Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 1.–4. júlí 20166 Fréttir
Í
sland hefur verið í fréttunum og á
samfélagsmiðlum um allan heim
vegna frábærrar frammistöðu
íslenska karlalandsliðsins í fót-
bolta. Eitthvað er þó um að fregn-
irnar séu byggðar á misskilningi og
virðist sem svo að erfiðlega gangi að
vinda ofan af slíkum misskilningi.
Til að mynda virðist sem ein-
hverjum nettröllum hafi tekist að
gabba hóp manna af erlendum
uppruna og sannfært þá um að þeir
sem kvænist íslenskum konum fái
á bilinu 500–5.000 dollara mánað-
arlega frá íslenskum stjórnvöldum.
Flökkusagan segir að það sé vegna
mannfæðar, of margar konur séu á
Íslandi en of fáir karlmenn.
Rignir inn skilaboðum
Samkvæmt auglýsingunum, sem
eru auðvitað tilhæfulausar, eru ís-
lensk stjórnvöld að reyna að fjölga
karlmönnum og auka fjölbreytni
hér á landi. Fyrir vikið hefur vina-
beiðnum og skilaboðum rignt inn
til íslenskra kvenna á samfélags-
miðlum. Bæði virðist vera um að
ræða „bot“ vinabeiðnir, það eru
gervimenn sem senda vinabeiðn-
ir í miklum mæli áfram af einhverj-
um ástæðum, en einnig raunveru-
legir einstaklingar sem vilja komast
í kynni við íslenskar konur.
Auglýsingarnar, sem má sjá hér
til hliðar, virðast hafa náð talsverðri
útbreiðslu ef marka má fjölda vina-
beiðna. Svo virðist sem leitað sé
að eftirnafninu „dóttir“ til þess að
senda beiðnirnar.
Sumar konur segjast hafa feng-
ið allt að 50 vinabeiðnir á dag og
hefur það gengið svo í marga daga.
Við eina auglýsinguna hefur íslensk
kona tekið sig til og skrifað: „Fyrir
hönd allra íslenskra kvenna, þetta
er ekki satt og nei takk.“
Ekki bændur
Ísland hefur raunar verið í fréttun-
um um allan heim vegna frábærrar
frammistöðu íslenska karlalands-
liðsins í fótbolta. Eitthvað er þó um
að fréttirnar séu byggðar á misskiln-
ingi.
Rithöfundurinn Dagur Hjart-
arson gabbaði til að mynda ansi
marga útlendinga og erlenda fjöl-
miðla með ansi sannfærandi gróu-
sögum um íslenska landsliðið og
uppruna landsliðsmannanna á
meðan að leikur Íslands og Eng-
lands fór fram á mánudagskvöld.
Á meðan að Ísland spilaði, skrifaði
Dagur færslur á Twitter þess efn-
is að nokkrir landsliðsmannanna
væru bændur, sagði að nafn Hann-
esar Halldórssonar þýddi: „Sá sem
á fimm kindur og eiginkonu.“ Röt-
uðu sumar fullyrðingarnar meðal
annars í belgískt dagblað.
Sagði það ekki
Þá voru landsliðsmanninum Kára
Árnasyni eignuð ummæli um enska
landsliðið á ljósmynd sem fór
víða. Ummælin voru: „ensku leik-
mennirnir vanvirtu okkur algjör-
lega. Joe Hart öskraði að leikmönn-
um: „Við þurfum að gera betur en
þetta gegn Frakklandi“ og „Við get-
um ekki tapað fyrir þessu liði, þeir
eru skítlélegir.“ Fyrir seinni hálfleik-
inn, í leikmannagöngunum, spurði
Harry Kane hvort að þeir væru úr
leik ef þeir töpuðu. „Hvernig get-
urðu ekki vitað það? Vanvirðing
þeirra hvatti okkur áfram.“ Kári hef-
ur þó tekið af allan vafa um að þetta
voru ekki hans orð. n
Guðrúnartúni 4,
105 reykjavík
Sími: 533 3999
www.betraGrip.iS
Opið
virka
daga frá
kl. 8–17
gæða
SmurþjónuSta
Einu eggin á neytendamarkaði
með löggilda vottun
Lífrænu hænurnar
hjá Nesbúeggjum
• Fá lífrænt fóður
• Fá mikið pláss
• Njóta útiveru
nesbu.is
NESBÚ
EGG
„Fyrir hönd allra íslenskra kvenna,
þetta er ekki satt og nei takk“
n Segja þá sem kvænast íslenskum konum fá 5.000 dollara á mánuði
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Auglýsing Þýðing á textanum, en myndin virðist vera af íslenskri konu. Í auglýsingunni stend-
ur: Ísland greiðir innflytjendum sem kvænast íslenskum konum 5.000 dollara mánaðarlega.
Of margar konur Hér er því haldið fram að of margar konur búi á Íslandi.