Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Page 9
Vikublað 16.–18. ágúst 2016 Fréttir 9 GOTT ÚRVAL FÆÐUBÓTAREFNA Glæsibæ • Netverslun: www.sportlif.is Við tökum upp söngvara, hljóðfæraleikara, hljómsveitir, hljóðbækur, og margt fleira Stúdíó NORN Síðumúla 17, 108 Reykjavík • Sími 561 7200 • studionorn.is • facebook.com/studionorn Kynntu „Fyrstu fasteign“ Ríkisstjórnin vill banna 40 ára verðtryggð lán nema undir vissum kringumstæðum S igurður Ingi Jóhannsson for­ sætisráðherra og Bjarni Bene­ diktsson fjármálaráðherra segja tillögur ríkisstjórnarinn­ ar um stuðning við kaup á fyrstu fast­ eign koma til með gera ungu fólki kleift að nýta séreignarsparnað til að lækka greiðslubyrði fasteignalána eða til útborgunar á sinni fyrstu eign. Þær eigi að auka og hvetja til hús­ næðissparnaðar og fela í sér stuðning fyrir þá sem vilji taka óverðtryggð lán. Þetta kom fram á kynningar­ fundi ríkisstjórnarinnar sem haldin var í Hörpu í gær, mánudag. Frum­ varp ríkisstjórnaflokkanna kveður á um þrjár leiðir sem hægt verður að velja á milli við ráðstöfun á sér­ eignarsparnaði. Þær eru heimild til úttektar á uppsöfnuðu viðbótarið­ gjaldi til kaupa á fyrstu íbúð, heim­ ild til að ráðstafa viðbótariðgjaldi inn á höfuðstól láns, „sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, yfir tíu ára sam­ fellt tímabil og leyfi til að ráðstafa viðbótar iðgjaldi sem afborgun inn á óverðtryggt lán, sem tryggt er með veði í fyrstu íbúð, og sem greiðslu inn á höfuðstól þess“. Á fundinum kom fram að úrræðið verður varanlegt fari svo að frumvarp flokkanna verði samþykkt. Hámarks­ tími sé samfellt tíu ára tímabil fyrir hvern einstakling. Greiðslur hvers einstaklings inn á séreignarsparnað geti numið allt að fimm milljónum króna á tíu ára tímabili. „Í frumvarpi til laga um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð verður jafn­ framt lagt til að gildandi úrræði um nýtingu séreignarsparnaðar til lækk­ unar á höfuðstól fasteignalána verði framlengt um tvö ár. Um 37 þúsund manns nýta þetta úrræði í dag,“ segir í frétt á vef forsætisráðuneytisins. Ríkisstjórnarflokkarnir ætla einnig að leggja fram annað frum­ varp um takmörkun 40 ára verð­ tryggðra jafngreiðslulána. Almenna reglan verði sú að ekki verði heimilt að taka verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Undanþágur frá því verði veittar ungu fólki, tekju­ lágum einstaklingum og einstakling­ um sem taka lán með lágu veðsetn­ ingarhlutfalli. n Forsætisráð- herra Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti aðgerðina „Fyrstu fasteign“ í Hörpu. Mynd Sigtryggur Ari Rannsakar 30 mál S kattrannsóknarstjóri ríkis­ ins rannsakar nú 30 mál sem komu upp eftir að embættið keypti gögn af erlendum huldumanni vorið 2015. Starfsmenn þess vinna nú að frekari greiningu og úrvinnslu gagnanna. Í mál un um ligg ur rök studd ur grun ur fyr ir um und an skot tekna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjár­ málaráðherra við fyrirspurn Svan­ dísar Svavarsdóttur, þingmanns Vinstri grænna. Gögn in sem skatt­ rann sókn ar stjóri keypti í maí í fyrra varða alls 585 fé lög í svo kölluðum skatta skjól um.n ritstjorn@dv.is Andri ráðinn aðstoðarritstjóri Andri Ólafsson tekinn við af Fanneyju Birnu A ndri Ólafsson hefur tekið við sem aðstoðarritstjóri Frétta­ blaðsins, samkvæmt upp­ lýsingum DV. Hann hefur til þessa gegnt stöðu fréttastjóra á blað­ inu. Fanney Birna Jónsdóttir sagði upp sem aðstoðarritstjóri á dögun­ um en megn óánægja ríkti innan fjöl­ miðlasamsteypunnar eftir að Pjetri Sigurðssyni var sagt upp störfum. Hann hafði kvartað undan einelti af hálfu Kristínar Þorsteinsdóttur, aðal­ ritstjóra 365. Mannauðsstjórinn sem hóf athugun á meintu einelti var einnig látinn fara. Starfsmenn mótmæltu uppsögn Pjeturs harðlega í tilkynn­ ingu en fram hefur komið að Jón Há­ kon Halldórsson, sá sem sendi yfir­ lýsinguna, var fyrir vikið kallaður á teppið hjá eigendum miðilsins. n baldur@dv.is Aðstoðarritstjóri Andri tók við af Fann- eyju Birnu um eða fyrir helgi. Mynd Sigtryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.