Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 2
Helgarblað 1.–4. júlí 20162 Fréttir
Kökulist | Firði Hafnarfirði og Valgeirsbakarí | Hólagötu 17 í Reykjanesbæ
Súrdeigsbrauðin
okkar eru alvöru
u Heilkorna
u 100% spelt
u Sykurlaus
u Gerlaus
u Olíulaus
„Hætta á veikindum þegar
þjóðir heims koma saman“
n Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir fimm vikur n Öryggi íslensku keppendanna tryggt
Ó
lympíuleikarnir í Brasilíu
hefjast í byrjun ágúst og eru
íþróttamenn okkar önnum
kafnir við undirbúning. Þetta
er í fyrsta sinn sem Brasilía
heldur leikana en leikarnir hafa jafn-
framt aldrei áður verið haldnir í Suð-
ur-Ameríku. Mótshaldarar hafa stað-
ið frammi fyrir ýmsum vandamálum
í undirbúningi fyrir leikana. Fram-
kvæmdir gengu hægt framan af en
hafa tekið kipp eftir því sem nær hef-
ur dregið. Enn er þó tvísýnt hvort
sum mannvirki verði tilbúin þegar
leikarnir verða settir. Þá urðu skipu-
leggjendur fyrir miklu áfalli þegar
svokölluð Zika-veira skaut upp koll-
inum. Margir íþróttamenn víða um
heim hafa komið fram og sagst vera
hræddir við að ferðast til Brasilíu
vegna þessa og skyldi engan undra.
Einhverjir hafa gengið alla leið og
afsala sér þátttökuréttinum vegna
veirunnar. Hik hefur líka komið á
ferðamenn, sem ætla á leikana, en
ljóst er að allir verða að fara að öllu
með gát.
Frægir íþróttamenn hætta við
Bandaríski kylfingurinn Jason Day
dró þátttöku sína á leikunum í Ríó
til baka á dögunum. Þegar hann til-
kynnti ákvörðun sína sagði hann
að vildi ekki tefla í neina tvísýnu.
Ástæðan væri Zika-veiran og hann
setti eiginkona sína og fjölskyldu í al-
gjöran forgang. Aðrir þekktir íþrótta-
menn sem hætt hafa við þátttöku eru
Tejay van Garderen, hjólreiðamaður
frá Bandaríkjunum, og hinn heims-
þekkti kylfingur Rory McIlroy.
Á dögunum var greint frá því að
jamaíski Ólympíuverðlaunahafinn
Kemar Bailey-Cole hefði greinst með
Zika-veiruna en hann gerir sér vonir
um að vera einn af fulltrúum þjóðar
sinnar í Ríó. Spretthlauparinn hafði
fundið fyrir verkjum í vöðvum og lið-
um en skellti skuldinni á stífar æf-
ingar fyrir leikanna. Bailey-Cole leit-
aði sér læknishjálpar þegar kærasta
hans fann hnúð á hálsi hans og þá
kom sannleikurinn í ljós. Aðspurður
sagðist hann enn gera sér vonir um
sæti á leikunum.
Ráðþrota vísindamenn
Vísindamenn standa ráðþrota gagn-
vart veirunni þrátt fyrir þrotlausa
vinnu dag og nótt en tengsl Zika-
veirunnar og höfuðsmæðarheil-
kennis, alvarlegs fæðingargalla hjá
nýburum, er vísindaheiminum hul-
in ráðgáta. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin hefur sterkan grun um
að veiran sé orsökin þess að í fyrra
fæddust yfir 4.000 börn með heil-
kennið í Brasilíu en 147 árið 2014. Nú
þegar hafa sjö íslenskir íþróttamenn
áunnið sér keppnisrétt á leikunum
og fleiri gætu bæst í hópinn á næst-
unni. Íslensku keppendurnir eru
Hrafnhildur Lúthersdóttir sundkona,
Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona,
Anton Sveinn McKee sundmaður,
Þormóður Jónsson júdómaður, Irina
Sazanova fimleikakona og frjáls-
íþróttakonurnar Ásdís Hjálmsdóttir
og Aníta Hinriksdóttir. DV ræddi við
tvo Ólympíufara sem virtust ekki
hafa miklar áhyggjur af stöðu mála.
„Satt best að segja hef ég ekki
áhyggjur“
„Það fylgir því alltaf áhætta að ferðast
til fjarlægra heimsálfa eins og Suður-
Asíu og Afríku og þá verður maður
bara að taka því. Satt best að segja
hefði ég ekki áhyggjur af þessu fyrr
en búið væri að bíta mig. Mér finnst
skipta máli að aðalflugutíminn er
ekki á þeim tíma sem leikarnir fara
fram. Mér fyndist horfa öðru vísi við
ef leikarnir færu fram um hásumar.
Það er margt annað sem hægt er
að hafa áhyggjur af. Ég er spenntur
og hlakka mikið til leikanna,“ sagði
Þormóður Jónsson júdómaður sem
er að fara á sína þriðju Ólympíuleika.
Hann hefur að undanförnu dvalið í
München í Þýskalandi við undirbún-
ing fyrir Ólympíuleikana og heldur
um helgina til Barcelona þar sem
hann verður við æfingar í vikutíma.
