Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 6
Vikublað 16.–18. ágúst 20166 Fréttir Fæst í öllum helstu apótekum. Þurr augu? Augnheilbrigði Tvöföld virkni Sex sinnum lengri ending Nýtt Thealoz Duo® er ný aðferð við meðhöndlun augnþurrks sem sækir innblástur beint til náttúrunnar. Til þess að koma jafnvægi á tárafilmuna notum við nátt- úrulegu efnin trehalósa, sem kemur á jafnvægi og verndar frumurnar á yfirborði hornhimnunnar, og hýalúronsýru, sem smyr yfirborð hornhimnunnar og gefur henni raka. TREHALÓSI Finnst í mörgum jurtum og hjálpar þeim að þrífast við þurrar aðstæður. Trehalósi verndar frumurnar og gerir þeim kleift að starfa með fullum afköstum. HÝALÚRONSÝRA Er að finna í augunum og hefur einstaka getu til að binda vatn. Hjálpar til við að smyrja og viðhalda táravökvanum á yfirborði augans. án rotvarnarefna Hluthafahópur Verðbréfamið- stöðvarinnar n Arion banki n Íslandsbanki n Lífeyrissjóður verslunarmanna n Gildi Lífeyrissjóður n Almenni lífeyrissjóðurinn n Sameinaði lífeyrissjóðurinn n Lífsverk lífeyrissjóður n Braml ehf. (í eigu Arnars Arinbjarnarsonar) n G60 ehf. (í eigu Einars S. Sigurjónssonar) n Lagahvoll slf. (í eigu Daða Bjarnasonar og Jóhanns Tómas Sigurðssonar) Verðbréfamiðstöðin mun rjúfa einokunarstöðu nasdaq á nýju ári n Einkafjárfestar með 30% hlut í nýju félagi á sviði verðbréfaútgáfu n Hefur starfsemi innan fárra mánaða S tarfsemi Verðbréfamiðstöðv- arinnar hf., félags sem hyggst fara í samkeppni við Nasdaq á Íslandi, mun að óbreyttu hefjast á fyrstu mánuð- um næsta árs en tveir viðskipta- bankar og fimm lífeyrissjóðir fara samanlagt með um 70% eignarhlut í fyrirtækinu. Einkafjárfestar, meðal annars Einar S. Sigurjónsson, fyrr- verandi framkvæmdastjóri Verð- bréfaskráningar Íslands á árunum 1998 til 2013, og Arnar Arinbjarnar- son, fjárfestir og fyrrverandi yfir- maður viðskiptaþróunar MP banka, munu hins vegar eiga samtals 30% hlut í félaginu, samkvæmt heimild- um DV. Með stofnun Verðbréfamið- stöðvarinnar verður bundinn endi á einokunarstöðu Nasdaq á þessum markaði hér á landi en fyrirtækið, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Verðbréfaþings sem er aftur í eigu bandarísku kauphallarsamstæð- unnar NasdaqOMX, hefur verið hið eina með starfsleyfi sem verðbréfa- miðstöð samkvæmt lögum um raf- ræna eignaskráningu verðbréfa. Eigendur Nasdaq á Íslandi hafa hagnast verulega á rekstri félagsins á undanförnum árum en hagnaður þess eftir skatta á síðasta ári jókst um 60 milljónir króna og nam sam- tals tæplega 328 milljónum. Það jafngildir um 54% ávöxtun á eigið fé en það var 607 milljónir í árslok 2015. Mætir yfirvofandi samkeppni Það var Morgunblaðið sem greindi fyrst frá því í nóvember í fyrra að unnið væri að stofnun Verðbréfamiðstöðvarinnar, undir forystu Einars S. Sigurjónssonar, og að hluthafar fyrirtækisins yrðu með- al annars Arion banki, Íslandsbanki og nokkrir lífeyrissjóðir. Samkvæmt heim- ildum DV er nú verið að ganga frá kaup- um á tölvukerfi fyrir starfsemina, sem ætti að klárast á næstu vikum, en gert er ráð fyrir því að Verðbréfamiðstöðin taki í kjölfarið til starfa snemma á næsta ári eftir að fjármála- og efnahagsráðu- neytið hefur samþykkt umsókn félags- ins um starfsleyfi. Verðbréfamiðstöðin hyggst bjóða aðilum á þessum markaði, sem eru einkum lífeyrissjóðir, fjármálafyrir- tæki og hið opinbera, sömu þjónustu og þeir kaupa