Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Blaðsíða 18
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Eggert Skúlason og Kolbrún Bergþórsdóttir Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Magnús Orri ratar á lausnina Þótt það fari óvenju hljótt þá styttist í formannsframboð í Samfylkingunni og frambjóðendur skrifa greinar í blöð til að vekja athygli á sér. Eina slíka skrifaði Magnús Orri Schram í Fréttablaðið, þar sem hann sagði meðal annars: „Skrifstofa stjórnmálahreyfingarinnar á að vera á jarðhæð við fjölfarna götu þar sem er vítt til veggja og hátt til lofts. Dýnamískt umhverfi með kaffihúsi og félagsmiðstöð. Einhvers konar nýsköpunarhús stjórnmálanna.“ Það skyldi þó aldrei vera að vandi Samfylkingarinnar hafi, eftir allt saman, bara verið hús- næðisvandi? Áleitnar spurningar Afstaða forsetaframbjóðenda til Icesave virðist ætla að vera hita- mál í kosningabaráttunni, ýms- um örugglega til leiðinda. Egill Helgason hæðist að þessu á Eyj- unni og segir að ef forsetafram- bjóðendur þurfi að svara spurn- ingum um Icesave þurfi þeir einnig að svara öðrum áleitnum spurningum eins og: n Hvar varstu í þorskastríðun- um? n Hver var þín afstaða til rit- símans? n Hvernig var afstaða þín til fjárkláðans (sem olli því á sínum tíma að Jón forseti móðgaðist)? n Hvernig stendurðu gagnvart kristnitökunni? Veislan er búin Framtíð barnanna er í húfi Salome Estevez Garcia Buabonah og fjölskyldu hennar hefur verið hótað brottvísun. – DV U ppgjör viðskiptabankanna á fyrsta ársfjórðungi marka tímamót. Allt frá því að ís- lenska fjármálakerfið var endurreist í núverandi – og nán- ast óbreyttri – mynd af ríkisvaldinu í árslok 2009 hefur afkoma stóru bankanna einkum markast af virð- isbreytingu útlána og sölu eigna sem þeir fengu í fangið við efna- hagshrunið. Hagnaður bankanna á undanförnum árum hefur af þess- um sökum verið í hæstu hæðum og þannig nam samanlagður hagn- aður þeirra 107 milljörðum króna á síðasta ári. Þar munaði mestu um sögulegan 50 milljarða hagnað Arion banka. Allt önnur mynd blasir hins vegar núna við. Hagnaður bank- anna á fyrstu þremur mánuðum ársins dróst saman um meira en helming á milli ára. Í stað þess að uppgefinn hagnaður hafi, líkt og jafnan áður, gefið skekkta mynd vegna óreglulegra liða endurspegla uppgjör viðskiptabankanna fyrst og fremst afkomu af grunnrekstri. Þessu ber að fagna enda er þetta til marks um að fjármálakerfið sé óðum að færast í eðlilegt horf þar sem bankarnir hafa að mestu lokið fjárhagslegri endurskipulagningu á lánasöfnum sínum og selt frá sér hlutabréf og fyrirtæki í óskyldum rekstri. Núna þegar tjöldin hafa verið dregin frá kemur í ljós, sem ávallt hefur þó verið vitað, að bankarn- ir standa að óbreyttu frammi fyr- ir mikilli áskorun eigi þeim að tak- ast að ná viðunandi arðsemi á hið gríðarmikla eigið fé sem er bund- ið í bönkunum – en eiginfjárstaða þeirra er mun sterkari í samanburði við aðra banka á Norðurlöndunum. Miðað við hagnað á þessu ári eru bankarnir aðeins að skila um 6% arðsemi á þá 670 milljarða króna sem þeir eru samtals með í eigið fé. Slík ávöxtun, sem er á pari við fjárfestingu í óverðtryggðum rík- isskuldabréfum, getur augljóslega ekki talist ásættanleg til frambúðar. Þessi staða