Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Page 26
Helgarblað 20.–23. maí 201622 Fólk Viðtal Mekka íssins Erum í miðbæ Hveragerðis Ís í vél, 4 tegundir | Kúluís Pinnaís | Krap | Bragðarefur Ísfrappó | Sælgæti | Franskar Samlokur | Gos | Snakk Bland í poka | Pylsur | Kaffi Opnunartími mán-fim 10 - 21 / fös 10 - 22 lau 12 - 22 og sun 12 - 21 Breiðamörk 10, Hveragerði Hugleikur útskýrir afstöðu sína að- eins betur. „Ef Davíð yrði kosinn yrði það eins og þegar Lannister-ættin tók við járnhásætinu í Game of Thrones. Maður hugsaði bara „ókei, vondi ræð- ur núna“. Það yrði alla vega áhugavert og eitthvað nýtt fyrir grínista. Ólafur er frekar einhver af Baratheon-ætt- inni. Stannis eða Renley eða einhver sem maður gleymir jafn óðum, svona miðjumoðspólitíkus sem maður veit ekki alveg hvað stendur fyrir. Davíð Lannister er svo miklu skýrari. Ef hann verður forseti mun hann gera eitthvað galið og segja eitthvað sturlað opin- berlega. Það eru allar líkur á að hann missi vitið í miðju embætti og því mundi ég ekki endilega vilja missa af. Hann yrði sannkallaður „mad king“.“ Hugleikur segist þó ekki munu kjósa Davíð. „Skemmtilegast væri að fá Andra í embættið. Hann hefur sama krúttfaktor og Daenerys Targaryen. Hann er svo mikið á móti óréttlæti upp að því marki að það verður eiginlega óraunsætt. Hann skrifaði útópíska bók, Draumalandið, og er þess vegna útópisti eins og ég. Sem útópisti ætti ég að kjósa hann. Það er svo mik- il uppgjöf í raunsæi. Ég hef samt eina reglu þegar ég kýs. Að kjósa þann sem ógnar íhaldinu mest og í þessu tilfelli er það Guðni.“ Nú er blaðakonan alveg heilluð af Game of Thrones-líkingum lista- mannsins. Hvar skyldi Guðni eiga heima í þeim heimi? „Er hann ekki bara geldingurinn, þessi sköllótti, Lord Varys, sem veit allt og er búinn að fylgjast með valdinu í langan tíma? Aðilinn á bak við tjöldin sem skilur pólitíkina betur en þeir sem hafa verið í henni með beinum hætti.“ En Elísabet Jökulsdóttir, hvar lendir hún í þessu öllu? „Hún er í besta falli wildlings-stelp- an, Ygritte. Náttúrubarnið sem er alltaf uppi á jökli. Ég fíla hana og mundi vilja sjá hana í baráttunni. Hinar konurnar hef ég ekki kynnt mér.“ Karlar fá hvatningu Hvað er samt málið með þessa kynja- skiptingu í kosningabaráttunni? „Það gæti haft eitthvað að gera með tímana sem við lifum á. Það er fullt af frambærilegum konum sem gætu boðið sig fram, en á sama tíma eru bæði Davíð og Ólafur í baráttunni. Þeir tala um að nú þurfi sterkan leið- toga þessa síðustu og verstu tíma – sem er asnalegt og leiðinlegt orðalag – leiðtogi er svo hræðilegt og ljótt orð. Og síðustu og verstu tímar hafa verið í gangi síðustu 1.000 árin eða svo. Alveg eins og í Game of Thrones, veturinn er alltaf að koma. Þetta er hin fullkomna pólitíska allegoría. Allir í valdastöðu eru að reyna að stjórna öllum hin- um, og reyna að öðlast fylgi með því að minna stöðugt á að veturinn sé að koma. Veturinn er þá efnahagurinn eða múslimar eða hvað sem hægt er að nota til að stjórna litla manninum og ógna – nýta sér fáfræði almenn- ings. Þess vegna held ég að svona karlpungar haldi völdum. Þeir fá miklu meiri hvatningu í samfélaginu heldur en konur. Sama ástæða ligg- ur að baki því að við sjáum ekki fleiri konur í gríni. Þær fá ekki eins mikla hvatningu til að gera grín. Eins og í svo mörgu fá karlar meiri hvatningu til að ota sínum tota og vera öðrum körlum fyrirmyndir.