Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Blaðsíða 14
Helgarblað 20.–23. maí 201614 Umræða Stjórnmál Samfylkingin Fylgi Samfylkingarinnar 1999–2016 Alþingiskosningar 1999 Margrét Frímannsdóttir 26,8 % Alþingiskosningar 2003 Össur Skarphéðinsson 31% Alþingiskosningar 2007 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 26,8% Alþingiskosningar 2009 Jóhanna Sigurðardóttir 29,8 % Alþingiskosningar 2013 Árni Páll Árnason 12,9 % Fylgi Samfylkingar í dag Næsti formaður 8,3% ? Draumurinn fjaraði út eftir forskrift sögunnar n Samfylkingin í tilvistarkreppu 16 árum eftir stofnun n Sagan endurtekur sig n Sameiningin er orðin að óeiningu n Næsti formaður mögulega sá síðasti O kkur tókst að sameina hina fornu fjandvini, Al- þýðuflokk, með allt krat- aríkið innanborðs, og Al- þýðubandalagið, með sína eldrauðu fortíð og fjólur auk jafn- réttissinnaðra kvenna úr Kvennalista og sossa og krata, sem reynt höfðu að ögra til uppstokkunar og samein- ingar vinstri manna með Þjóðvaka. Eftir langa þrautagöngu, já, píslir og pólitíska útlegð, tókst að sameina meginþorra þessara flokka og sam- taka vinstri manna á Íslandi. Það er komin sameining, upprisa, líf.“ Það hljómar sem ár og öld síð- an rithöfundurinn Óskar Guð- mundsson skrifaði þessi orð í Morgunblaðið um stofn- un Samfylkingarinnar. Á þeim tíma sem greinin er skrifuð átti rapp- arinn Eminem vin- sælasta lag lands- ins. Það má sjá á vinsældalist- anum sem birtist við hlið grein- ar Ósk- ars í blað- inu. Eminem er sex árum yngri en núverandi for- maður flokksins, Árni Páll Árnason. Það eru nefni- lega ekki nema 16 ár síðan. Horfum til dagsins í dag. Sameiningin er orðin að óein- ingu, upprisan að banalegu og líf- ið ... ekki svo mikið. Fylgi flokks- ins hefur ekki mælst minna frá stofnun, forystukrísa er uppi þar sem einn frambjóðenda til for- manns leggur til að Samfylkingin verði lögð niður og gamlir kratar eru farnir að láta sig dreyma um að hefja Alþýðuflokkinn til vegs og virðingar á ný. Þetta er langt í frá sú framtíð sem vinstri menn létu sig dreyma um þegar Samfylkingunni var komið á koppinn fyrir alþingiskosningarnar 1999. Draumurinn var að sameina í eitt skipti fyrir öll vinstri vænginn til mótvægis við yfirburðastöðu Sjálfstæðisflokksins. Flokkarn- ir höfðu þegar fengið forsmekkinn með R-listanum, sem hafði tekist að brjóta á bak aftur áratuga valda- tíð Sjálfstæðisflokksins í borginni. Draumar um glæsta framtíð Það var kjörjarðvegur fyrir stofn- un slíks flokks eftir alþingiskosn- ingarnar 1995. Vinstri vængurinn var í sárum. Alþýðuflokkurinn beið mikinn ósigur og Sjálfstæðisflokk- urinn treysti sér ekki til að halda samstarfi við hann áfram og leit- aði í faðm Framsóknarflokksins. Klofningsframboð Jóhönnu Sig- urðardóttur, Þjóðvaki, gerði kröt- um skráveifu, Kvennalistinn var í andarslitrunum og rétt náði mönn- um á þing. Alþýðubandalagið, hinn máttarstólpi Samfylkingarinnar, var sömuleiðis laskað eftir langvar- andi innanflokksdeilur. Formenn A-flokkanna, Jón Baldvin Hanni- balsson og Ólafur Ragnar Gríms- son, höfðu yfirgefið sviðið. Það var Alþýðuflokkurinn sem knúði áfram