Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 12
Helgarblað 1.–4. júlí 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 12 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Ég ætla að vera á áhorfendapöll- unum með stuðningsmönnunum Hann er vonlaus í að elda mat Kannski maður fari að henda í eina kæru eða svo Guðni Th. hefur takmarkaðan áhuga á að sötra kampavín í fyrirmannastúku á EM. – CNN Eliza Reid ljóstrar upp um verkaskiptingu á heimilinu. – DV Sigríður Rut Júlíusdóttir er ósátt við skopteikningar Morgunblaðsins. – Eyjan Bíta ekki í höndina sem fæðir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnað­ arráðherra skrifaði grein í Frétta­ blaðið í vikunni þar sem hún lét að því liggja að hún og ráðuneyti hennar hefðu unnið þrekvirki í uppbyggingu ferðaþjónustu sem skilaði ríkinu gríðarlegum tekj­ um. Þetta viðhorf ráðherrans er á skjön við viðhorf nær allra þeirra sem að málaflokknum koma. Ekki bara er ítrekað kvartað yfir slæmum aðbúnaði ferðamanna víðs vegar í kringum landið, held­ ur hefur bókstaflega ekkert geng­ ið að nýta þann tekjustofn sem erlendir ferðamenn eru. Ljóst er að mikilla úrbóta er þörf í þess­ um málum meðan lítið sem ekkert gerist. Óþol er áberandi vegna þessa og ráðherrann sætir æ meiri gagnrýni og sumir telja að hann sé búinn að mála sig út í horn með aðgerðarleysi sínu. Ráðherrann ætti hins vegar að eiga bandamenn í röðum æðstu forkólfa ferðaþjónustunnar sem eru áberandi á lista Ríkisskatt­ stjóra yfir skattakónga. Þeir græða á óbreyttu ástandi og varla fara þeir að bíta í höndina sem fæðir þá. Þ að var beinlínis átakanlegt að horfa á myndband sem sýndi lögreglumenn draga tvo hælis­ leitendur út úr Laugarneskirkju en þar höfðu prestar veitt þeim skjól. Þarna reyndi á kirkjugrið sem dugðu ekki og sennilega ekki við því að búast. Mörgum er brugðið við þenn­ an atburð, aðfarir lögreglumanna sýndust harkalegar og einn þeirra sló til manns sem þar var staddur og virt­ ist ekki hafa gert neitt af sér. Varla var sérstök nauðsyn á því. Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju, og Toshiki Toma, prestur innflytjenda, stóðu fyrir því að kirkjan skaut skjóls­ húsi yfir þessa tvo hælisleitendur. Þetta gerðu þau í von um að fornar venjur um kirkjugrið gætu fengið stjórnvöld til að taka ábyrga og efnis­ lega afstöðu til mála einstakra hæl­ isleitenda. Það er ljóst að ekki líkaði öllum vel að prestar skyldu ganga fram fyrir skjöldu í að veita hælisleitendum skjól. Einhverjir hafa jafnvel hug á því að segja sig úr Þjóðkirkjunni vegna þessa. Hvað voru prestarnir að gera? Jú, þeir störfuðu þarna í nafni ná­ ungakærleiks, sem kirkjunnar þjón­ ar mættu reyndar vera ögn duglegri við að sýna í verki á erfiðum stundum eins og þessum. Það er fjarska auðvelt að elska náungann eins og sjálfan sig á rólegu tímunum en þegar náunginn þarfnast hjálpar á erfiðum tímum þá getur kostað átak að stíga fram og rétta fram hjálparhönd, sérstaklega ef menn eiga á hættu að kalla yfir sig reiði annarra með því. Það má vissulega deila um það hvort nýta eigi kirkjur sem griðastaði en það er ljóst að prestarnir tveir hafa vakið mikla athygli á því hversu kald­ ranalega meðferð hælisleitendur fá of oft hér á landi. Við sem þjóð erum ekki að standa okkur vel í málefnum hælisleitenda, það er eins og við vilj­ um helst sem minnst af þeim vita. Við notum Dyflinnarreglugerðina eins og vottorð fyrir því að þurfa ekki að aðhaf­ ast. Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðar­ dóttir, hefur hvatt til endurskoðun­ ar á Dyflinnarreglugerðinni en ekkert bendir sérstaklega til að svo verði gert. Ef halda á í þessa reglugerð þá er ósk­ andi að hún verði túlkuð á rýmri og mannúðlegri hátt en gert hefur verið. Í löndum í kringum okkur er útlendingaandúð tekin að vaxa og dafna. Víða í lýðræðisríkjum sækjast öfgafullir stjórnmálamenn eftir að verða þjóðarleiðtogar og safna fylgi þeirra sem trúa svo innilega á skipt­ inguna „við“ og „hinir“. Flóttamenn eru ekki óvinir okkar og ekki hættulegar manneskjur. Ef við getum ekki sýnt fólki í neyð náunga­ kærleik þá er ekki mikið í okkur varið sem manneskjur. n Prestar í nafni kærleikans Borgartún 23, Reykjavík / Sími: 561 1300 / Opið: mán. - fös. 10-18, lau. 11-18 & sun. 12-16 Þú getur líka pantað á netinu www.reykjavikurblom.is Blóm og gjafavara við öll tækifæri Góð og persónuleg þjónusta Skírn - Fermingar - Brúðkaup - Samúð - Útfarir M y n d S iG TR y G G u R A R i Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það er ljóst að prestarnir tveir hafa vakið mikla athygli á því hversu kaldranalega meðferð hælisleitendur fá of oft hér á landi. Myndin Skúradembur Myndarlegar skúradembur hafa verið tíðar á suðvesturhorninu og reyndar blautt víða um land. Ekki er víst að stytti upp fyrr en eftir helgina. Nýliðinn júnímánuður hefur engu að síður verið yfir meðallagi hlýr. Mynd SiGTRyGGuR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.