Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 16
Helgarblað 20.–23. maí 201616 Fréttir
Thealoz inniheldur trehalósa sem er náttúrulegt efni
sem finnst í mörgum jurtum og dýrum sem lifa í mjög
þurru umhverfi.
Trehalósi eykur viðnám þekjufrumna
hornhimnunnar gegn þurrki.
Droparnir eru án rotvarnarefna
og má nota með linsum.
Þurrkur í augum?
Thealoz augndropar
Fæst í öllum helstu apótekum.
Ég hef verið að glíma við augnþurrk. Ég nota
Thealoz gervitár af því mér finnst þau smyrja
augun vel, þau eru með langvarandi virkni, unnin
úr náttúrulegum efnum og þau eru laus við öll
aukaefni sem mér þykir kostur.
Heiðdís Björk Helgadóttir
K
astljós vísar því á bug að lít-
ill áhugi hafi verið fyrir því að
fá hlið Júlíusar Vífils Ingvars-
sonar, fyrrverandi borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokks, þegar fjallað
var um eftirlaunasjóð foreldra hans í
Kastljósinu á miðvikudagskvöld. Júl-
íus Vífill sagði við Morgunblaðið eftir
þáttinn að hann hefði í samtölum við
blaðamenn Kastljóss leiðrétt margt
af því sem þar myndi koma fram.
„En það var bersýnilega lítill áhugi
fyrir því að fá nema eina bjagaða hlið
á málinu.“
Þessu hafnar Kastljós á Facebook.
„Kastljós hefur margítrekað reynt að
fá svör og viðbrögð Júlíusar Vífils við
því sem til umfjöllunar var í þætti
gærkvöldsins. Það hefur verið gert í
símtölum og með tölvupósti. Júlíusi
voru sendar ítarlegar spurningar í
kjölfar símtals hans og fréttamanns.
Þar voru borin undir hann efnisat-
riði umfjöllunar Kastljóss í öllum
meginatriðum, greint frá þeim gögn-
um sem Kastljós hafði aflað, borin
undir hann frásögn systkina hans og
óskað viðbragða. Þrátt fyrir ítrekanir
í tölvupósti og mörg símtöl, neitaði
hann að svara nokkru af þeim spurn-
ingum eða bregðast við þeim efnis-
atriðum sem undir hann voru bor-
in.“
Kastljós segir að Júlíus hafi þvert
á fullyrðingar sínar kosið að svara
engum spurningum. Kastljós birti
svo afrit af tölvupósti sem sendur
var til Júlíusar á mánudag. Þar eru
bornar upp margar spurningar og
Júlíusi gefinn tæpur sólarhringur til
að svara þeim. Fram kemur að hann
hafi engum svarað. n
Stórmeistarar etja
kappi í Kópavogi
Hjörvar Steinn mætir goðsögninni Nigel Short í sex skáka einvígi um helgina
H
elgina 21.–22. maí mæt-
ast stórmeistararnir Hjörv-
ar Steinn Grétarsson og
Nigel Short í einvígi sem
Skákfélagið Hrókurinn
skipuleggur í samstarfi við Mót-X.
Einvígið fer fram í Salnum í Kópa-
vogi og fá keppendur aðeins 25 mín-
útna umhugsunartíma á hverja skák,
sem býður upp á miklar sviptingar,
klukkubarning og spennu. Alls tefla
meistararnir sex skákir, fyrst þrjár á
laugardaginn og síðan seinni þrjár á
sunnudaginn.
Umdeilt undrabarn
Nigel Short er einn þekktasti stór-
meistari heims. Hann var undra-
barn í skák sem vakti mikla athygli
í Bretlandi á sínum tíma og síðar
varð hann yngsti alþjóðlegi meistari
sögunnar, aðeins fjórtán ára gamall.
Stórmeistari varð hann 19 ára gamall
og í kjölfarið skipaði hann sér í flokk
bestu skákmanna heims. Hápunkt-
inum var náð árið 1993 þegar hann
vann sér rétt til þess að skora á sjálf-
an Garry Kasparov um heimsmeist-
aratitilinn í skák, þar sem hann þurfti
að lúta í gras.
Short lifir athyglisverðu lífi og er
afar umdeildur meðal skákmanna
þar sem hispurslaus skrif hans um
skák og skákmenn hafa hneykslað
kollega hans og reitt suma til reiði.
Short skilgreindi sjálfan sig sem
ólífubónda í Grikklandi einu sinni
en þar hefur hann haldið heim-
ili ásamt þarlendri eiginkonu sinni.
Hann er þó sífellt á faraldsfæti og
hefur sett sér það markmið að ferð-
ast til allra landa á jarðarkringlunni.
