Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Side 21
Helgarblað 20.–23. maí 2016 Kynningarblað - Sumarbúðir og námskeið 3 Sumarbúðirnar Ástjörn 70 ára S umarbúðirnar Ástjörn í Kelduhverfi eru fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 6–12 ára og 13–15 ára unglinga. Börn koma í sumarbúðirn- ar alls staðar að af landinu, en flest koma frá Norðurlandi og úr Reykja- vík. „Mörg börnin sem koma til okkar eiga foreldra sem voru í sum- arbúðum hjá okkur þegar þeir voru börn og það er mjög ánægjulegt því það sýnir að foreldrarnir vilja veita börnunum sínum það sem þau sjálf upplifðu hér,“ segir Árni Hilmars- son forstöðumaður. Flest börnin koma í einn flokk, en sum dvelja lengur. Flokkarnir eru 8 og 10 dagar. Tjörnin og birki- skógurinn umhverfis sumarbúðirn- ar er endalaus uppspretta leikja og útiveru. Má nefna t.d. knattspyrnu- og körfuboltavöll, kvöldvökur, söng, Biblíutíma, föndur, alls kyns leiki og keppnir í skóginum og víðar, íþróttahús í næsta nágrenni, sund í tjörninni eða fjöruferð á góðviðris- dögum, hestaleigu og margt fleira. Landvörður kemur og fræðir börn- in um þjóðgarðinn. Bátar eru af ýmsum gerðum: Árabátar, kajakar, kanóar, hjólabátar og skútur. „Hjá okkur er stærsti bátafloti í sum- arbúðum á Íslandi, en við erum með um 30 báta af öllum gerðum, meira að segja svokallaða sökkvi- báta!“ segir Árni, en það eru bátar sem börnin mega sökkva á góðviðr- isdögum þegar synt er í tjörninni. Hornsílaveiðar eru sívinsælar. Ástjörn hefur þá sérstöðu að þær eru einu sumarbúðirnar á Íslandi sem eru í þjóðgarði, Vatnajökuls- þjóðgarði, rétt hjá Ásbyrgi í Keldu- hverfi. Einnig hefur Ástjörn þá sér- stöðu að þvottahús er á staðnum þar sem allt er þvegið af börn- unum og fara þau því heim með hrein föt í töskunni, mörgum foreldrum til mikillar ánægju. 70 ára afmæli – opið hús laugardaginn 16. júlí Sumarbúðirnar Ástjörn hafa starfað síðan 1946 og eru því 70 ára á þessu ári. Búðirnar hafa frá upphafi verið reknar á kristilegum grunni. Kristin gildi og viðhorf eru mjög mik- ilvægur þáttur í starfinu. Algengt er að starfsfólk Ástjarn- ar og sjálfboðaliðar sem koma að starfinu hafi sjálfir dvalið sem börn í sumarbúðunum og er ómetanlegt fyrir Ástjörn að eiga slíkt bakland sem leggur starfinu lið. Skráning og upplýsingar er í síma 462-3980, á heimasíðunni astjorn.is og einnig á Facebook. Netfang er astjorn@astjorn.is Í tilefni af 70 ára afmælinu verð- ur opið hús í sumarbúðunum Ás- tjörn laugardaginn 16. júlí. Allir eru velkomnir að skoða og sjá, kynna sér starfsemina og einfaldlega njóta sín í einstöku umhverfi. Opið hús verður allan daginn en veitingar verða frá kl. 14 til 18. n Markmiðið að efla þroska einstak- lingsins til líkama, sálar og anda S umarbúðir KFUM og KFUK eru vinsæll valkostur barna og unglinga á hverju sumri. Flestir dvalarflokkar eru 5–7 daga langir og er boðið upp á fjölbreytt úrval aldursskiptra flokka fyrir krakka á öllum aldri. Það er margt í boði í sumarbúðun- um og tíminn flýgur áfram við leik og störf. „Hópleikir, íþróttir, útivera, list- sköpun, bátsferðir, söngur, leik- rit og svo ótal margt fleira er með- al þess sem krakkarnir fá að gera í sumarbúðunum og að sjálfsögðu er það líka breytilegt eftir aldri og að einhverju leyti ólíkt á milli sum- arbúða,“ segir Jóhann Þorsteins- son, æskulýðsfulltrúi hjá KFUM og KFUK. Sumarbúðir KFUM og KFUK eru fimm talsins, Vatnaskógur, Vind- áshlíð, Kaldársel, Ölver og Hóla- vatn. Að auki býður félagið upp á leikjanámskeið í Kópavogi og í Reykjanesbæ þar sem krakkarnir geta komið að morgni og farið heim síðdegis. Nú þegar hafa tæplega tvö þúsund börn verið skráð fyrir sum- arið en búast má við að um þúsund börn bætist í þann hóp áður en fjör- ið byrjar í júní. Saga sumarbúða KFUM og KFUK er tæplega hundrað ára og það er því næsta öruggt að starfið byggir á mikilli reynslu, „en mark- miðið er alltaf það sama, að efla þroska einstaklingsins til líkama, sálar og anda,“ segir Jóhann. Allar frekari upplýsingar um sumartilboð KFUM og KFUK má fá í síma 588-8899 og á heimasíðu fé- lagsins kfum.is. n Einu sumarbúðirnar sem eru í þjóðgarði Sumarbúðir KFUM, Vatnaskógur, Vindáshlíð, Ölver, Hólavatn og Kaldársel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.