Ætlar að setja moskítónet yfir
rúmið sitt
„Maður þekkir þetta ekki nægilega
vel. Ég er búin að tala við lækna hér
ytra og eins foreldra mína sem eru
úr læknageiranum. Mér er sagt að
það sé gott að úða á sig moskító-
vörn og eftir þeim ráðleggingum ætla
ég að fara. Eins er ég búin að kaupa
moskítónet sem ég ætla að setja yfir
rúmið mitt. Okkur hefur líka verið
bent á að klæðast síðermabolum
og enn fremur er líka gott að sund-
keppnin fer fram innandyra. Íþrótta-
fólk er almennt meðvitað um að
fara öllu með gát,“ sagði Hrafnhildur
Lúthersdóttir sundkona í samtali við
DV en hún dvelur nú í Flórída við æf-
ingar fyrir leikana.
Fullviss um að öryggi íslenskra
keppenda sé tryggt
„Það er allt á áætlun varðandi undir-
búning. Ekki er endanlega ljóst
hversu margir keppendur fara frá Ís-
landi því frestur til að ná lágmörkum
rennur út 11. júlí og síðan höfum við
um viku til að ganga frá allri pappírs-
vinnu. Endanlegur hópur ætti því að
liggja fyrir um miðjan júlímánuð,“
segir Andri Stefánsson, sviðsstjóri
Afreks- og Ólympíusviðs ÍSÍ og aðal-
fararstjóri til Ríó. „Það er hins vegar
ljóst að hópurinn sem tekur þátt frá
Íslandi er minni en oft áður og mun-
ar þá miklu um handboltalands-
liðið sem vann sér ekki þátttökurétt.
Að auki eru lágmörkin inn á leikana
orðin stífari en oft áður og það hefur
sitt að segja,“ segir Andri.
Að hans sögn hefur lengi legið
fyrir að undirbúningur leikanna
stæði tæpt hjá Brasilíumönnum en
hann er þess fullviss að öryggi ís-
lensku keppendanna sé tryggt og
þeir verði ekki fyrir óþægindum
vegna vanefnda Brasilíumanna
varðandi samgöngur og mannvirki.
„Þau mannvirki sem hýsa þær íþrótt-
ir sem Íslendingar taka þátt í eru
til reiðu. Eins og endranær verður
allt gert til þess að íþróttamennirn-
ir finni ekki fyrir töfum eða vanda-
málum. Varðandi hættuna af Zika-
veirunni þá fylgjum við tilmælum
Alþjóða ólympíunefndarinnar og
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar sem eru í raun á þá leið að ekki
þurfi að bregðast öðruvísi við en fyrir
aðra leika. Það er alltaf hætta á veik-
indum þegar fólk frá öllum þjóðum
heims kemur saman. Ólympíuþorp-
ið þar sem íslenski hópurinn mun
dvelja er hins vegar mjög öruggt og
afmarkað svæði og þar verður afar
fært heilbrigðisstarfsfólk staðsett,“
segir Andri. n
Hvað er Zika-veiran?
Hvað er vitað um Zika-veiruna? Hvernig
hagar veiran sér og hver eru helstu
einkenni sýkingar? Hægt er að fræðast
aðeins um veiruna á vefsíðunni hvatinn.
is. Þar segir að Zika-veiran hafi fyrst komið
fram á sjónarsviðið árið 1947 þegar hún
var greind í Zika-frumskóginum í Úganda.
Síðan þá hefur veiran valdið litlum
faröldrum í Afríku, og Asíu og má þar helst
nefna faraldur á eyjunni Yap í Míkrónesíu
árið 2007, þar sem 75% íbúa eyjunnar
sýktust, og faraldur á Páskaeyju sem stóð
frá mars til júní árið 2014.
Það var síðan í maí 2015 sem yfirvöld í Brasilíu staðfestu að tilfelli af Zika-sýkingu hefði
verið greint í landinu. Síðan þá hefur veiran haldið áfram að breiðast út og finnst nú í 24
löndum í Ameríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin uppfærir vikulega lista yfir lönd þar sem
veiran hefur greinst og má nálgast hann hvatinn.is.
Zika-veiran berst með moskítóflugum af tegundinni Aedes aegypti og smitast á milli
manna þegar flugurnar sjúga blóð. Helstu einkenni sýkingarinnar eru hiti, útbrot,
tárubólga og vöðvaverkir. Einkenni koma yfirleitt fram 2–7 dögum eftir bit og standa
yfir í 2–7 daga. Aðeins um einn af hverjum fjórum sem smitast af veirunni sýnir einkenni
en sérfræðingar hafa áhyggjur af hugsanlegum tengslum á milli veirunnar og fæðinga
barna með dverghöfuð. Ekkert hefur verið staðfest í þeim efnum.
Ekkert bóluefni er til gegn veirunni og meðferð felst aðallega í hvíld og verkjastillingu.
Ekki er vitað til þess að veiran hafi dregið smitaða til dauða nema í einstaka tilfellum þar
sem sjúklingur þjáðist af undirliggjandi sjúkdómi.
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mælir að svo stöddu ekki gegn því að ferðast sé til
þeirra svæða þar sem Zika-veiran hefur greinst en mælt er með því að ferðamenn verji
sig gegn moskítóbiti.
Ríó de Janeiró
Ólympíuleikarnir hefjast
eftir um fimm vikur og útlit
er fyrir að mörg mannvirki
verði ekki tilbúin í tæka tíð
fyrir leikana. Þá hefur Zika-
veiran gert að verkum að
frægir íþróttamenn hafa
ákveðið að hunsa leikana.
Hrafnhildur Lúthersdóttir Mun sofa
undir moskítótjaldi í Ríó.
Þormóður Jónsson Júdókappinn hefur
ekki miklar áhyggjur af Zika-veirunni.
Jón Kristján Sigurðsson
jonk@dv.is