Þá hefur hann staðið uppi sem sig-
urvegari á fjórða tug skákmóta í
sex heimsálfum en hann hefur leit-
að logandi ljósi að tækifæri til þess
að tefla á skákmóti sem skipulagt
er á Suðurskautslandinu. Það gæti
ræst fyrr en seinna. Þá ber að geta
þess að í lokahófi einvígisins, sem
fram fer á skemmistaðnum Húrra á
sunnudagskvöldið, mun Short síð-
an stíga á svið sem söngvari í skák-
rokkbandinu b4 ásamt vel völdum
íslenskum tónlistarmönnum. Það
verður eflaust athyglisverð stund!
Stórmeistari tuttugu ára
Hjörvar Steinn Grétarsson er eitt
mesta efni sem komið hefur fram
hérlendis en hann fæddist sama
ár og Short glímdi við Kasparov
um heimsmeistaratitilinn. Hjörv-
ar Steinn skaraði fram úr jafnöldr-
um sínum frá fyrstu tíð og erfitt er að
halda tölu á öllum þeim Reykjavík-
ur-, Íslands- og Norðurlandameist-
aratitlum sem hann hefur sankað að
sér í gegnum árin. Að-
eins tvítugur að aldri
var hann útnefndur
stórmeistari í skák og
er núna næststigahæsti
skákmaður landsins
með 2.580 stig.
„Það er mikill feng-
ur að heimsókn Shorts
og mjög spennandi
að sjá glímu hans við
Hjörvar Stein. Short
er einhver litríkasti og
frumlegasti skákmað-
ur heims og hefur ver-
ið í sviðsljósinu frá því
hann var barn. Hann
teflir afar skemmtilega
og því mega áhorfendur á MótX-
einvíginu búast við fjöri og svipt-
ingum. Einvígið fer fram við bestu
hugsanlegu aðstæður í Salnum í
Kópavogi og ég hvet áhugamenn á
öllum aldri til að koma og fylgjast
með veislunni. Það er ókeypis inn
og við bjóðum unga skákáhuga-
menn sérstaklega velkomna,“ segir
Hrafn Jökulsson, forseti skákfélags-
ins Hróksins. n
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Hjörvar Steinn Grétarsson Stórmeistarinn ungi fær verðuga áskorun um helgina.
Nigel Short Stórmeistarinn breski þótti á
sínum tíma undrabarn í skák.
Einvígi í Kópavogi Listamaðurinn
Halldór Baldursson teiknaði þessa mynd af
köppunum í tilefni einvígisins.
Miklar
skemmdir
í eldsvoða
Eldur kom upp í bifreiðaverk-
stæði við Fjölnisgötu á Akureyri
skömmu eftir miðnætti aðfara-
nótt fimmtudags. Verkstæðið
er í einu bili í stóru húsnæði.
Mikill eldur var í húsinu. Eldur-
inn breiddist hratt út og barst í
þrjú bil til viðbótar. Einn maður
var við vinnu á verkstæðinu og
komst hann út af sjálfsdáðum og
lét slökkvilið vita. Að sögn Vig-
fúsar Bjarkasonar, varðstjóra hjá
slökkviliðinu á Akureyri, urðu
miklar skemmdir á húsinu. Elds-
upptök eru ókunn en rannsókn
er í höndum lögreglu.
Birta tölvupóst
til Júlíusar
Kastljós hafnar orðum Júlíusar Vífils
Helgi Seljan Vann
umfjöllunina í Kastljósi í
gærkvöldi.
MyNd ÁSGEir M. EiNarSSoN
Júlíus Vífill
ingvarsson
Fyrrverandi
borgarfulltrúi
Sjálfstæðis-
flokksins.
MyNd SiGtryGGUr ari
Hugarafl í
alþjóðlegu
samstarfi
Á dögunum fengu samtökin
Hugarafl fulltrúa rúmensku sam-
takanna Minte Forte í heimsókn.
Fundað var um starf og hug-
myndir og í ljós kom að þrátt fyrir
fjarlægð í landfræðilegum skiln-
ingi deila samtökin hugsjónum
og hugmyndafræði.
Bæði samtökin vinna að vald-
eflingu þeirra sem hafa þurft
að nýta sér geðheilbrigðisþjón-
ustu og starf fer fram á jafningja-
grunni. Í kjölfar heimsóknarinn-
ar var sótt um Erasmus+ styrk til
að hefja vinnu við mótun náms-
efnis fyrir þá sem starfa með
ungu fólki á aldrinum 14–18 ára.
Fjögur Evrópulönd munu vinna
saman að verkefninu, auk Íslands
og Rúmeníu eru það Spánn og
Portúgal. Verði umsóknin sam-
þykkt hefst verkefnið í haust og
mun standa í tvö ár.