Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Blaðsíða 20
Helgarblað 1.–4. júlí 201620 Fólk Gerum við Apple vörur iP one í úrvali Sérhæfum okkur í Apple Allskyns aukahlutir s: 534 1400 Stjörnur sem misstu barn Að missa barnið sitt er það skelfilegasta sem getur hent foreldra. Sorgin hlífir engum, ekki heldur ríka og fræga fólkinu og hér er sagt frá heimsfrægum stjörnum sem misstu barn. Roy Rogers og Dale Evans Dóttir Roy Rogers og Dale Evans, Robin Elizabeth, lést tæplega tveggja ára gömul, en hún var með Downs-heil- kenni. Dale Evans skrifaði metsölubók um þessa ungu dóttur sína og vann ötullega að því að breyta viðhorfi til barna með þroskahömlun og varð mikið ágengt. Lou Costello Tvíeykið Abbott og Costello nutu gríðarlegra vinsælda á árum áður, sáu um eigin útvarpsþætti og léku í fjölmörgum kvikmyndum. Í nóvembermánuði 1943 mætti Costello í stúdíó NBC þar sem senda átti út gaman- þátt þeirra félaga. Þar var honum sögð sú harma- frétt að tæplega árs gamall sonur hans hefði fallið í sundlaug fjölskyldunnar og drukknað. Costello hafði fyrr um daginn beðið konu sína um að leyfa hinum unga syni að hlusta á útvarpsþáttinn. Costello vildi ekki hætta við útsendinguna heldur sagði: „Hvar sem hann er núna, þá vil ég að hann heyri til mín.“ Hann flutti síðan gamanmál ásamt félaga sínum. Náin vinkona Costello sagði að dauði sonarins hefði breytt honum, hann hefði átt til að verða uppstökkur og ekki jafn hlýr og ærslafullur og áður. Paul Newman Paul Newman átti soninn Scott með fyrri eiginkonu sinni, leikkonunni Jackie Witte. Scott varð snemma háður áfengi og eiturlyfjum. Hann lést árið 1978 eftir að hafa tekið stóran lyfjaskammt í bland við áfengi. Scott var 28 ára gamall. Sylvester Stallone Sonur Sylvester Stallone, Sage, lést af völdum hjartaáfalls árið 2012 og var þá 36 ára. Móðir hans er Sasha Czack. Marlon Brando Marlon Brando átti fjölda barna, þar á meðal voru Christian og Cheyenne sem voru hálfsystkini. Christian skaut unnusta Cheyenne til bana árið 1990. Cheyenne fæddi barn látins unnusta síns en reyndi síðan misheppnað sjálfsvíg. Hún var greind með geðklofa og missti forræði yfir barni sínu. Cheyenne framdi sjálfsmorð árið 1995, 25 ára gömul, með því að hengja sig. Fjölskylduharmleikurinn tók mjög á Marlon Brando. Christian lést árið 2008 úr lungnabólgu, 49 ára gamall.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.