núna af Nasdaq verð- bréfamiðstöðinni á Íslandi en þar er um að ræða útgáfu, vörslu og upp- gjörs verðbréfa. Nasdaq tilkynnti fyrr á árinu um lækkun á gjaldskrá fyrir- tækisins en á meðal helstu breytinga er að grunnvörsluþóknun, sem er helsti tekjupóstur félagsins, lækkar flatt um 10% auk þess sem viðbótar- afsláttur er veittur til viðskiptavina sem eru með verðbréf yfir 100 millj- arða í vörslu hjá Nasdaq. Ljóst er því að fyrirtækið hefur nú þegar stigið skref til að mæta þeirri yfirvofandi samkeppni sem er framundan á þessum markaði. Með 10% eignarhlut hver Þau sem skipa stjórn Verðbréfamið- stöðvarinnar hf. eru Gísli Kr. Heimis- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri rekstrarsviðs MP banka, Vilmundur Jósefsson, fyrrverandi formaður Samtaka atvinnulífsins og stjórnar- maður í Vodafone, og Sigþrúður Ármann, lögfræðingur og fram- kvæmdastjóri EXEDRA. Þeir bankar og lífeyrissjóðir sem koma að stofn- un félagsins sem hluthafar munu allir fara með um 10% hlut hver en sjóðirnir sem hafa skráð sig fyrir áskriftum að hlutafé eru Lífeyr- issjóður verslunarmanna, Gildi lífeyris sjóður, Almenni lífeyrissjóð- urinn, Sameinaði lífeyrissjóðurinn og Lífsverk lífeyrissjóður. Auk Einars S. Sigurjónssonar, sem er jafnframt framkvæmdastjóri Verð- bréfamiðstöðvarinnar, og Arnars Arinbjarnarsonar þá eru héraðs- dómslögmennirnir Jóhann Tómas Sigurðsson og Daði Bjarnason einnig hluthafar í fyrirtækinu í gegn- um eignarhald sitt á lögmannsstof- unni Lagahvoll. Áætlað er að þessi hópur einkafjárfesta muni sem fyrr segir fara samanlagt með um 30% eignarhlut í félaginu. n Kauphöll Íslands Nasdaq verðbréfamið- stöðin hefur um árabil haft einokunarstöðu á markaði með skráningu verðbréfa. Það mun breytast á nýju ári. Önnur hver króna skilar sér til baka í hagnað Næstum önnur hver króna af heildarveltu Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar skilar sér til baka í formi hagnaðar hjá félaginu eftir skatta. Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins, sem áður hét Verðbréfaskráning Íslands, voru tekjur þess samtals 692 milljónir króna á árinu 2015. Samtals var hagnaður félagsins um 328 milljónir króna og hefur stjórn þess ákveðið að nánast allur hagnaður síðasta árs, eða samtals 320 milljónir króna, verði greiddur út sem arður til eigenda. Eigið fé fyrirtækisins var 607 milljónir króna í lok síðasta árs og heildareignir liðlega 923 milljónir. Eiginfjárhlutfall Nasdaq verðbréfamið- stöðvarinnar er því um 66%. Þegar litið er til þeirrar gríðarlegu arðsemi sem reksturinn er að skila miðað við eigið fé – rúmlega 54% – þarf ekki að koma á óvart að hópur fjárfesta hafi séð tækifæri í því að reyna að sækja á þennan markað. Hagsmunaaðilar á verðbréfamarkaði hafa jafnframt á undanförnum árum gagnrýnt að kostnaður við útgáfu verðbréfa í Kauphöll Íslands sé of hár. Þannig kom meðal annars fram í tillögum frá sérstökum verðbréfahópi Samtaka fjármálafyrirtækja (SFF) um starfsumgjörð verðbréfamarkaðar í október 2014 að þrátt að fyrir grunnþóknanir væru svipaðar og í nágrannalöndum þá væri uppbygging þóknana ólík sem orsakaði aukinn kostnað hjá íslenskum félögum. Þá taldi hópurinn einnig að gjaldtaka Nasdaq verðbréfamiðstöðvarinnar vegna pörunar viðskipta væri of há og í engu samræmi við það sem þekkist erlendis. Hörður Ægisson hordur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.