hlýtur að vera um- hugsunarefni fyrir eigendur bank- anna. Íslenska ríkið fer sem kunnugt er með eignarhald á Íslandsbanka og Landsbankanum. Þá hafa stjórn- völd einnig mun meiri fjáhagslegri hagsmuna að gæta í Arion banka en 13% eignarhlutur segir til um vegna þess afkomuskiptasamnings sem var gerður við kröfuhafa slita- bús Kaupþings á síðasta ári. Gróf- lega áætlað fara um níu af hverjum tíu krónum sem bankarnir skila í hagnað til ríkissjóðs. Fjármálakerf- ið er því með öðrum orðum nánast alfarið í höndum íslenskra skatt- greiðenda. Slík staða er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Sá umtalsverði hagnaður sem bankarnir hafa sýnt á liðnum árum – samanlagt nemur hann nærri 600 milljörðum frá 2009 – hef- ur oft verið notaður sem rök fyrir því að engin ástæða sé fyrir ríkið að losa um eignarhlut sinn í bönk- unum. Í stað þess að endurheimta þá fjármuni sem voru lagðir til við endurreisn bankakerfisins með því að selja þá hluti eigi ríkið frem- ur, samkvæmt þessari röksemdar- færslu, að vera eigandi að minnsta kosti einum banka og njóta þannig góðs af afkomu hans í formi arð- greiðslna. Slíkur málflutningur grundvallast á mikilli skamm- sýni gagnvart raunverulegri stöðu bankanna og lítill gaumur jafn- framt gefinn hversu mikil áhætta er fólginn í því fyrir ríkissjóð að vera eigandi að nánast öllu fjár- málakerfinu. Núna þegar blasir við að hagnaður bankanna verð- ur mun minni en áður ættu flestir hins vegar að sjá hversu mikilvægt það er fyrir ríkið að draga skjótt og markvisst úr umsvifum sínum á fjármálamarkaði. Eftir að stjórnarflokkarnir gerðu þau óskiljanlegu mistök að fallast á tilhæfulausar kröfur andstæðinga ríkisstjórnarinnar um að kosning- um til Alþingis yrði flýtt, en þær verða að óbreyttu í október næst- komandi, er ljóst að ekkert verð- ur af fyrirhuguðu söluferli á allt að 30% hlut ríkisins í Landsbankanum á þessu kjörtímabili. Bæði fjármála- og forsætisráðherra hafa staðfest að engir bankar í eigu ríkisins verði seldir á þessu ári. Óháð því hvenær hægt verður að hefja sölu á hlut rík- isins í Landsbankanum og Íslands- banka hljóta stjórnvöld hins vegar að huga sem fyrst að öðrum leið- um til að endurheimta þá fjármuni sem eru núna bundnir í bönkun- um. Sterk lausa– og eiginfjárstaða þeirra þýðir að ríkið gæti hæg- lega fengið strax til sín vel yfir 100 milljarða með enn meiri útgreiðslu arðs og sölu eigna. Með þessu móti væri stigið skynsamlegt skref við að minnka efnahagsreikning bank- anna og gera þá um leið viðráðan- legri við sölu til innlendra fjárfesta. Það er ekki eftir neinu að bíða. n avis.is 591 4000 Frá 1.650 kr. á dag Vissir þú að meðal heimilisbíll er notaður í eina klukkustund á dag Langtímaleiga er þægilegur, sveigjanlegur og skynsamlegur kostur Á R N A S Y N IR NOTAÐU ÞITT FÉ SKYNSAMLEGA Ég er uppáhalds umræðuefnið mitt! Guðrún Veiga Guðmundsdóttir nýtur mikilla vinsælda á Snapchat. – DV Við gátum leyft okkur lúxus og ferðasjóðurinn borgaði Margrét Erla Maack fór ásamt Bollywood-danshópi sínum til Spánar. – DV „Fjármálakerfið er því með öðrum orðum nánast alfarið í höndum íslenskra skatt- greiðenda. Slík staða er einsdæmi í hinum vestræna heimi. Leiðari Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.