Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 6
Helgarblað 1.–4. júlí 20166 Fréttir Í sland hefur verið í fréttunum og á samfélagsmiðlum um allan heim vegna frábærrar frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fót- bolta. Eitthvað er þó um að fregn- irnar séu byggðar á misskilningi og virðist sem svo að erfiðlega gangi að vinda ofan af slíkum misskilningi. Til að mynda virðist sem ein- hverjum nettröllum hafi tekist að gabba hóp manna af erlendum uppruna og sannfært þá um að þeir sem kvænist íslenskum konum fái á bilinu 500–5.000 dollara mánað- arlega frá íslenskum stjórnvöldum. Flökkusagan segir að það sé vegna mannfæðar, of margar konur séu á Íslandi en of fáir karlmenn. Rignir inn skilaboðum Samkvæmt auglýsingunum, sem eru auðvitað tilhæfulausar, eru ís- lensk stjórnvöld að reyna að fjölga karlmönnum og auka fjölbreytni hér á landi. Fyrir vikið hefur vina- beiðnum og skilaboðum rignt inn til íslenskra kvenna á samfélags- miðlum. Bæði virðist vera um að ræða „bot“ vinabeiðnir, það eru gervimenn sem senda vinabeiðn- ir í miklum mæli áfram af einhverj- um ástæðum, en einnig raunveru- legir einstaklingar sem vilja komast í kynni við íslenskar konur. Auglýsingarnar, sem má sjá hér til hliðar, virðast hafa náð talsverðri útbreiðslu ef marka má fjölda vina- beiðna. Svo virðist sem leitað sé að eftirnafninu „dóttir“ til þess að senda beiðnirnar. Sumar konur segjast hafa feng- ið allt að 50 vinabeiðnir á dag og hefur það gengið svo í marga daga. Við eina auglýsinguna hefur íslensk kona tekið sig til og skrifað: „Fyrir hönd allra íslenskra kvenna, þetta er ekki satt og nei takk.“ Ekki bændur Ísland hefur raunar verið í fréttun- um um allan heim vegna frábærrar frammistöðu íslenska karlalands- liðsins í fótbolta. Eitthvað er þó um að fréttirnar séu byggðar á misskiln- ingi. Rithöfundurinn Dagur Hjart- arson gabbaði til að mynda ansi marga útlendinga og erlenda fjöl- miðla með ansi sannfærandi gróu- sögum um íslenska landsliðið og uppruna landsliðsmannanna á meðan að leikur Íslands og Eng- lands fór fram á mánudagskvöld. Á meðan að Ísland spilaði, skrifaði Dagur færslur á Twitter þess efn- is að nokkrir landsliðsmannanna væru bændur, sagði að nafn Hann- esar Halldórssonar þýddi: „Sá sem á fimm kindur og eiginkonu.“ Röt- uðu sumar fullyrðingarnar meðal annars í belgískt dagblað. Sagði það ekki Þá voru landsliðsmanninum Kára Árnasyni eignuð ummæli um enska landsliðið á ljósmynd sem fór víða. Ummælin voru: „ensku leik- mennirnir vanvirtu okkur algjör- lega. Joe Hart öskraði að leikmönn- um: „Við þurfum að gera betur en þetta gegn Frakklandi“ og „Við get- um ekki tapað fyrir þessu liði, þeir eru skítlélegir.“ Fyrir seinni hálfleik- inn, í leikmannagöngunum, spurði Harry Kane hvort að þeir væru úr leik ef þeir töpuðu. „Hvernig get- urðu ekki vitað það? Vanvirðing þeirra hvatti okkur áfram.“ Kári hef- ur þó tekið af allan vafa um að þetta voru ekki hans orð. n Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 gæða SmurþjónuSta Einu eggin á neytendamarkaði með löggilda vottun Lífrænu hænurnar hjá Nesbúeggjum • Fá lífrænt fóður • Fá mikið pláss • Njóta útiveru nesbu.is NESBÚ EGG „Fyrir hönd allra íslenskra kvenna, þetta er ekki satt og nei takk“ n Segja þá sem kvænast íslenskum konum fá 5.000 dollara á mánuði Ásta Sigrún Magnúsdóttir astasigrun@dv.is Auglýsing Þýðing á textanum, en myndin virðist vera af íslenskri konu. Í auglýsingunni stend- ur: Ísland greiðir innflytjendum sem kvænast íslenskum konum 5.000 dollara mánaðarlega. Of margar konur Hér er því haldið fram að of margar konur búi á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.