Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 28
Helgarblað 1.–4. júlí 2016
51. tölublað 106. árgangur Leiðbeinandi verð 899 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000
9 771021 825033
ISSN 1021-8254
EM í okri?
„Eru ekki með
okkur hinum í liði“
n Gríðarlegur fjöldi Íslendinga
hefur reynt að tryggja sér miða
á leik Íslands og Frakklands
næstkomandi sunnudag í París.
Þess eru dæmi að óprúttnir
braskarar reyni að smyrja dug-
lega ofan á kostnaðarverð mið-
anna en ljóst er að slíkt fellur í
grýttan jarðveg hjá íslenskum
stuðningsmönnum. Runólfur
Ágústsson, fyrrverandi rektor,
skrifaði ráðleggingar á Face-
book-síðu EM-ferðalanga þar
sem hann hvatti stuðnings-
menn til þess að láta ekki bjóða
sér slíkt. „Þeir sem eiga auka-
miða og vilja nýta
sér samlanda sína
til að okra á þeim
eru ekki með
okkur hinum
í liði,“
sagði
Runólfur.
„Labbimet“
Valdimars
n Tónlistarmaðurinn Valdimar
Guðmundsson vakti athygli í
haust þegar hann greindi frá
áhyggjum af því að hann mundi
deyja fyrir aldur fram vegna
heilsufarskvilla. Hann sagði
aukakílóunum stríð á hendur
og það stríð virðist ganga ágæt-
lega, ef marka má yfirlýsingu frá
honum á Twitter.
„Tíu kílómetrarnir
voru teknir og
étnir í kvöld,“ tísti
Valdimar og bætti
við að um nýtt
„labbimet“
væri að
ræða.
Geturðu mætt í
staðinn fyrir mig?
n „Jæja. Hvor ykkar apakattanna
var að fara með dósir?“ spyr
Baggalúturinn, Bragi Valdimar
Skúlason þá Ara Eldjárn uppi-
standara og Guðmund Pálsson
Baggalút. Tilefnið er vísun í frétt Séð
og Heyrt þess efnis að Bragi hafi far-
ið með flöskur í Sorpu rétt fyrir lok-
un síðastliðinn föstudag en Bragi
kannast þó sjálfur ekki við það að
hafa heimsótt endurvinnsluna. Svo
virðist sem margir geti tekið feil á
þeim þremur enda var Bragi með
það á hreinu að annar hvor þeirra
hlyti að hafa farið í sinn stað. Ari
Eldjárn var fljótur að taka á sig sök-
ina en Bragi grípur boltann á lofti
og segir föður sinn verða sjötugan í
haust og fyrirhuguð séu
veisluhöld. „Get-
urðu mætt í stað-
inn fyrir mig?“
spyr hann von-
góður.
Vilja ræða um heimilið
Eva og Eva vinna útvarpsleikrit um ólíkar hliðar heimilisins
V
erkið fjallar um heimili
í mjög víðum skilningi,“
segir Eva Rún Snorradóttir,
ein liðskvenna lista-
hópsins Kviss Búmm Bang,
sem ásamt Evu Björk Kaaber er
að vinna heimildaútvarpsverkið
Heimilisverkin fyrir Rás 1. Ætlunin
er að tala við fólk um þýðingu
heimilisins. Verður meðal annars
rætt við fólk sem hefur þurft að flýja
heimili sín, hefur misst heimili sín í
náttúruhamförum, fólk sem tengist
heimilum svo sem fasteignasala
og öryggisverði en einnig fólk sem
hefur tengst heimili sínu upp á
nýtt eins og til dæmis þá sem hafa
misst sjón. Hugmyndin um heimili
er rannsökuð, þróun þeirra og
mismunandi áherslur frá ólíkum
menningarheimum og ólíka
persónulega upplifun af þeim.
„Við erum einnig að ræða við fólk
sem hefur glímt við geðsjúkdóma
og spyrjum það hvernig upplifun af
heimilinu breytist til dæmis í geðrofi.“
Í leikritinu verður einnig kafli
sem fjallar um heimili og öryggi.
„Þar langar okkur að ræða við konur
sem hafa orðið fyrir heimilisofbeldi.
Við erum þá frekar að horfa á þeirra
reynslu af heimilinu, sem þá frekar
heilögum stað. Við erum ekki beint
að spyrja þær út í ofbeldið sem þær
hafa orðið fyrir heldur upplifunina
af heimilinu,“ segir Eva Rún en þær
stöllur leita þátttakenda.
Hún segir þær gera sér grein fyrir
því hversu viðkvæmt slíkt er, en þeir
sem vilja ræða við þær geta gert það,
þær vélrita svo viðtölin og fá leikara
til að leiklesa þau. Þeir sem vilja að
þeirra eigin rödd hljómi í leikritinu,
sem verður heimildaverk, hafa einnig
þann valkost. „Við heitum fullum
trúnaði og aðgát,“ segir Eva.
Listahópurinn Kviss Búmm Bang
hefur verið starfandi síðastliðin sex ár
og hefur unnið leikverk hér á landi og
erlendis. Hægt er að hafa samband
við þær „kvissur“, eins og þær kalla
sig, á netfanginu kvissbummbang@
gmail.com. n astasigrun@dv.is
Þríeykið
Eva Rún Snorradóttir (t.v.) Eva Björk
Kaaber og Vilborg Ólafsdóttir (t.h.) mynda
hópinn Kviss Búmm Bang.