Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 10
Vikublað 16.–18. ágúst 201610 Fréttir Fanntófell ehf. | Bíldshöfða 12 | 110 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is · Viðhaldsfrítt, mikil ending og endalausir möguleikar í hönnun. · Upplitast ekki, dregur ekki í sig lit, raka, óhreinindi eða bakteríur. · Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði. AKRÍLSTEINN, HARÐPLAST OG FENIX Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. „Ég þrái að sjá börnin mín aftur“ n Garðar Heiðar stendur í forræðisdeilu við íslenska barnsmóður sína n Lögheimili hans var flutt til Spánar án hans vitundar F yrir ári hefði ég aldrei getað trúað því í hvaða stöðu ég er í dag. Þetta hefur verið algjör martröð en núna ræ ég að því öllum árum að fá forræði yfir börnunum mínum,“ segir Garðar Heiðar Eyjólfsson, sem stendur í for- sjárdeilu við skráða sambýliskonu sína. Saman eiga Garðar og barnsmóðir hans, sem einnig er íslensk, tvö börn eftir 10 ára samband. Nokkrum vikum eftir að þau ákváðu að slíta samvistir flutti barnsmóðir Garðars lögheimili fjölskyldunnar, þar á meðal Garðars sjálfs, til Spánar. „Það er með ólík- indum að annar aðilinn geti flutt lög- heimili okkar allra út án samþykkis míns. Þegar ég hef síðan freistað þess að færa lögheimilið aftur á fyrri stað þá var mér tjáð að öll fjölskyldan þyrfti að mæta til Þjóðskrár og gefa samþykki sitt. Ég er búinn að kæra þetta verklag og vonast til þess að fá þetta ógilt,“ seg- ir Garðar. Afar mikilvægt er fyrir hann og börnin að fá lögheimilið til Íslands en ella virðist útilokað að fá forsjárá- greining tekinn fyrir hér á landi en ekki á Spáni. Dæmdur í nálgunarbann á sólarhring Þá hefur Garðar verið dæmdur í nálg- unarbann gagnvart barnsmóður sinni á Spáni. Hann var handtekinn fyrir framan móður sína í apríl síðastliðn- um og þurfti að dúsa í tvo sólarhringa í einangrun. Hann var kærður fyrir and- legt ofbeldi og hótanir þann 7. apríl en innan við sólarhring síðar hafði bannið tekið gildi. Ásakanirnar eru uppspuni frá rót- um að sögn Garðars. „Í skýrslu lög- reglu kemur fram að barnsmóðir mín lagði ekki fram neinar sannanir. Það er ekkert hæft í þessum ásökunum og það er með ólíkindum að hægt sé að skerða réttindi mín á þennan hátt á grundvelli framburðar einnar mann- eskju. Ég hef ítrekað óskað eftir því að undirgangast lygapróf vegna þessa enda aðeins orð á móti orði,“ segir Garðar. Þá telur Garðar að mannréttinda- brot felist í því að hann hafi verið hand- tekinn á grundvelli nálgunarbanns sem hann hafði enga vitneskju um. Hann hefur ekki fengið að hitta börnin sín í rúmt hálft ár en barnsmóðir hans býr á Spáni ásamt börnum hans og írskum kærasta. „Opinberar stofnanir hafa tekið alltof langan tíma í úrlausn þessa máls og á meðan er ég sviptur samvistum við börnin mín að ósekju en ég fer með forræði þeirra ásamt móðurinni,“ segir Garðar. Hann segir að mannorð sitt hafi beðið hnekki enda hafi kvisast út sög- ur um hann, um það sem gengið hafi á á milli hans og sambýliskonu hans. „Að mínu mati er um að ræða klárt brot gegn barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að koma í veg fyrir samskipti barna við föður sinn og fjölskyldu hans. Börnin mín hafa ítrekað óskað eftir því að fá að koma aftur til Íslands og það getur ekki þjónað þeirra hags- munum að slíta öll samskipti við föð- urfjölskyldu sína,“ segir Garðar. Sárt að sjá fjölskylduna splundrast Garðar hitti barnsmóður sína í há- skólanámi en eins og áður segir eiga Garðar Heiðar „Á þessum tíma var ég einfaldlega örviln- aður yfir því að fjölskyldan sem ég hafði lagt allt mitt í væri að splundrast. Þetta var hróp á hjálp.“ MynD ÞorMar ViGnir GunnarSSon Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.