Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 24
Helgarblað 20.–23. maí 201620 Fólk Viðtal
» Loftsíur
» Smurolíusíur
» Eldsneytissíur
» Kælivatnssíur
» Glussasíur
Baldwin® hefur sérhæft sig í
smur-, loft- og hráolíusíum.
Við bjóðum upp á Baldwin® síur í
flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á
hagstæðum verðum.
Verkstæði og viðgerðarþjónusta
Aðalsmerki Bætis er verkstæðið og
viðgerðarþjónustan.
Á verkstæði okkar erum við með öll tæki
til endurbyggingar á allt að 1750 hestafla
vélum.
Túrbínur
Bætir ehf. býður upp
á viðgerðarþjónustu
fyrir flestar gerðir
túrbína. Sími 567-2050 - Smiðshöfði 7 - 110 Reykjavík
V
ið byrjum á að tala aðeins
um sjónvarpið. Aðdáendur
Hulla-þáttanna eru margir
og mismunandi. Kannski
var þetta líka í fyrsta sinn
sem íslensk fullorðinsteiknimynda-
sería sló í gegn. „Sigurjón Kjartans-
son hafði einhverra hluta vegna trú
á mér og kallaði mig á fund fyrir
nokkrum árum til að ræða hugmynd-
ir um teiknaða sjónvarpsþætti. Ég átti
að koma með hugmynd, og mætti til
hans með tvær. Önnur var alvöruhug-
myndin, en hin var ömurleg aukahug-
mynd. Það á maður víst alltaf að gera
á svona fundum til að auka líkur á að
góða hugmyndin verði framkvæmd.
Slæma hugmyndin er blekking, en fær
framleiðandann til að finna að hann
stjórni einhverju.“
Aðalhugmynd Hulla voru þættir
sem fjölluðu um tölustafi í Talnalandi.
Sem sagt í stíl við bækur Bergljótar
Arnalds?, spyr ég.
„Já eiginlega. Þetta var mjög skrít-
in hugmynd um tölurnar núll og einn
sem eru vinir og lenda í vandræð-
um því þeir eru alltaf að gera ein-
hverja slæma hluti. Aukahugmyndin
var síðan um einhvern Hulla í mið-
bæ Reykjavíkur, og mér datt aldrei í
hug að Sigurjón myndi verða hrifinn
af henni. En það var hann og áður en
ég vissi var ég búinn að skrifa seríu eitt
með vinum mínum og hún orðin að
veruleika. Sigurjón féll sem sagt ekki
fyrir þessari blekkingu.“
Teiknimyndapersónan Hulli, og
vinir hans, sló í gegn hjá þjóðinni, og
svartur húmorinn féll í kramið. „Það
var ekki fyrr en fyrsti þátturinn birt-
ist á skjánum að ég sá að þetta virkaði
sem teiknimynd.“
En skildi fólk húmorinn, hvort sem
það horfði á Hulla á Lindargötu eða í
Lindahverfi?
„Já, ég held að Hulli hafi geng-
ið vel í fólk, óháð bakgrunni og bú-
setu. Annars getur maður ekki ann-
að en bara skrifað það sem manni
finnst sjálfum fyndið. Ef maður reyn-
ir að þóknast neytandanum dettur
maður strax niður í meðalmennsku.
Hugleikur Dagsson situr á Kexinu og vinnur í Macbook-tölvunni sinni.
Hann er mjög hipsteralegur, í gallabuxum, svörtum jakka með pönkaramerki í
barminum og vitaskuld svörtu gleraugun á nefinu. Ragnheiður Eiríksdóttir geng-
ur í salinn með sína Macbook-tölvu, og sín svörtu hipsteragleraugu, og spyr hvað
hann sé að bedrífa. „Ég er bara að vinna í dóti fyrir seríu tvö af Hulla sem verður í
sjónvarpinu í september.“
Svartur húmor
Hugleikur segir grín
sitt vera umhugsunar-
lausa kaldhæðni.
Mynd Sigtryggur Ari„Ef Davíð yrði kos-
inn, yrði það eins
og þegar Lannister-ætt-
in tók við járnhásætinu í
Game of Thrones.
„Maður á að gera
grín að öllum“
ragnheiður Eiríksdóttir
ragga@dv.is