sameininguna. Við brotthvarf sitt úr stjórnmálum færði Jón Baldvin flokksmönnum þau skilaboð að stefnt skyldi að sameiningu á vinstri vængnum. Eftirmaður hans, Sighvatur Björg- vinsson, tók við keflinu og allan tím ann voru kratar nær einhuga í afstöðu sinni. Þrátt fyrir mótbárur til að byrja með hoppuðu Þjóðvaki og Kvennalistinn fljótlega á vagn- inn, enda sýndu kannanir á þeim tíma að þessi framboð ættu sér ekki langa framtíð. Kannanir sýndu sömuleiðis að stemning væri fyr- ir sameiginlegu vinstra framboði. Fyrsta skrefið var tekið með sam- einingu þingflokka Alþýðuflokks og Þjóðvaka árið 1996. Alþýðubandalagið var hins vegar mjög tregt í taumi. Mar- grét Frímannsdóttir var mjög ein- huga um sameiningu og naut til þess stuðnings ungliðahreyfingar- innar og verkalýðsforkólfa innan flokksins. En vinstri armur flokks- ins – með þá Steingrím J. Sigfús- son, Ögmund Jónasson og Hjör- leif Guttormsson í fararbroddi – var mótfallinn sameiningu. Svo fór að Alþýðubandalagið klofn- aði í tvennt, hluti gekk inn í Sam- fylkinguna en Steingrímur og fé- lagar stofnuðu Vinstri hreyfinguna – grænt framboð. Enn einu sinni gátu vinstri menn ekki sameinast af heilum hug. En á endanum varð Samfylk- ingin til, eftir nær linnulausar þreifingar á milli flokkanna. Fyrsti sameiginlegi þingflokksfundurinn var haldinn í febrúar 1999. „Það sem við erum að gera er sögulegt. Það að þrír flokkar, sá elsti stofn- aður 1916, skuli vera að leggja sig inn í nýja pólitíska hreyfingu, eru að mínu mati einhver stærstu póli- tísku tíðindi á þessari öld [...] Þeir hafa þó sökum smæðar sinnar ekki náð þeim mikla árangri sem okkur hefur dreymt um,“ sagði Rannveig Guðmundsdóttir, fyrsti þingflokks- formaður Samfylkingarinnar, við það tilefni. Vonbrigði í upphafi en traustur grunnur Fyrstu kosningaúrslit Samfylk- ingarinnar voru flokksmönnum óneitanlega vonbrigði. Henni tókst að höggva í raðir Sjálfstæðis- flokksins sem bætti við sig fylgi frá kosningunum 1995. 26,8 prósenta fylgi var nokkuð undir vænting- um og í raun var samanlagt fylgi vinstri flokkanna minna en í kosn- ingunum áður. Engu að síður hafði grunnurinn verið lagður og ári síð- ar var fyrsti formaðurinn formlega kjörinn, Össur Skarphéðinsson. Össur leiddi flokkinn í gegnum kosningarnar 2003 og voru niður- stöður þeirra vísbending um að Samfylkingin væri afl sem væri komið til að vera. Flokkurinn fór yfir 30 prósent og aðeins munaði 2,6 prósentustigum á Sjálfstæð- isflokki og Samfylkingu. Frasinn „tveggja turna tal“ raungerðist. Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hafði verið teflt fram sem forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinnar í kosningunum 2003 og tveimur árum síðar skoraði hún svila sinn, Össur, á hólm í formannskosning- um og hafði betur. Formannsskipt- in skiluðu þó ekki fylgisaukningu. Þvert á móti fór fylgið niður í það sama og árið 1999, að mestu vegna góðs gengis VG. Magnús G. Eyjólfsson mge@eyjan.is Formaðurinn kveður Árni Páll Árnason tók við flokknum í erfiðri stöðu og tókst ekki að rífa upp fylgið. Hann lætur senn af formennsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.