“ Viðmælandi minn er frægur og dáður karlmaður. Hvatti enginn hann til að bjóða sig fram til forseta? „Einu sinni gerði ég grín að þessu í pistli. En maður eins og ég vinnur ekki forsetakosningar. Það hljómar ekki sem skemmtileg vinna að taka í höndina á öðrum þjóðarleiðtogum og eiga endalaus leiðinleg samtöl við diplómata. Það hlýtur að vera versta starf í heimi, en ég tek ofan af fyrir þeim sem nenna því. Annars finnst mér að forseti eigi að vera klappstýra þjóðarinnar, einhver sem allir fíla. Mér fannst leiðinlegt að Linda P. skyldi ekki bjóða sig fram, því hlutfallslega hlýtur flestum að þykja vænt um hana. Allir muna eftir ein- hverju þjóðarstolti þegar hún varð Ungfrú heimur. Það var auðvitað áður en fólk byrjaði að spá í að ráði hversu fáránlegur hlutur fegurðarsamkeppn- ir eru. Í hugum okkar tengist Linda sameiningu og stolti. Ég er alls ekki á því að forseti eigi að vera pólitíkus, og eiginlega finnst mér ekki einu sinni að pólitíkusar eigi að vera stjórnmála- menn. Að vera góður í stjórnmálum þýðir til að mynda að vera góður í að svara ekki spurningum, og í því að segja eitt og meina annað. Það er ekki gott. Við þurfum að fá einhvern í for- setastól sem getur farið til útlanda og tekið í höndina á fólki án þess að líta út eins og hálfviti á sama tíma, og helst þarf viðkomandi að kunna eitthvað smá í ensku.“ Líf einhleypingsins Jæja, Hugleikur, vendum nú okkar kvæði í kross og tölum um eitthvað persónulegra. Ég hef séð þig á Tinder, hvernig gengur þar? „Ég segi nei við næstum allar stelp- ur núna. Líklega vegna þess að ég er miklu minna graður en þegar ég byrj- aði á Tinder fyrir ári síðan. Nú er þetta í besta falli til að stytta mér stundir á klósettinu. Um daginn svaraði ég ekki nógu hratt og einhver stelpa sagði að ég væri ekki góður í Tinder. En væri það eitthvað gott að vera góður í Tind- er? Mér fyndist það bara krípí að vera svoleiðis player. Það er miklu svalara að vera lélegur á Tinder. Ég hef hitt stelpur sem ég sá fyrst á Tinder. Það var samt ekki beinlínis Tinder-deit því ég hitti þær fyrir slysni á djamminu eftir að ég sá þær þar. Þetta er kannski kosturinn við Tinder á Íslandi, þú sérð einhvern á appinu sem þú hittir svo á djamminu. Eiginlega er það mjög praktískt. Ég er á því að fólk eigi ekki að taka Tinder alvarlega, heldur reyna að takast sjálft á við þann ormapytt sem líf einhleypings á Íslandi er, án hjálpartækja.“ Hugleikur er barnlaus og hefur verið einhleypur í eitt og hálft ár. Fram að því segist hann hafa verið rað-kær- asti. „Ég hef átt sjö kærustur, held ég, og núna er ég bara að máta lífið án þess að vera helmingur af kærustu- pari. Mig dreymir ekki sérstaklega um börn, en ef það gerðist væri það frá- bært. Ég er heldur ekki að leita mér að konu, en ef einhver bjánalega frábær kona dettur í fangið á mér væri það líka frábært eða hugsanlega hræðilegt. Líklega hræðilegt.“ En frægðin, er hún ekki frábær fyr- ir kvenhylli? „Ég kann ekki að reyna við, svo mín aðferð er að standa úti í horni og vera frægur. Best finnst mér þegar konur taka fyrsta skrefið. Oftast er ég reynd- ar alveg grunlaus og ef ég er ekki viss geri ég frekar ráð fyrir því að það sé ekki verið að reyna við mig. Ég kann að meta skýr skilaboð.“ Þarna erum við Hugleikur held- ur betur sammála. Ég ákveð að spyrja hann hvaða þrjú atriði honum þyki mikilvægust í fari væntanlegrar kær- ustu. Hann byrjar á að horfa upp í loft, strjúka hökuna og hugsa sig um. Svo segir hann „sko, hún á ekki ...