Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 15
Helgarblað 1.–4. júlí 2016 Fólk Viðtal 15
É
g hef oft gengið fram-
hjá kjallaraíbúð Diddu á
Melunum í Vesturbæ Reykja-
víkur og velt fyrir mér hver
ætti nú eiginlega heima
þarna. Glugginn er eins og frum-
skógur, yfirfullur af plöntum og í
gluggakistuna er raðað ýmiss kon-
ar leikfangapersónum. Fyrir utan
húsið standa ljósgul tík og svartur
köttur með brúnum og hvítum
flekkjum og þegar Didda kemur út
til að taka á móti mér, stökkva þau
glaðlega til hennar.
Við setjumst við skrifborð við
stóran stofuglugga sem snýr út að
götunni og hún kemur með tvö
vatnsglös – ég er búinn að drekka
of mikið kaffi í dag, og hún segist
eiginlega hætt því. Það eru stubb-
ar í öskubakkanum og bækur á rúi
og stúi, um anatómíu og amasónur.
Við og við gengur einhver nágranni
fram hjá glugganum og þá glenn-
ir Didda upp augun, vinkar, og út-
skýrir svo fyrir mér hvaða gull af
manni það hafi verið.
Á yfirborðinu má Didda kannski
muna sinn fífil fegurri, úfið rautt
hárið er horfið, orðið stutt og
litlausara, og rakað bak við vinstra
eyrað. Þrátt fyrir hrukkur og sár
í andlitinu er þó sami glamp-
inn í augunum og áður, hún hlær
líflegum rámum hlátri og brosir
með öllu andlitinu. Smávaxinn lík-
aminn virkar kannski brothættur en
hefur lifað ýmislegt af.
Ég bið Diddu um að segja mér
frá ævi sinni og lífsviðhorfum, en
það sem er henni efst í huga um
þessar mundir eru líkamlegir erf-
iðleikar undanfarinna ára. Hún er
ólm í að segja sína sögu til að hjálpa
öðrum, hvetja fólk til að hlusta á
börnin sín og taka skilaboðum lík-
amans alvarlega.
Upptekin af því að drepast ekki
„Undanfarin sex ár hef ég verið
ofsalega upptekin af því að drep-
ast ekki. Það er náttúrlega ákveðið
námskeið,“ segir Didda og hlær.
„Það rifnaði hér magi, árið 2010,
bara eins og garðslanga,“ segir hún
blátt áfram.
„Þarna hófst í rauninni niður-
lægingarferill sem hefur staðið yfir
síðustu sex ár. Ég lenti á götunni og
ég hefði í raun ekki lifað þetta af ef
ég hefði ekki verið svo heppin að
hitta hverja mannperluna á fæt-
ur annarri sem hjálpaði mér,“ seg-
ir hún.
Veikindin hafa orðið þrálát
meðal annars vegna ólíkra og fjöl-
breyttra greininga og alvarlegrar
lyfjaeitrunar sem Didda fékk vegna
gigtarlyfja, sem hún var látin taka
að óþörfu að eigin sögn. „Húðin
harðnaði öll. Ég fór í algjöra vöðva-
spennutruflun, fékk krampa og
fleira. En mér leið svolítið eins og
þeir hefðu ekki lesið bókina,“ segir
Didda um læknana.
Hún hætti samstundis á
lyfjunum og hægt en örugglega tók
hún að braggast. Í kjölfarið fór hún
að taka sjálfa sig í gegn, kynna sér
virkni líkamans og vera sinn eigin
læknir.
Með ísbjörn á bakinu
Eftir ítarlega sjálfsskoðun komst
hún að þeirri niðurstöðu að hún
hefði alla ævi verið að takast á við
afleiðingar slyss sem hún lenti í á
barnsaldri – og nú finnst henni svo
margt í fari sínu skýrast af meiðsl-
unum sem hún hlaut þá.
Didda fæddist árið 1964 á
Selfossi, þar sem amma hennar bjó,
en ólst upp í Reykjavík. Hún seg-
ir mér að hún hafi verið forvitið og
skapandi barn. En þegar hún hafi
verið þriggja ára hafi hún fest höf-
uðið á milli rimla á handriði í stiga-
ganginum á heimili fjölskyldunnar í
Ljósheimum.
„Mér var hjálpað, en við það
brotnuðu fingur og viðbein, það
rifnaði vöðvi og um leið og mér
var þrykkt í gegn þá tognuðu gagn-
augavöðvarnir,“ segir Didda og sýn-
ir mér skýringarmynd sem hún hef-
ur teiknað af atvikinu.
