Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 9
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Fréttir 9
Vafasamir leyndardómar
miklum sannfæringarkrafti og virtist
eiga auðvelt með að ná til þeirra sem
áttu, af einhverjum ástæðum, undir
högg að sækja,“ segir Haraldur.
Tilraun til þjálfunar lífvarða
Í greininni er einnig minnst á áætl-
un Guðna um að halda lífvarðanám-
skeið hérlendis sem vakti verulega
athygli á sínum tíma. Námskeiðið
var rándýrt og ætlaði Guðni að
kenna mörg athyglisverð námskeið
sjálfur, meðal annars glæfraakstur,
meðferð sprengiefna og
meðferð skotvopna. Sagð-
ist hann ætla að byggja á
eigin reynslu en í útvarps-
viðtali við Guðna í tilefni
af námskeiðinu kom fram
að hann hafði starfað um
fjögurra ára skeið sem líf-
vörður í Svíþjóð. Hann
vildi hins vegar ekki veita
fjölmiðlum upplýsingar
um hjá hverjum hann
hafði starfað né hvar. Sig-
urður Már grennslað-
ist fyrir um þennan feril
og komst að orði: „Þeir
sem gleggst þekkja feril
Guðna í Svíþjóð segja að
þetta sé bull.“
Eftirgrennslan Sig-
urðar leiddi í ljós að
Guðni rak í stuttan tíma
æfingastöð með Peter
Olming og er haft eftir
Peter að Guðni hafi log-
ið hann fullan með sög-
um um að hann hefði
unnið sem lífvörður
á Íslandi og rekið líf-
varðaskóla þar. „Það er
mín reynsla að ekki sé hægt að trúa
orði af því sem hann segir,“ sagði Pet-
er þessi við Pressuna en klykkt var út
með að einu afskipti Guðna af „líf-
varðarstörfum“, eftir því sem best var
vitað, var að hann fór í viðtal vegna
öryggisgæslu hjá Saab-verksmiðjun-
um. Guðni varð að lokum að hætta
við lífvarðanámskeiðið sitt og bar
fyrir sig aðstöðu- og tímaleysi. Þessi
draumur Guðna um frama í þjálfun
lífvarða virðist hins vegar ekki hafa
dáið út því í ágúst 2001 virðist hann
hafa stofnað fyrirtækið The Edge
Body Guard and SWAT services í
Utah en engum sögum fer af starf-
semi fyrirtækisins.
„Ég er að gera rétt“
Í ljósi neikvæðrar umfjöllunar fór
svo að Guðni skrifaði innblásna
grein í Morgunblaðið, þann 18. jan-
úar 1994, undir yfirskriftinni „Ég er
að gera rétt“ þar sem hann í stuttu
máli hafnaði öllum ásökunum og
sagði að um samsæri íslenskra bar-
dagalistamanna væri að ræða sem
vildu halda einokun sinni á kennslu
hérlendis. „Að lokum vil ég segja að
samstaða bardagalistamanna á Ís-
landi er fyrir neðan allar hellur. Sam-
stöðuleysi stafar af öfund og þröng-
sýni og hræðslu við samkeppni eða
kannski hræðslu við að þessi litli
heimur þeirra verður sprengdur upp
af einhverju nýju og skemmti-
legu, einhverju sem bardaga-
listaaðilar á Íslandi hafa áhuga
á,” skrifaði Guðni.
Fræði byggð á 3.000 ára
grunni
Ári síðar flutti Guðni af landi
brott, nánar tiltekið til Utah
í Bandaríkjunum. Á þessum
árum skildi hann við sænska
eiginkonu sína en í vesturheimi
kynntist hann annarri eigin-
konu sinni, Eleanor „Laurie”
Gudnason, sem var farsæl í við-
skiptum og á kafi í margs kon-
ar nýaldarfræðum. Þau stofn-
uðu saman „Leyndardómaskóla
Klettafjalla” sem er slæm þýð-
ing á Rocky Mountain My-
stery School. Í skólanum var
boðið upp á ótrúlegan fjölda
af mismunandi námskeiðum,
gyðinga- og kristið kabbalah, must-
erisriddaranámskeið, áruheilun,
tantra-fræði, tarot-lestur auk þess
sem nefna má námskeið í dreka-,
vampíru-, víkinga- og egyptagaldri.
Ekki má gleyma dýragaldri né held-
ur námskeiðinu „12 kynþættir“ en
þar er hægt að fræðast um þá tólf
kynþætti sem fyrirfinnast á jörðinni.
Fyrir utan mannfólkið þá eru það
vampírur, álfar, hafmeyjur og
sígaunar svo eitthvað sé nefnt.
Í rauninni má segja að varla sé til
sá angi af nýaldar- eða dulspekifræð-
um sem skóli Guðna og Laurie hafi
ekki snert á með einhverjum hætti.
