Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 10
Helgarblað 1.–4. júlí 201610 Fréttir Erlent S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Opnunartími Mán - fim 9:00 -18:00 Föstudaga 9:00 - 17:00 Laugardaga 10:00 -14:00 Sími: 557 6677 Netfang: shelgason@shelgason.is www.shelgason.is Leiðin úr Evrópu Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið - Hvað gerist næst? F yrir rúmlega viku kusu Bretar í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga úr Evrópusambandinu. Aldrei áður hefur ríki sagt sig úr sambandinu (nema þegar nýlendur hafa sagt sig úr ríkjasam- bandi við herraþjóð í ESB) og því óljóst nákvæmlega hver atburða- rásin verður á næstunni. DV skoðaði hvað mun gerast á næstu árum. n Skotar kjósa um sjálfstæði (aftur) Skotar kusu um aðskilnað úr ríkjasambandi Stóra-Bretlands árið 2014 og sigruðu sambandssinnar með litlum meirihluta. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur sagt mjög líklegt að kosið verði aftur um sjálfstæði Skotlands – enda hafi aðstæður breyst í grundvallaratriðum. Samkvæmt könnunum eru mun fleiri Skotar á sjálfstæðisbuxunum eftir BREXIT, en um tveir þriðju Skota vildu vera áfram í ESB. Sturgeon hefur sagt að nauðsynlegt sé að atkvæðagreiðsla fari fram áður en Bretar gangi opinberlega úr sambandinu. Það er ekki ólíklegt að Norður-Írland fari sömu leið, enda var þar einnig meiri stuðn- ingur við áframhaldandi veru í ESB. Því er mögulegt að árið 2020 standi England eitt eftir í „Sameinaða“ konungsveldinu. Nýr forsætisráð- herra tekur við Kosninganiðurstaðan var álitin mikill ósigur fyrir forsætis- ráðherrann og formann íhaldsflokksins David Cameron sem kallaði til atkvæðagreiðslunnar og barðist fyrir því Bretar kysu að vera áfram í sambandinu. Eftir að úrslitin voru ljós tilkynnti Cameron að hann myndi segja af sér sem formaður Íhaldsflokksins – af orðum hans má skilja að það væri í raun pólitískur ómöguleiki að hann færi fyrir samn- ingaviðræðum sem hann væri andsnúinn. Nýr oddviti verður kjörinn fyrir landsfund flokksins í byrjun október og mun hann setjast í forsætisráðherrastólinn. Þegar hafa fimm tilkynnt um framboð, en Boris Johnson er ekki á meðal þeirra. Ákvörðun hans kom á óvart, enda var hann einna mest áberandi í tengslum við atkvæðagreiðsluna. Innanríkis- ráðherrann Theresa May er nú talin líklegasti kandídatinn. Bretar kjósa að yfirgefa ESB. Nýr forsætisráð- herra tekur við. Bretar láta opinberlega vita að þeir vilji virkja 50. grein Lissabon-sátt- málans, grunnlöggjafar Evrópusam- bandsins. Hin 27 löndin hittast og ræða útgöngu Bretlands. Tveggja ára samningaferli um útgöngu hefst milli Bret- lands og ESB. A. Uppkast að útgöngusamningi er lagður fyrir Evrópuráðið. Samningurinn þarf samþykki að minnsta kosti 20 sambands- þjóða með yfir 65 prósent. Evrópuþingið þarf að samþykkja samninginn. Breska þingið þarf að fella úr gildi lög um Evrópskt samfélag frá 1972. Bretland gengur úr ESB. Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is B. Ef enginn samningur næst að tveimur árum liðn- um hættir grunn- löggjöf Evrópu einfaldlega að ná yfir Bretland, nema öll 27 sambands- löndin samþykki að framlengja viðræðurnar. 4. 2.1. 3. 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.