Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Blaðsíða 4
Helgarblað 20.–23. maí 20162 Fréttir
N
ýr Toyota Land Cruiser 150
GX-jeppi, sem keyptur var
fyrir forstjóra Byggðastofn-
unar á dögunum, kostaði
9.775.000 krónur. Eftir örút-
boð ríkisstofnunarinnar vegna bif-
reiðakaupanna var tilboði TK Bíla,
eða Toyota umboðsins á Íslandi, tek-
ið. Eins og fram kom í DV á miðviku-
dag var nýi jeppinn keyptur til að
leysa af hólmi jeppa sömu tegund-
ar sem keyptur var fyrir forstjórann
í febrúar 2012. Sá gamli var ekinn
rúma 136 þúsund kílómetra. For-
stjóri Byggðastofnunar, Aðalsteinn
Þorsteinsson, er einn þeirra forsvars-
manna ríkisstofnana sem hafa bif-
reiðar til afnota samkvæmt ráðn-
ingarsamningi.
Þægindi og öryggi
Í útboðslýsingu örútboðsins vegna
kaupa á nýja jeppanum er útlistað
hvernig jeppa stofnunin vildi fá til-
boð í. Þar er einmitt tiltekið sér-
staklega að bifreiðin þurfi að vera
jeppi og að áætlaður akstur á ári sé
40 þúsund kílómetrar. Tekið er fram
að jeppinn verði notaður í vinnu-
ferðir forstjórans um allt land á öll-
um árstímum. „Því er lögð sérstök
áhersla á þægindi og öryggi í vetrar-
akstri.“
Þetta rímar við það sem Herdís Á.
Sæmundardóttir, stjórnarformaður
Byggðastofnunar, sagði í samtali við
DV í síðasta blaði. Lögð væri áhersla
á að endurnýja bíla stofnunarinnar
því bæði forstjórinn og starfsmenn
þurfi að vera mikið á ferðinni allan
ársins hring um allt land og séu mik-
ið keyrðir.
Svona átti jeppinn að vera
Engin sérstök krafa er gerð um afl,
tog eða hestöfl vélar í útboðslýs-
ingunni en aðrir tæknilegir eiginleik-
ar og útbúnaður tilteknir.
Þannig þurfti vélarstærð jeppans
að vera að hámarki 2,8 lítra dísil-
vél. Jeppinn þurfti að vera sjálfskipt-
ur, fjórhjóladrifinn með hátt og lágt
drif og lágmarkshæð undir hon-
um 22 sentímetrar. Hann þurfti að
vera búinn spólvörn, sjálfvirkri mið-
stöð, „cruise control“, leiðsögukerfi,
handfrjálsum Bluetooth-búnaði fyr-
ir síma, Bluetooth fyrir tónlist, með
hita í sætum, tauáklæðum og ann-
aðhvort perluhvítur að lit eða silfur-
litaður.
Hálf milljón í afslátt
Tilboð Toyota í Kauptúni uppfyllti
öll þessi skilyrði og varð perluhvítur
jeppi fyrir valinu. Tilboð bílaum-
boðsins hljóðaði, sem fyrr segir, upp
á 9.775 þúsund krónur.
Líkt og fram kom í DV á miðviku-
dag kosta sjálfskiptir Land Cruiser
150 GX-jeppar með 2,8 lítra dísilvél
rétt tæpar 10,3 milljónir króna án
aukahluta. Ef miðað er við það verð
er ljóst að Byggðastofnun, í gegnum
örútboð og afsláttarkjör Ríkiskaupa,
fékk um 500 þúsund króna afslátt af
listaverði forstjórajeppans.
Líkt og DV greindi frá á mið-
vikudag reyna Ríkiskaup nú að selja
gamla Land Cruiser-jeppa forstjóra
Byggðastofnunar á vefnum Bílaupp-
boð upp í kaupverðið á þeim nýja.
Hæsta boð sem borist hefur í gamla
jeppann á uppboðinu er 4,1 milljón
króna en lágmarksverði er ekki náð.
Ríkistoppar fá nýja bíla
DV greindi nýlega frá því að fram-
kvæmdastjóri ríkisstofnunarinn-
ar Viðlagatrygging Íslands (VTÍ)
hefði fengið nýjan Mercedes-Benz
GLC-jeppling til afnota, sem hluta
af starfskjörum hans. Sá jeppling-
ur kostaði tæpar 7 milljónir króna
en um var að ræða ríflega 9 millj-
óna króna bíl. Í tilfelli VTÍ var verið
að endurnýja tæplega fjögurra ára
Volkswagen Tiguan R Line-jeppling
sem ekinn er 85 þúsund kílómetra.
Hann hefur eftir því sem DV kemst
næst, ekki enn selst þrátt fyrir ít-
rekaðar tilraunir til upp-
boðs. n
Gerum við Apple vörur
iP
one í úrvali
Sérhæfum okkur í Apple
Allskyns
aukahlutir s: 534 1400
Nýi forstjórajeppinn
kostaði 9,7 milljónir
n Áhersla á þægindi og öryggi í vetrarakstri n Svona jeppa vildi Byggðastofnun
Öryggi og þægindi Nýr Land Cruiser-
jeppi forstjóra Byggðastofnunar kostaði
9.775 þúsund krónur en lögð var áhersla á
þægindi og öryggi í vetrarakstri í útboðs-
lýsingu.
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is
Ora-bollur
innkallaðar
Matvælafyrirtækið Ora hef-
ur í samráði við Heilbrigðis-
eftirlit Hafnarfjarðar og Kópavogs
ákveðið að innkalla Ora Fiskboll-
ur í karrísósu í 850 gramma um-
búðum.
Samkvæmt tilkynningu frá
Matvælastofnun er ástæða inn-
köllunarinnar sú að mistök urðu
við hitun vörunnar hjá Ora og
telst hún því ekki örugg til neyslu.
Bollunum er dreift í öllum
verslunum Krónunnar, Nóatúns,
Nettó, Úrvals, Kaupfélags Skag-
firðinga og versluninni í Hlíð-
berg. Neytendur sem keypt hafa
vöruna geta skilað henni þar sem
þeir keyptu hana.
Hættulegar
vörur teknar
úr umferð
Á árinu 2015 fundust 36 hættu-
legar vörur hér á landi sem til-
kynntar höfðu verið í Rapex, til-
kynningarkerfi landa Evrópska
efnahagssvæðisins fyrir vörur
sem uppfylla ekki þær öryggis-
kröfur sem gerðar eru til mark-
aðssetningar þeirra. Í fyrra bár-
ust alls 2.123 tilkynningar um
hættulegar vörur, flestar vegna
leikfanga (27%), fatnaðar og fylgi-
hluta (17%) og bifreiða (10%).
Algengustu hætturnar fyrir neyt-
endur voru efnahætta, líkams-
tjón og köfnunarhætta, en flestar
vörurnar komu frá löndum utan
ESB, aðallega frá Kína.
Neytendastofa sinnir því hlut-
verki að kanna hvort þær vörur
sem falla undir eftirlit stofnunar-
innar finnist hér á markaði. Ef
hættuleg vara finnst er haft sam-
band við söluaðila eða framleið-
anda sem tilkynnir um innköll-
un. Flestar tilkynningarnar hér
á landi í fyrra vörðuðu vélknúin
ökutæki og barnavörur.