Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 4
Vikublað 16.–18. ágúst 20164 Fréttir
Óvíst hvenær bankinn
stefnir vegna borgunar
Formaður bankaráðs Landsbankans segir niðurstöðu um málshöfðun geta legið fyrir eftir nokkrar vikur
n
okkrar vikur gætu liðið
þangað til stjórnendur
Landsbankans ákveða
hverjum verður stefnt í fyrir
hugaðri málsókn vegna sölu
bankans á eignarhlut hans í Borgun.
Ákvörðun um málshöfðunina var
tekin á fundi bankaráðs Landsbank
ans á fimmtudag en formaður þess
vill ekki svara því hvort einhugur hafi
verið um hana.
„Lögmenn bankans eru að undir
búa málið og þetta mun ekki koma í
ljós fyrr en stefnan verður birt. Það er
búið að taka ákvörðun um að stefna
og það var það sem verið var að til
kynna. Hverjum verður stefnt kemur
í ljós þegar vinnan heldur áfram og
það gætu verið nokkrar vikur eða
lengra í það,“ segir Helga Björk Eiríks
dóttir, formaður bankaráðs Lands
bankans, og vísar í fréttatilkynningu
sem bankinn birti á föstudag.
Getur engu svarað
Samkvæmt tilkynningunni ákvað
bankaráðið að höfða mál vegna
sölunnar á 31,2% hlut bankans í
greiðslukortafyrirtækinu á 2,2 millj
arða króna. Bankinn seldi hlutinn í
lokuðu söluferli til tveggja fjárfesta
hópa í nóvember 2014. Eigendur
Eignarhaldsfélagsins Borgunar slf.
keyptu þá 24,96% hlut og félag á
vegum stjórnenda Borgunar, BPS
ehf., keypti 6,24%. Í hluthafahópi
Eignarhaldsfélagsins Borgunar má
meðal annars finna Stálskip ehf., fjár
festingarfélag Guðrúnar Lárusdóttur,
fyrrverandi útgerðarkonu í Hafnar
firði, og fjölskyldu hennar, og Pei ehf.
sem er í eigu Einars Sveinssonar, fjár
festis og föðurbróður Bjarna Bene
diktssonar, fjármála og efnahags
ráðherra.
Líkt og frægt er orðið samdi
Landsbankinn ekki um viðbótar
greiðslu vegna milljarðagreiðslunnar
sem Borgun hefur innheimt vegna
yfirtöku Visa Inc. í Bandaríkjunum á
Visa Europe. Eins og kemur fram í til
kynningu Landsbankans er það mat
bankaráðsins að hann hafi farið á
mis við fjármuni í viðskiptunum þar
sem bankanum hafi ekki verið gefnar
nauðsynlegar upplýsingar um áhrif
Visasamrunans.
Rúnar Pálmason, upplýsingafull
trúi Landsbankans, vildi engu bæta
við tilkynninguna þegar blaðamaður
óskaði eftir frekari upplýsingum.
„Málið er í höndum lögfræðinga
bankans og við munum ekki tjá okk
ur um það frekar að svo stöddu. Það
hefur ekki verið gefin út stefna í mál
inu og ég get ekki svarað því hvenær
það verður,“ sagði Rúnar.
Engin aðkoma
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Banka
sýslu ríkisins, sem fer með 98,2% hlut
ríkisins í Landsbankanum, heyrði
fyrst af ákvörðun bankaráðsins þegar
fjölmiðlar fjölluðu um fréttatilkynn
inguna á föstudag.
„Við höfum engar upplýsingar
fengið umfram þær sem hafa verið
gerðar opinberar. Stjórnendur bank
ans voru búnir að segja í einhvern
tíma að þeir væru að huga að máls
höfðun,“ segir Jón Gunnar og vísar
í tilkynningu Landsbankans frá 16.
mars síðastliðnum um að bankinn
hefði falið lögmönnum að undirbúa
málsókn vegna Borgunarsölunnar.
Bendir Jón einnig á svarbréf Lands
bankans til Bankasýslunnar um
söluna á eignarhlutnum en í því kom
fram að bankaráðið hefði til skoðun
ar að höfða dómsmál vegna hennar.
„Bankinn er sjálfstæður lögaðili
og við munum ekki hafa neina að
komu að þessu máli. Bankinn ákvað
að höfða mál og við verðum ekki hluti
af því. Við tökum enga afstöðu í mál
inu. Við vissum að þeir væru að íhuga
þetta en höfum ekki fengið frekari
upplýsingar en hafa verið gerðar
opin berar,“ segir Jón Gunnar. n
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Greiðslan
hækkaði um
milljarð
Landsbankinn tekjufærði í nýbirtum
árshlutareikningi sínum alls 3.480
milljónir króna vegna kaupa Visa Inc.
á Visa Europe. Bankinn gerði fyrirvara
um hlutdeild í greiðslum sem Valitor
fékk í júní vegna samrunans þegar hann
seldi Arion banka 38,62% hlut sinn í
greiðslukortafyrirtækinu í desember
2014. Greiðslan til Landsbankans
hækkaði því um rúman milljarð króna á
öðrum árshluta þessa árs miðað við það
sem stjórnendur hans gerðu ráð fyrir í
ársreikningi fyrirtækisins fyrir árið 2015
sem kynntur var í febrúar síðastliðnum.
„Hverjum verður
stefnt kemur í
ljós þegar vinnan heldur
áfram.
Boðar málshöfðun Stjórnendur Landsbankans tilkynntu um málshöfðun vegna Borg-
unarsölunnar áður en búið var að taka ákvörðun um hverjum yrði stefnt.
Borgun Landsbankinn hefur ekki gefið
út hvort þeim stjórnendum Borgunar sem
komu að kaupum á hlut bankans í greiðslu-
kortafyrirtækinu verði stefnt. Mynd SiGtryGGur Ari
… komdu þá við hjá okkur
Ertu á leið í flug?
Hafnargötu 62, KEflavíK / pöntunarsími 421 4457
Hádegis-tilboð alla daga
5 5 2 - 6 0 6 05 5 2 - 6 0 6 0
Ugly. is - smiðjUvegi 2 og l angarima 21