Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Síða 6
Helgarblað 20.–23. maí 20166 Fréttir
YOUR BEST CHOICE IN COLOR.
HANNAH IS WEARING
SHADE N° 3-65
PALETTE DELUXE
NOW WITH LUXURIOUS
OLEO-GOLD ELIXIR.
TURN COLOR
INTO A LUXURY.
FOR UP TO 30% MORE SHINE.*
EUROPE'S NO. 1
NEW
A
rion banki hefur feng
ið Citigroup til að veita
bankanum ráðgjöf í
tengslum við undirbún
ing fyrir sölu á allt að
87% eignarhlut Kaupþings í Arion
banka. Gengið var frá samkomu
lagi við bandaríska fjárfestinga
bankann fyrr í þessum mánuði,
samkvæmt heimildum DV, en Citi
verður helstu stjórnendum og
stjórn Arion banka til aðstoðar við
söluferlið.
Citi hefur á undanförnum árum
komið að skuldabréfaútgáfum rík
isins og íslensku bankanna á er
lendum mörkuðum. Þannig var
Citi, ásamt tveimur öðrum erlend
um fjárfestingabönkum, með
al annars ráðgjafi Arion banka
þegar bankinn gaf út 300 milljóna
evra skuldabréf í mars 2015 en þá
var um að ræða fyrstu útgáfu ís
lensks banka í evrum sem var seld
til breiðs hóps fjárfesta, allt frá falli
fjármálakerfisins 2008.
Viðræður settar á ís
Undir lok síðasta árs hóf hópur líf
eyrissjóða, leiddur af stærstu lífeyr
issjóðum landsins, óformlegar við
ræður við slitastjórn Kaupþings um
kaup á hlut í Arion banka. Í febr
úar á þessu ári fengu síðan fjár
málaráðgjafar sjóðanna, íslenska
ráðgjafarfyrirtækið Icora Partners,
aðgang að rafrænu gagnaherbergi
til að kynna sér ítarlegar upplýs
ingar um fjárhag og rekstraráætl
anir bankans á komandi árum.
Viðræðurnar voru hins vegar sett
ar á ís eftir að slitastjórn Kaupþings
lauk formlega störfum sínum eft
ir nauðasamning og ný stjórn var
kjörin til að stýra félaginu um miðj
an mars síðastliðinn.
Sú staða ætti núna að taka
breytingum og væntingar eru um
að söluferlið komist á skrið á næstu
vikum og mánuðum. Þannig stend
ur til, eins og áður hefur verið upp
lýst um í DV, að stjórn Kaupþings
ráði til sín íslenska ráðgjafa til að
aðstoða félagið við sölu á hlutnum í
Arion banka. Þau fjármálafyrirtæki
sem hafa sóst eftir að veita Kaup
þingi slíka ráðgjöf eru Arctica Fin
ance, Virðing og Kvika fjárfestinga
banki. Samkvæmt uppleggi Arctica
Finance og Virðingar er gert ráð
fyrir því að fyrirtækin vinni að verk
efninu í sameiningu.
Stórt ráðgjafarverkefni
Eftir að gengið verður frá samkomu
lagi við innlenda ráðgjafa til að að
stoða við söluferlið munu þeir
bætast í hóp með bandaríska fjár
festingabankanum Morgan Stanley
en hann hefur á síðustu árum starf
að fyrir Kaupþing í tengslum við
undirbúning að sölu á hlutnum í
Arion banka. Ljóst er að um er að
ræða gríðarlega stórt ráðgjafarverk
efni sem gæti skilað þeim íslensku
félögum sem munu aðstoða Kaup
þing við söluferlið umtalsverðum
tekjum. Algengt er að ráðgjafar við
slíka sölu fái í þóknun greiðslu sem
nemur 0,5% til 1% af söluandvirði.
Miðað við bókfært eigið fé Arion
banka í lok mars á þessu ári er 87%
hlutur Kaupþings metinn á um 170
milljarða króna.
Stjórnarformaður Kaupþings er
bandaríski lögmaðurinn Alan J. Carr
en aðrir sem skipa stjórnina eru Ótt
ar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og
einn eigenda LOGOS, Paul Copley,
breskur endurskoðandi, og Jó
hannes Rúnar Jóhannsson, hæsta
réttarlögmaður og fyrrverandi for
maður slitastjórnar. Ásamt því að
vera stjórnarmaður gegnir Paul
Copley stöðu framkvæmdastjóra
Kaupþings. Samkvæmt heimild
um DV verður söluferlið á Arion
banka einkum á forræði erlendra
stjórnarmanna Kaupþings auk þess
sem Bandaríkjamaðurinn John P.