“ hin frakka blaðakona grípur fram í og bið- ur hann í staðinn um að telja upp það sem hún á að vera. Alheimurinn skil- ur nefnilega ekki neikvæðar staðhæf- ingar. „Já, þú meinar það. Í fyrsta lagi verður hún að hafa sjálfstæðan vilja. Ekki reyna að þóknast mér. Einu sinni bauð ég stelpu að koma með mér á Star Wars-frumsýningu. Eftir langa Facebook-þögn svaraði hún og sagð- ist ekki þola Star Wars. Það fannst mér mjög kynþokkafullt. Ekki að hún væri antí-nörd, heldur að hún reyndi ekki að þykjast til að þóknast mér. Það er kúl. Í öðru lagi þarf mér að finnast hún aðlaðandi, en það getur verið hvað sem er sem gerir fólk aðlaðandi. Í þriðja lagi þarf hún að vera fyndin eða skemmtileg. Það skemmtilegasta sem maður gerir er að hlæja. Það er betra en kynlíf. Þetta líkamlega grunnvið- bragð er algjör galdur. Ef maður getur hlegið með manneskju, er það í raun atriði númer eitt. Einhvern tíma var ég spurður hvað ég vildi í konu og sagði að hún ætti að vera sæt og skemmti- leg. „Bíddu, af hverju ekki gáfuð?“ var þá spurt á móti. En það er það sama, að vera skemmtileg og gáfuð. Í minni bók fer alls ekki saman að vera leiðin- legur og gáfaður. Það er bara ekki hægt.“ Höfnunin nauðsynleg Hugleikur segist taka að sér of mörg verkefni og fara of sjaldan í frí. Hann tekur sér frí á 4–5 ára fresti og langar að bæta úr því. „Margir eru betri en ég í að skipu- leggja lífið, eins og maður þarf að gera til að komast í sumarfrí. Ég er nýbúinn að ráða mér aðstoðarkonu sem er um- boðskonan mín og sér um bókanir og annað slíkt. Hún er búin að auðvelda líf mitt um allavega 38 prósent. Ég er um þessar mundir talsvert í veislum og á árshátíðum með uppistand, svo er ég með grínsýninguna Icetralia á Rósenberg næstu fimmtudaga ásamt ástralska grínistan- um Jonathan Duffy, og mánaðarlega á Húrra. Ég reyni líka að mæta á opnu uppistandskvöldin á Gauknum til að æfa mig. Það er nefnilega ekki hægt að æfa uppistand heima hjá sér, eina leiðin er að prófa sig áfram fyrir fram- an áhorfendur. Sjálft uppistandið er æfingin, því brandarar þurfa að virka fyrir framan hóp af fólki. Húmor er þannig að sam- hengið stjórnar öllu um árangurinn. Málið er ekki hvað þú segir, heldur hvernig, hvenær, við hvern og í hvaða samhengi. Þarna liggur líka skýringin á því að sumir mega segja ákveðna hluti en aðrir ekki. Það sem er sjúklega fyndið hjá einum getur hljómað mjög asnalega hjá öðrum. Ég hef líka séð grínista sem mér finnast ekki fyndnir, en þeir ná salnum og það er það sem gildir. Svo þýðir ekki að kenna salnum um ef illa gengur – ábyrgðin er alltaf þín.“ Hugleikur segist hafa bombað rúmlega tvisvar á ævinni. Að bomba er það kallað þegar uppistand mis- heppnast algjörlega. „Versta skiptið var í Grundarfirði. Ég var þar að kynna hljómsveitir og ákvað að taka smá uppistand. Það var skelfilegt. Meðalaldurinn var hærri en ég er vanur, fólk nennti ekki að hlusta og það var mikið af Pólverjum á staðnum sem skildu lítið. En það er nauðsynlegt að upplifa þetta. Að fara upp á svið og reyna að vera fyndinn er eitt það mest ógnvekjandi sem mað- ur getur gert, en það er nauðsynlegt að upplifa höfnunina til að hætta að hræðast hana. Það er hægt að halda áfram og standa sig betur næst.“ n „Að nota útlendingahatur til að öðlast styrk er afskap- lega lúalegt. „Ég er á því að fólk eigi ekki að taka Tinder alvarlega, heldur reyna að takast sjálft á við þann ormapytt sem líf einhleypings á Íslandi er, án hjálpartækja. Hann er á Tinder ... ... en finnst ekki töff að vera góður í Tinder. Mynd SigTryggur Ari Trump og Framsókn liggja vel við höggi Í pólitísku gríni skýtur Hugleikur í allar áttir. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.