bjarnadótt­ ir, núverandi eigandi búðarinnar, tekur til orða. Um tíma voru þarna tvær ísbúðir hlið við hlið. Lóa ólst upp í hverfinu, raunar við hliðina á ísbúðunum tveimur, og seg­ ist hafa borðað tvo ísa á dag. „Þetta var kannski aðalísstaðurinn í bæn­ um fram til sirka 1990. Mig grunaði aldrei á þessum tíma að ég ætti eft­ ir að verða íssali, hvað þá íssalinn á þessum stað,“ segir Lóa. „Árið 2009 var gamla ísbúðarhús­ næðið í niðurníðslu. Þá fékk ég þessa hugmynd að opna ísbúð. Margir sögðu að við værum gengin af göfl­ unum, en þetta var fyrsta ísbúðin sem opnuð var eftir hrun,“ segir Lóa. Til að gera langa sögu stutta fóru viðtökurnar fram úr björtustu von­ um og Ísbúðin Laugalæk er vinsæl sem aldrei fyrr. Sérstaða hennar í dag felst í tvennu. Annars vegar að stað­ urinn er að hálfu leyti undir pylsu­ veitingum og hins vegar eru það heimagerðu íssósurnar sem þykja einstakar. Pylsugerðina frumþróaði eigin­ maður Lóu, Sascha Trajkovic, en hann er Þjóðverji. Er þar um að ræða ekta þýskar Bratwurst. „Pylsurnar innihalda svínabóg og krydd og það er allt og sumt. Þær innihalda ekkert vatn og eru algjör­ lega án aukaefna. Pylsurnar eru annars vegar bornar fram í brauði á hefðbundinn hátt eins og við Ís­ lendingar þekkjum, og hins vegar sem Currywurst, á bakka með karrí­ sósu og salötum sem við gerum sjálf, og brauðið til hliðar. Currywurst er þjóðarréttur Þjóðverja en við erum eini staðurinn á Íslandi sem býður upp á þær,“ segir Lóa. Pylsurnar eru seldar undir fram­ leiðslunafninu Reykjavik Sausage Company en fyrirtækið er það sama. Íssósurnar eru heimagerðar sósur án allra aukaefna og bragð­ tegundirnar eru jarðarberja, hind­ berja, ananas, mangó, kókós, ban­ ana og kirsuberja. Auk þess eru í boði hefðbundnar sósur, heit og köld súkkulaðisósa, heit og kvöld kara­ mellusósa, lakkríssósa og pipar­ myntusósa. Innréttingar í Ísbúðinni Lauga­ læk þykja aðlaðandi. Lögð er áhersla á persónulega og góða þjónustu. Gott kaffi er í boði á staðnum er öðr­ um þræði hverfiskaffihús. Það er því einstaklega notalegt að setjast þarna niður og njóta veitinganna. Sem fyrr er Ísbúðin Laugalæk staðsett að Laugalæk 8 og síminn er 561 2244. Opið er alla daga frá kl. 11.00 til 23.30. n Sérstaðan felst í ljúffengum pylsum og einstökum íssósum Ísbúðin Laugalæk: Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.