Hún segir að í kjölfarið hafi
hún ekki fengið þá umönnun sem
hún hefði þurft, og það hafi haft
afdrifa ríkar afleiðingar. Stöðugur
sársaukinn sem hún upplifði eftir
slysið og það hvernig einföldustu
hlutir kröfðust mikils átaks segir
hún hafa fylgt henni í gegnum lífið.
„Ég upplifði þetta alltaf sem ósýni-
lega ísbjörninn. Mig sveið og þetta
var óþægilegt. Auðvitað óx líkam-
inn og tognunin með. Líkaminn
reynir alltaf bara að vera til, og þess
vegna er maður til – þó að maður
verði kannski svolítið skrýtinn.“
Hún segir slysið hafa leitt af
sér ýmsa kvilla, kippi og sársauka,
sem hún hafi átt erfitt með að tjá
eða útskýra fyrir sínum nánustu.
„Lengi vel tengdi ég líkamlegan
sársauka og raddir. Þegar bróðir
minn fæddist þá breyttust raddirn-
ar í fólki. Ég vildi helst að allir sem
mér þótti vænt um væru yfir litlum
börnum, því þá væru þeir svo góð-
ir í röddunum sínum,“ segir hún
og rifjar svo upp sögu af því þegar
hún giftist syni nágrannans í barna-
messu í von um að fá að flytja inn til
ljúfróma tengdamóður sinnar.
„Ég var líka alltaf með sviða, bjúg
og doða og annarlegar til finningar
í andlitinu. Ég byrjaði að reykja
tóbak sex ára af því að mér fannst
það kæla sársaukann í andlitinu.“
Seinna segir hún andlitsmálningu
og sítt hár hafa kveikt óþægindatilf-
inningu í andlitinu, en þar sem hún
hafi forðast slíkt punt hafi hún þótt
undarleg og á skjön.
Ó, Reykjavík
Didda segist hafa fundist hún eiga
ekki samleið með fjölskyldu sinni
– sem vissi ekki hvernig átti að
takast á við undarlega hegðun
barnsins. „Ég sem krakki eignast
ekki orð yfir það sem kom fyrir
mig. Ég kvarta ekki rétt. Í lífsbar-
áttu fólks gerist bara það sem
gerist, en ef þú passar ekki við
borðið hjá fólkinu þínu, þá
veistu að það hefur örugglega
eitthvað með þig að gera.“
Hún segir að eitt af því sem
hún sjái mest eftir í lífinu sé
að hafa ekki getað verið sam-
ferða foreldrum og fjölskyldu
sinni lengur í lífinu, en hún var
snemma farin að heiman og
fljótlega byrjuð að hanga með
utangarðsmönnum og pönkur-
um á götum Reykjavíkur.
Hvernig komst þú í kynni við
pönkið og pönkarana?
„Ég byrjaði að hlusta á þessa
músík í gegnum Jóa söngvara í
Vonbrigði. Ég kynntist honum
á Hlemmi. Hann og hans vin-
ir voru allir að spila á hljóðfæri.
Þá komst ég hins vegar að því að
ég gat ekki heldur spilað á gítar.
Ég gat ekki hreyft höndina því
ég var öll snúin og klemmd, en
ég gat samið texta. Það geta allir
gert eitthvað!“
Hún fór því að semja texta fyrir
hinar ýmsu rokkhljómsveitir, en
þekktastur er líklega textinn við
lagið Ó, Reykjavík sem Vonbrigði
gerði ódauðlegt í Rokk í Reykja-
vík. „Ég hef alltaf getað talað til
sjálfrar mín með sköpuninni. Og
ef mér hefur tekist að tala til ein-
hvers annars í leiðinni þá er það
bara frábært.“
„Down and out in
London and Reykjavík“
Didda segir að sársaukinn tengist
bæði röddum og stöðum og því
hafi hún reglulega flúið vinahópa
og flutt sig milli staða. Árið 1987
flutti hún til Lundúna og stundaði
nám í tösku- og veskjagerð.