Madden mun starfa náið með stjórn
bankans í tengslum við þá vinnu.
Var hann fenginn til liðs við Kaup
þing fyrir tilstuðlan Keith Magliana,
sjóðsstjóra hjá vogunarsjóðn
um Taconic Capital, langsamlega
áhrifamesta eiganda Kaupþings.
Ríkið á mikið undir
Íslenska ríkið á sem kunnugt er
mikilla hagsmuna að gæta við sölu
á Arion banka vegna afkomuskipta
samnings sem gerður var við kröfu
hafa slitabúsins í fyrra samhliða því
að þeir féllust á stöðugleikaskil
yrði stjórnvalda. Ef hlutur Kaup
þings verður seldur í samræmi við
bókfært eigið fé Arion banka í árs
lok 2015 þá mun ríkið fá um 113
milljarða króna í sinn hlut. Kröfu
hafar Kaupþings myndu á móti fá
um 55 milljarða króna og er þeim
heimilt að skipta allri þeirri fjár
hæð í erlendan gjaldeyri og flytja
úr landi. Söluandvirðið sem renn
ur til ríkisins verður hins vegar ríf
lega 90 milljarðar ef hluturinn selst
á gengi sem nemur 0,7 miðað við
bókfært eigið fé en það er núna
tæplega 193 milljarðar. Fyrir utan
87% eignarhlut Kaupþings þá á rík
ið 13% hlut í bankanum. n
Citi er ráðgjafi Arion
við sölu á bankanum
n Veitir ráðgjöf við undirbúning fyrir sölu á 87% hlut n Viðræður verið á ís
Hörður Ægisson
hordur@dv.is
Mögulegt gengi
við sölu**
Það sem færi til
stjórnvalda
Það sem færi til
kröfuhafa
0,6 85 16
0,7 91 27
0,8 96 38
0,9 104 47
1 113 55
Sala á 87% hlut í Arion banka*
*Miðað
við eigið fé
Arion banka
er sá hlutur
bókfærður á
168 milljarða
**Sölugengi
miðað við
bókfært eigið
fé bankans.
Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær ríkið þriðjung af söluandvirði yfir 100 milljörðum. Ef hluturinn selst á
meira en 140 milljarða fær ríkið helming umfram þá upphæð en þrjá fjórðu þess sem er yfir 160 milljarða.
Frjósemi
aldrei minni
Frjósemi íslenskra kvenna hef
ur aldrei verið minni en í fyrra.
Þetta kemur fram í tölum Hag
stofu Íslands. Í fyrra fæddust
4.129 börn en þau voru 4.375
árið áður. Fram kemur að yfirleitt
sé miðað við að frjósemi þurfi að
vera um 2,1 barn til að viðhalda
mannfjöldanum til lengri tíma
litið en í fyrra hafi hlutfallið verið
1,81. „Undanfarinn áratug hef
ur frjósemi á Íslandi verið rétt
um tvö börn á ævi hverrar konu.“
Tekið er fram að fæðingartíðni í
SuðurEvrópu sé lægst í álfunni.
Árið 2014 hafi fæðingartíðni ver
ið 1,23 í Portúgal og um 1,30 á
Grikklandi og Kýpur.
Frambjóð-
anda fipast
Forsetaframbjóðandanum
Guðna Th. Jóhannessyni urðu
á þau mistök í gær að segja Ís
land einu Norðurlandaþjóðina í
úrslitum Evrópumeistaramóts
ins í fótbolta karla sem fer fram
í Frakklandi í sumar. Guðni ritar
játningu þess efnis á Facebook
síðu sinni og biðst forláts fyrir að
hafa steingleymt Svíum, þeirri
miklu íþróttaþjóð. Í færslunni
minnist hann sænskra íþrótta
hetja úr uppvextinum, eins og
„Svíagrýlunnar“ í handbolt
anum, Ingemars Stenmark og
Björns Borg.
Gárungarnir voru ekki lengi
að bregðast við og birta ýmiss
konar athugasemdir við færslu
Guðna. Þar bar meðal annars
á góma að mannlegt væri að
skjátlast, en aðrir ræddu um
millilandakrísur og að sagn
fræðingur ætti nú að hafa þessa
hluti á hreinu.