Dagblaðið Vísir - DV - 01.07.2016, Side 10
Helgarblað 1.–4. júlí 201610 Fréttir Erlent
S HELGASON
- Steinsmiðja síðan 1953
Opnunartími
Mán - fim 9:00 -18:00
Föstudaga 9:00 - 17:00
Laugardaga 10:00 -14:00
Sími: 557 6677
Netfang: shelgason@shelgason.is
www.shelgason.is
Leiðin úr Evrópu
Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið - Hvað gerist næst?
F
yrir rúmlega viku kusu Bretar
í þjóðaratkvæðagreiðslu að
ganga úr Evrópusambandinu.
Aldrei áður hefur ríki sagt sig
úr sambandinu (nema þegar
nýlendur hafa sagt sig úr ríkjasam-
bandi við herraþjóð í ESB) og því
óljóst nákvæmlega hver atburða-
rásin verður á næstunni. DV skoðaði
hvað mun gerast á næstu árum. n
Skotar kjósa um
sjálfstæði (aftur)
Skotar kusu um aðskilnað úr ríkjasambandi Stóra-Bretlands árið 2014 og sigruðu
sambandssinnar með litlum meirihluta. Nicola Sturgeon, forsætisráðherra skosku
heimastjórnarinnar, hefur sagt mjög líklegt að kosið verði aftur um sjálfstæði Skotlands
– enda hafi aðstæður breyst í grundvallaratriðum.
Samkvæmt könnunum eru mun fleiri Skotar á sjálfstæðisbuxunum eftir BREXIT, en
um tveir þriðju Skota vildu vera áfram í ESB.
Sturgeon hefur sagt að nauðsynlegt sé að atkvæðagreiðsla fari fram áður en Bretar
gangi opinberlega úr sambandinu.
Það er ekki ólíklegt að Norður-Írland fari sömu leið, enda var þar einnig meiri stuðn-
ingur við áframhaldandi veru í ESB. Því er mögulegt að árið 2020 standi England eitt
eftir í „Sameinaða“ konungsveldinu.
Nýr forsætisráð-
herra tekur við
Kosninganiðurstaðan var álitin mikill ósigur fyrir forsætis-
ráðherrann og formann íhaldsflokksins David Cameron sem
kallaði til atkvæðagreiðslunnar og barðist fyrir því Bretar
kysu að vera áfram í sambandinu. Eftir að úrslitin voru ljós
tilkynnti Cameron að hann myndi segja af sér sem formaður
Íhaldsflokksins – af orðum hans má skilja að það væri í raun
pólitískur ómöguleiki að hann færi fyrir samn-
ingaviðræðum sem hann væri andsnúinn.
Nýr oddviti verður kjörinn fyrir landsfund
flokksins í byrjun október og mun hann
setjast í forsætisráðherrastólinn. Þegar hafa
fimm tilkynnt um framboð, en Boris Johnson
er ekki á meðal þeirra. Ákvörðun hans kom
á óvart, enda var hann einna mest áberandi í
tengslum við atkvæðagreiðsluna. Innanríkis-
ráðherrann Theresa May er nú talin
líklegasti kandídatinn.
Bretar kjósa
að yfirgefa ESB.
Nýr forsætisráð-
herra tekur við.
Bretar láta
opinberlega vita
að þeir vilji virkja
50. grein
Lissabon-sátt-
málans,
grunnlöggjafar
Evrópusam-
bandsins. Hin 27
löndin hittast og
ræða útgöngu
Bretlands.
Tveggja ára
samningaferli
um útgöngu
hefst milli Bret-
lands og ESB.
A. Uppkast að útgöngusamningi er lagður
fyrir Evrópuráðið. Samningurinn þarf
samþykki að minnsta kosti 20 sambands-
þjóða með yfir 65 prósent. Evrópuþingið þarf
að samþykkja samninginn.
Breska þingið
þarf að fella
úr gildi lög um
Evrópskt
samfélag frá
1972. Bretland
gengur úr
ESB.
Kristján Guðjónsson
kristjan@dv.is
B. Ef enginn
samningur næst að
tveimur árum liðn-
um hættir grunn-
löggjöf Evrópu
einfaldlega að ná
yfir Bretland, nema
öll 27 sambands-
löndin samþykki
að framlengja
viðræðurnar.
4.
2.1.
3.
5.