Námskeiðin voru yfirleittt kennd af
Guðna sjálfum eða Laurie og saman
ferðuðust þau síðan um öll Banda-
ríkin og út fyrir landsteinana til þess
að boða fagnaðarerindið. Skólinn
stærir sig af því að vera eini skóli
sinnar tegundar sem miðli þekkingu
sem er komin beint frá Sólomon
konungi og sé allt að þrjú þúsund
ára gömul. Þá er því meðal annars
haldið fram að sjálfur Jesús Kristur
hafi verið handhafi „þekkingarinn-
ar“. Hún hafi síðan ferðast manna á
milli í töluðu máli allt þar til að þá-
verandi handhafi þekkingarinnar,
óskilgreindur amerískur indjána-
höfðingi, hafi hitt Guðna á tiltekn-
um stað þar sem þeir föðmuðust og
þar með hafði Guðni öðlast hina dýr-
mætu „þekkingu“. Þessa sögu seg-
ir Sondra Shanye, fyrrverandi ein-
lægur fylgismaður Guðna, í samtali
við New York Press árið 2001. Einnig
sagði hún þá sögu, sem Guðni sjálf-
ur vísar óspart í, að hann hafi fæðst
sem tvíburi og að bróðir hans hafi
verið svo háþróuð vera að hann hafi
yfirgefið þennan heim eftir aðeins 30
mínútur. Það hafi gert það að verkum
að Guðni hafi fengið hæfileikann til
þess að sjá inn í aðrar víddir, handan
þess heims sem við þekkjum. Þannig
hafi Guðni getað verið í sambandi
við bróður sinn, alist upp með hon-
um auk þess sem bróðir hans hafi
komið honum í samband við fjöl-
marga látna meistara, meðal annars
sjálfan Merlín, sem gátu kennt hon-
um eitt og annað.
Shanye hefur sagt skilið við Guðna
og hans fylgismenn síðan og hún
svaraði ekki fyrirspurn DV um viðtal.
Lygilegt ævihlaup
Á gamalli heimasíðu Rocky Mount ain
Mystery School má lesa sögu Guðna.
Hún er reyfarakennd í meira lagi og í
líkingu við þær sögur af Guðna sem
sagðar hafa verið. Ef satt er þá hef-
ur Guðni ekki setið auðum höndum
í gegnum árin en fullyrðingar hans
passa illa við þau ár sem hann dvaldi
í Svíþjóð og Íslandi. Í nærmyndinni
af Guðna kemur fram að hann hafi
kennt Kabbalah síðan 1976, þá átján
ára gamall, eftir að hafa verið und-
ir handleiðslu ísraelsks rabbía en
síðar hafi hann numið í fjölmörg
ár hjá Reglu hinnar gullnu dögun-
ar (e. Order of the Golden Dawn).
Þá segist hann vera vígður prestur í
fjölmörgum trúarbrögðum, meðal
annars sé hann prestur egypsku gyðj-
unnar Isis og drúídaprestur. Í kynn-
ingunni segist Guðni einnig státa af
doktorsgráðu í heimspeki sem og há-
skólagráðu í sálfræði. Hann hafi verið
útnefndur listamaður ársins í Svíþjóð
sem og ljóðskáld ársins og viðskipta-
maður ársins. Þá hafi hann fengið al-
þjóðleg friðarverðlaun fyrir starf sitt í
þágu mannkyns frá United Cultural
World Society. Einnig sé hann fjór-
faldur Evrópumeistari í karate auk
þess hann telur upp þær fjölmörgu
gráður og belti sem hann státar af í
úrvali bardagaíþrótta.
Þess má geta að DV hafði sam-
band við Reglu hinnar gullnu dögun-
ar í gegnum tölvupóst og var
n Guðni Guðnason rekur alþjóðlegan galdraskóla n Skáldar gráður og viðurkenningar n Segir kvikmynd með David Hasselhoff í farvatninu n Gumar af vináttu við Bowie
„Hann bjó hins
vegar yfir
miklum sannfær-
ingarkrafti og virt-
ist eiga auðvelt með
að ná til þeirra sem
áttu, af einhverjum
ástæðum, undir
högg að sækja.
Heilaraskóli Á dögunum lauk fimm daga heilaranámskeiði fyrir einstaklinga sem
þrá að starfa við heilun. Reikna má með að hver og einn þátttakandi hafi greitt að
lágmarki um 250.000 fyrir námskeiðið auk þess sem nemendur hafa fjárfest í fjöl-
mörgum námskeiðum fram að þessu. Guðni situr fyrir miðju hópsins.
Pressan Blaðið var ekkert að skafa af hlutunum í umfjöllun sinni um Guðna.
515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is