Hún segist hafa verið alsæl
í Lundúnum þar sem hún hafi
vafrað um og sungið með sígaun-
um á írskum pöbbum. „Það er svo
gott að vera þar sem enginn veit
hver þú ert. Ég gekk mikið um –
eins og ég hef alltaf gert – vafraði
um og kom mér í vesen og ævin-
týri. George Orwell höfðaði mik-
ið til mín á þessum tíma, til dæm-
is „Down and out in Paris and
London“. Ég held að ég hafi líka
alltaf vitað að ég myndi aldrei
nenna að vera í miklum gull-
kálfsham, þannig að ég þyrfti að
geta komist af með öllum tiltæk-
um ráðum,“ segir hún, en bók
Orwells fjallar einmitt um fá-
tæktarlíf á götum evrópsku stór-
borganna.
„Það er í raun stórmerkilegt að
ég hafi dröslað mér í gegnum þetta
nám því ég hef alltaf verið svo dof-
in í höndunum. Þess vegna hef ég
lítið sótt í fínvinnu eftir þetta, það
á miklu betur við mig að halda á
skafti eða stjórna stýri eða hlaupa.“
Það var því aðeins í stuttan
tíma sem hún starfaði við fagið
sem hún lærði, en hún hefur kom-
ið víða við á starfsferlinum. „Ég hef
alltaf hlaupið á milli vinnustaða.
Ég hef unnið í fiskvinnslu, slátur-
húsi, ruslinu, „you name it!“ En
eins og með raddir og staði hef ég
bara haft ákveðið mikinn „tolerans“
fyrir störfum, svo þarf ég að fara –
sem er leiðinlegt. Það er leiðinleg
framkoma við annað fólk! Þetta er
kannski mín máttlausa tilraun til að
biðjast afsökunar,“ segir Didda
og setur sig flissandi í stellingar:
„Góða fólk, ég veit þið vilduð
mér vel. Það var satt hjá ykkur,
ég hefði átt að gera betur,“ segir
hún og hlær.
„Ég vann um tíma sem nakið
módel í Myndlistar- og handíða-
skólanum. Ég sé núna að það
var eiginlega tilraun til að finna
út hvað væri að bakinu á mér,
eins og þegar maður tekur
mót af skemmdri tönn. Fljótt
komst ég hins vegar að því að
fólk teiknar alltaf sjálft sig inn
í myndirnar. Maður sér ekki
módelið heldur listamanninn
í því sem hann gerir. Öll sköp-
un er bara þú. Þess vegna skrifa
ég. Þegar krakkarnir, vinir mín-
ir, fóru að biðja mig um texta,
þá fyrst fór ég að segja sjálfri
mér satt,“ segir Didda og seg-
ist raunar hafa fengið upp í kok
þegar hún þurfti að horfast í
augu við sjálfa sig á þeim tíma.
Hún líkir viðtalinu okkar
einnig við slíka sjálfsmynd
sem segi í raun meira um
blaðamanninn sjálfan en við-
mælandann.
Vill ekki bæta
sársauka í heiminn
Ljóðabók Diddu,
Lastafundur og lausar skrúf-
ur, kom út árið 1995 og vakti
nokkra athygli fyrir bersögl-
ar lýsingar á djammlíferni,
kynlífsfantasíum og ofbeldi.
Hefur þú aldrei átt erfitt
með að opinbera þig svona?
„Mér finnst ég ekkert hafa
gert það. Ég þarf ekki að líta
á það þannig. Sólin gerir það
ekki, ekki skammast hún sín!
Hins vegar er þetta líka spurn-
ing um hvaða rödd í manni er
að tala hverju sinni, er það
barnið, unglingurinn, eða
einhver önnur? Það getur ver-
ið að ég sé krakkinn fastur á
ganginum og verði það alltaf.“
Auk ljóðaplötu við undir-
leik ólíkra tónlistarmanna gaf
Didda út tvær skáldsögur, Erta
og Gullið í höfðinu: hetjusaga,
á seinni hluta tíunda áratugar-
ins. Síðan þá hefur Didda ekki
sent neina bók frá sér, þrátt fyr-
ir að skrifa og teikna daglega.
„Fólk er alltaf að hvetja mig til
að skrifa, svo vonandi geri ég það
einn daginn. En það þarf að vera
þannig að mig langi að gefa það
út. Heimurinn er fullur af sárs-
auka, svo af hverju ætti ég bæta við?
Mig langar ekki að koma með upp-
skrift að því hvernig fólk getur fund-
ið meira til, mig langar til að finna
uppskriftina að því hvernig
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
„Ég skal moka
skurðina, passa
krakkana, sækja beljurnar
… en að vera eiginkona?
„No fucking way!“
„Ég byrjaði að
reykja tóbak
sex ára af því að mér
fannst það kæla sárs-
aukann í andlitinu.