Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.05.2016, Qupperneq 40
Helgarblað 20.–23. maí 2016 39. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 684 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ætlar hann að sópa Degi burt? G uðmundur Ólafsson, Lobbi, á 40 ára edrúafmæli í dag, föstudaginn 20. maí. Hann fór í fyrstu meðferðina sem boðið var upp á hérlendis eftir svokölluðu Minnesota-módeli. „Reyndar var þessi tiltekna aðferð fundin upp í Rússlandi. Þeir áttu svo mikið af fyllerísbílstjórum og sendu þá á námskeið til að læra um alkóhólismann og drykkjuna,“ segir Lobbi í samtali við DV. „Það sýndi sig að þetta virkaði. Meðferðin var svo þróuð á Hazelden í Minnesota, og þangað komu Betty Ford og alls konar annað fínt fólk.“ Ekki orðið misdægurt Hazelden-stofnunin, sem í dag heit- ir Hazelden-Betty Ford stofnunin, var sett á laggirnar árið 1949, en fram að þeim tíma voru úrræði fyrir alkó- hólista í Bandaríkjunum léleg og fá. Þarna var í fyrsta sinn komin með- ferðarstofnun, sérsniðin fyrir alkó- hólista, þar sem mannleg reisn var höfð í hávegum. Fram að því höfðu margir sem þjáðust af sjúkdómnum lent í fangelsum, heimilisleysi eða inni á lokuðum geðdeildum. Á Íslandi var Minnesota-módelið tekið í notkun á Vífilsstöðum. Þang- að fór Lobbi, frelsaðist frá drykkju og hefur að sögn ekki orðið misdægurt síðan. Lobbi getur ekki sagt að hann hafi langað í sopa þessa fjóra áratugi síð- an hann sagði endanlega bless við Bakkus. „Ég hitti vini reglulega og við ræðum þessi mál. Þannig fær maður spegilmynd af sjálfum sér og nær að ráða við andann. Þetta snýst nefni- lega um að hafa yfirhöndina and- lega. n ragga@dv.is Lobbi fagnar áratuga edrúmennsku Hagfræðinginn hefur ekki langað í sopa í fjörutíu ár og ekki orðið misdægurt Uppfinningahorn Bylgju n Grínistinn og uppistandarinn Bylgja Babýlons er komin með nýja þætti á Youtube. Aðdáendur Bylgju hafa beðið milli vonar og ótta síðan hún og Anna Hafþórsdóttir hættu gerð þáttanna Tinna og Tóta, þar sem þær léku ljósabrúnar lífsstílsgyðjur og gáfu áhorfendum góð ráð. Nýi þátturinn hennar Bylgju heitir Uppfinningahornið, en í fyrsta þættinum kynnir hún byltingarkennda pökkun á mjólk. Þeir sem vilja fylgjast með Bylgju Babýlons ættu að láta sér líka við samnefnda síðu á Facebook. Gísli gramur n Sjónvarpsstjarnan Gísli Mart- einn Baldursson sendi sínum gömlu kollegum hjá Reykja- víkurborg tóninn á Twitter á fimmtudag. Gísla var réttilega gramt í geði yfir ástandi gang- stétta í borginni, sem enn eru víða ósópaðar og þaktar sandi eftir veturinn. „Eruð þið alveg hætt að sópa gangstéttir? Það er ansi langt síðan snjóa leysti og gangstéttir enn ósópaðar,“ skrif- ar Gísli og merkir Reykjavíkurborg í færslunni til að tryggja að skilaboð- in komist til skila. Upp með sópinn, Dagur! Listagyðjan talar n Tónlistarkonan Þórunn Ant- onía vill útdeila listamannalaun- um til fleiri en nú er gert. Þessu greindi hún frá í langri Facebook- færslu á fimmtudag. Ástæðan er sú að Þórunni, sem kallar sig listagyðjuna í færslunni, finnst að fleiri eigi að geta einbeitt sér að því sem þeir séu „bestir í, í stað þess að eyða tíman- um í ástríðulausa peningasöfnun einhversstaðar annarsstað- ar“. Lobbi er kátur Enda á hann stórafmæli í edrúmennsku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.