Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 8
Helgarblað 20.–23. maí 20168 Fréttir Vafasamir leyndardómar A lþjóðlegur dulspekiskóli í fjölmörgum löndum sem rakar inn fé, framleiðsla á Hollywood-mynd með David Hasselhoff í aðal- hlutverki, þúsundir fylgismanna um allan heim og útgáfa tónlistar og bóka. Þannig er líf Guðna Hall- dórs Guðnasonar, eiganda og stofn- anda The Modern Mystery School, þar sem nemendur greiða háar fjár- hæðir fyrir margs konar námskeið sem tengjast hvers kyns fornri dul- speki og nýaldarfræðum. Guðni býr og starfar aðallega í Japan en hans eigin frásagnir af lífshlaupi sínu eru ævintýralegar í meira lagi. Hann hef- ur verið sakaður um að skreyta sig með stolnum fjöðrum og í breskri doktorsritgerð frá árinu 2010 var því haldið fram að starfsemi Guðna jaðr- aði við píramídasvindl. Kærður til lögreglu Guðni Halldór Guðnason er fædd- ur árið 1958. Hann komst fyrst í fréttirnar hérlendis upp úr 1990 þegar hann kom sem stormsveipur inn í samfélag bardagalistamanna á Íslandi en þá hafði hann dval- ið um nokkurra ára skeið í Svíþjóð. Ástæða fjölmiðlaumfjöllunarinnar var sú að Guðni hafði skipulagt mót í blönduðum bardagaíþróttum þar sem meðal annars ung börn voru látin berjast án viðeigandi hlífðar- búnaðar. Hafði hann þá boðið upp á námskeið sem hét „Turtle Kung Fu“ sem naut talsverðra vinsælda enda vísaði námskeiðið í kvikmyndina „Teenage Mutant Ninja Turtles“ sem slegið hafði í gegn hérlendis á sama tíma. Málið vakti athygli eftir að sýnt var myndskeið í sjónvarpsfréttum þar sem barnungir þátttakendur létu höggin dynja á hver öðrum. Guðni var ákærður fyrir aðild sína að mál- inu en var sýknaður þar sem ekki þótti sannað að um mót í hnefaleik- um hefði verið að ræða. Guðni var hins vegar sakfelldur fyrir vörslu á loftbyssu, án tilskildra leyfa, og fékk eins árs skilorðsbundinn dóm. Upploginn ferill Í ljósi lögreglurannsóknarinnar gerði blaðið Pressan úttekt á ferli og fullyrðingum Guðna. Greinin, sem blaðamaðurinn Sigurður Már Jóns- son, núverandi upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, skrifaði bar yfir- skriftina „Skammtar sjálfum sér feril og gráður í eigin söfnuði“ en eins og titillinn gefur til kynna kom fram að allar þær gráður og titlar sem Guðni státaði af, hvort sem var í bardaga- listum eða háskólanámi, reyndust ekki eiga sér stoð í raunveruleikan- um. Átök um kimewasa Í greininni kom meðal annars fram að Guðni auglýsti námskeið í kime- wasa sem að hans sögn var um 1.600 ára gömul bardagalist. Það var að- eins um 1.585 árum frá sannleikan- um því fimmtán árum áður höfðu tvíburabræðurnir Hörður og Haukur Harðarsynir búið til kimewasa-kerf- ið og hlotið talsverða athygli fyrir. Guðni heillaðist af íþróttinni og setti sig í samband við bræðurna og vildi læra af þeim. Það gerði hann vissu- lega í stuttan tíma en var ekki ná- lægt því að komast á það stig að geta kennt greinina þegar hann byrjaði að auglýsa námskeið. Þeir bræður voru afar ósáttir við framgöngu Guðna sem hafði engan grunn til þess að kenna kerfið sem þeir höfðu skap- að. Eftir aðfinnslur þeirra lét Guðni af því að halda námskeiðið. „Guðni var bara kjáni“ Þá stofnaði Guðni stöð í Ármúla sem hann nefndi Colomb þar sem hann kenndi fjölmargar bardagalist- ir sem hann kvaðst fullnuma í. Með- al annars sagðist Guðni vera með 10. dan, hæstu gráðu, í bardagaíþróttinni fujukado sem átti að vera hans eigin uppfinning. Í áðurnefndri grein Sig- urðar er viðruð sú skoðun íslenskra bardagalistamanna að Fujukado væri hugarburður Guðna sem hann hafði soðið saman úr kung fu, júdó og karate. Þá er tekið fram að í viðtali við DV á þessum árum neitaði Guðni því ekki heldur sagðist hann blanda saman bardagalist og hugrækt og að hann hefði „búið til kokteilblöndu úr öllu því besta í þeim bardagastíl- um sem hann hafði verið að æfa“, svo notað séu orð Guðna. Einn af þeim sem man eftir ferli Guðna á þessum árum er Haraldur Dean Nelson, fað- ir Gunnars MMA-kappa: „Guðni var bara kjáni sem kunni ekkert í bar- dagalistum. Hann bjó hins vegar yfir n Guðni Guðnason rekur alþjóðlegan galdraskóla n Skáldar gráður og viðurkenningar n Segir kvikmynd með David Hasselhoff í farvatninu n Gumar af vináttu við Bowie Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Þeir sem gleggst þekkja feril Guðna í Svíþjóð segja að þetta sé bull. Guðni Guðnason Hann fullyrðir að í fórum hans séu fjórir Evrópumeistaratitlar í karate. Engar heimildir eru til um þá sigra. eldbakaðar eðal pizzur sími 577 3333 www.castello.is Dalvegi 2, 201 Kópavogi / Dalshrauni 13, 220 Hafnarfirði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.