Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Síða 30
Helgarblað 20.–23. maí 201626 Menning
Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - ha@hannyrdabudin.is
Póst-sendum um allt land
Allt til hanny
rða160 garnt
egundir
Fágaðri útgáFa
aF ÖlstoFugæja
Bryan Ferry heillar í Hörpu
s
tundum finnst manni
sem Bryan Ferry standi í
námunda við þá stóru. En
staðreyndin er sú að hann
er heldur seinheppinn. Með
hljómsveitinni Roxy Music var hann
einn af frumkvöðlum glamrokksins,
en David Bowie tók fljótlega fram úr
og varð framsæknasta rokkstjarna
áttunda áratugarins og stærri popp-
stjarna á þeim níunda líka.
Bowie hafði auk þess af honum
fyrirsætuna Amanda Lear, sem birt-
ist með svartan jagúar framan á For
Your Pleasure-plötunni, og á end-
anum samstarfsmanninn Brian
Eno líka. Meðspilarinn Eno samdi
Windows-stefið og framleiddi U2,
á meðan Mick Jagger stakk af með
annarri kærustu Ferrys, Jerry Hall.
Loks gerði Bryan Ferry á hátindi fer-
ilsins þau skelfilegu mistök að láta
taka mynd af sér í suður-amerískum
kúrekabúningi. „How Gauche Can a
Gaucho Get?“ skrifaði tónlistarblaðið
NME og næstu fimm árin eða svo tók
enginn hann alvarlega í Bretlandi.
Ferry tókst þó einu sinni að ná
í fyrsta sætið í heimalandinu, en
það var eina smáskífulagið sem
hann samdi ekki. Það var útgáfa af
Lennon-laginu „Jealous Guy“ sem
rauk upp vinsældalistana á sam-
úðaratkvæðum rétt rúmum mánuði
eftir að Lennon var skotinn. Það lag
fékk að sjálfsögðu að óma í Hörpu
á mánudagskvöld, eins og öll kvöld
þegar Ferry á í hlut.
Þræll ástarinnar
Tónleikarnir hófust á titillagi nýju
plötunnar „Avonmore“ en fóru fyrst
almennilega af stað með tvennunni
„Slave to Love“ og „Don‘t Stop the
Dance“. Hér er strax splæst í vinsæl-
ustu lögin, en dampi er haldið með
hinu ágæta en illa titlaða „Oh Yeah“.
Þetta er Ferry eins og við þekkjum
hann, sem segir konunni að betra sé
að sitja áfram í bílnum eða fara í bíó,
þræll ástarinnar sem bíður hennar á
venjulega staðnum, talsvert fágaðri
útgáfa af Ölstofugæja.
Svo kemur lag af plötunni
Dylanesque, þó ekki sé ljóst að
Bryan Ferry að syngja Bob Dylan sé
endilega það sem heimurinn þarfn-
ast. Óli Palli spurði hann um daginn
hvort hann hefði hitt Dylan, Ferry
sagði nei, en hefði þó séð hann á
tónleikum. Kannski eins gott að
hann hafi aldrei kynnt Dylan fyrir
kærustunni.
Flestir Ferry-tónleikar eru öðr-
um líkir. Hann segir ekki mikið við
áhorfendur en gott ef hann er ekki
frekar kynþokkafullur á gömlu spóa-
leggjunum, ekki síst þegar hann situr
við hljómborðið. Í þetta sinn fá bak-
raddasöngvararnir ekki að skyggja
á hann, ólíkt því sem gerðist þegar
McDonalds-systurnar voru með í
för og þessir virðast einmitt ráðn-
ir til að gera það ekki. Þó yfirgefur
hann sviðið um stund á meðan hinn
þokkafulli saxófónleikari Jorja Chal-
mers tekur yfir í löngum instrúm-
ental kafla.
Refaveiðimaður í bobba
Þegar Ferry snýr svo aftur raðar hann
út slögurunum og salurinn er á fót-
um þar eftir, en íslenskir áhorfend-
ur hafa verið upp á sitt besta síðan
þeir uxu upp úr sveitaballsstemn-
ingunni. Sérstaklega eftirminnilegt
er lagið „If There Is Something“, sem
sjálfur Bowie flutti á einni af sínum
síðri plötum.
Breska popppressan hefur sér-
staklega gaman af að níða Ferry,
verkamannasoninn sem þykist
vera yfirstéttarmaður, og ekki skán-
aði það þegar sonur hans var hand-
tekinn fyrir að mótmæla til stuðn-
ings refaveiðimönnum. En það
er óþarft að gera grín, kvöldstund
með Bryan Ferry er tíma vel var-
ið og ég játa að ég fékk gæsahúð
minnst einu sinni. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Tónlist
Bryan Ferry
Tónleikar í Eldborg 16. maí 2016 Kynþokkafullur
á spóaleggjum
Bryan Ferry lék á
als oddi á tónleikum
í Hörpu á mánu-
dagskvöld.
„stundum finnst
manni sem Bryan
Ferry standi í námunda
við þá stóru. En stað-
reyndin er sú að hann er
heldur seinheppinn.
tinna vann í Cannes
Netverjar völdu bestu stuttmyndahugmyndina
K
vikmyndagerðarkonan og
leikkonan Tinna Hrafnsdótt-
ir sigraði pitch-keppni Shorts
TV í Cannes á fimmtudag með
stuttmynd sína, Katharsis. Í keppn-
inni geta aðstandendur stuttmynda
lagt fram hugmyndir sínar og svo kýs
almenningur um bestu hugmyndina
á netinu. Verðlaunaféð er fimm þús-
und evrur eða tæpar 700 þúsund
krónur.
Katharsis fjallar um smábæjar-
prestinn Guðmundu, sem hefur allt
frá því að hún dansaði vangadans
á unglingsaldri við pilt í sókninni,
elskað hann í laumi. Hún óttast þó
að gera eitthvað í málinu, þar til hún
rekst loks á hann á karókí-bar og
dansar við sama lagið.
Eins og kvikmyndavefurinn
Klapptre.is greinir frá hefur hátíð-
in verið haldin þrisvar og í öll þrjú
skiptin hafa íslenskar konur hlotið
verðlaunin. Árið 2014 var það Eva
Sigurðardóttir og 2015 var það Anna
Sæunn Ólafsdóttir. n kristjan@dv.is
Fær 5.000 evrur
Tinna Hrafnsdóttir
fagnar sigrinum í
Cannes á fimmtudag.
Metsölulisti
Eymundsson
11.–18. maí 2016
Allar bækur
1 KakkalakkarnirJo Nesbø
2 Dalalíf IGuðrún Árnadóttir frá
Lundi
3 Þjóðaplágan Íslam Hege Storhaug
4 Hugrekki saga af kvíða Hildur Eir
Bolladóttir
5 Dalalíf IIGuðrún Árnadóttir frá
Lundi
6 Iceland In a BagÝmsir höfundar
7 30 Uppgötvanir sem breyttu sögunni
Kolbeinn Óttarsson Proppé
8 Gæfuspor - Gildin í lífinu Gunnar Hersveinn
9 VélmennaárásinÆvar Þór Benediktsson
10 Skúli skelfir og bölv-un mannætunnar
Francesca Simon
Jo Nesbø