Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Blaðsíða 11
Vikublað 16.–18. ágúst 2016 Fréttir 11 þau tvö börn, átta ára stúlku og fimm ára dreng. Eftir að hafa komið sér ágætlega fyrir í Reykjavík ákváðu þau að flytja út til Spánar og búa þar í eitt ár. „Við vildum bæði prófa að búa er- lendis og ég var í þeirri aðstöðu að ég gat sinnt vinnu minni hvar sem er. Mín fyrrverandi var komin með nóg af sinni vinnu og vildi prófa eitthvað nýtt,“ segir Garðar. Úr varð að fjölskyldan fluttist til smábæjar nærri Torrevieja. Fljótlega fór þó að bera á brestum í sambandinu. „Ég fann fyrir litlum áhuga hennar á sambandi okkar og litlir hlutir í fari hvors annars fóru að fara í taugarnar á okkur. Ætli flestir sem gangi í gegnum sambandsslit upplifi ekki það sama. Ég var alltaf ákveðinn í því að þegar ég myndi eignast konu og börn þá gæfi ég allt af mér í sambandið og myndi vaða eld og brennistein til að láta það ganga upp. Það var afar sárt að upplifa að fjölskyldan sundraðist með þessum hætti,“ segir Garðar. „Þetta var hróp á hjálp“ Segja má að kornið sem fyllti mælinn hafi verið síðustu jól, sem fjölskyldan hélt hátíðleg úti á Spáni. Fjölskyldan hélt ein upp á jólin saman og voru þau erfið að sögn Garðars. Þegar mælirinn var orðinn fullur tók hann sig til og skrifaði bréf til unnustu sinnar þar sem hann fór yfir það sem að hans mati var í ólagi í sambandinu. „Í því lýsti ég yfir ást minni á henni og börnunum en einnig hvað ég teldi vera að í sam- bandi okkar og að ég væri gjörsamlega búinn að fá nóg og gæti ekki meir. Það má lesa það út úr þessu bréfi að það sé kveðjubréf. Það var hins vegar fjarri því að ég hafi ætlað að fremja sjálfsvíg. Á þessum tíma var ég einfaldlega ör- vilnaður yfir því að fjölskyldan sem ég hafði lagt allt mitt í væri að splundrast. Þetta var hróp á hjálp,“ segir Garðar. Þegar barnsmóðir hans, sem hafði verið úti, var komin heim skildi hann bréfið eftir á áberandi stað og yfirgaf heimilið eftir að hafa kvatt börnin sín tvö með tárin í augunum. Sleikti sárin á Íslandi „Ég fór niður á strönd að hugsa minn gang og slaka á. Ég svaraði ekki fyrstu hringingum hennar daginn eftir en að lokum lét ég undan og lét hana vita hvar ég var. Það næsta sem ég vissi var að ég er umkringdur lögreglumönn- um og sjúkraflutningamönnum sem komu á sjúkrabíl,“ segir Garðar. Flytja átti hann á sjúkrahús en eftir að hafa rætt við heilbrigðisstarfsmenn- ina, sem tóku púls hans og fullvissuðu sig um að hann væri rólegur, þá fékk hann að fara með barnsmóður sinni og sameiginlegum vini heim. Þegar þau voru orðin ein þá áttu þau langt spjall þar sem úr varð að best væri að Garðar færi til Íslands og leitaði sér hjálpar út af andlegri líðan sinni enda gekk barnsmóðir hans mjög hart á hann að gera slíkt. „Við ákváðum að bíða með allar ákvarðanir um framhaldið þar til að ég hefði jafnað mig. Ég tók málið föst- um tökum og hitti bæði sálfræðing og geðlækni á geðdeild Landspítalans. Niðurstaða þeirra eftir nokkur viðtöl var sú að ég hefði verið undir miklu álagi á þessum tíma vegna streitu og ofþreytu sem hafði afar slæm áhrif á andlega heilsu mína. Eftir að ég hafði jafnað mig, sleikt sárin og leitað mér ráðgjafar þá leið mér mun betur. Eftir á að hyggja þá tel ég að það væri veik- ur maður sem myndi ekki finna fyrir neinni andlegri vanlíðan þegar tíu ára ástarsamband væri að ljúka og fjöl- skyldan að tvístrast,“ segir Garðar ein- lægur. Fann styrk til að fara aftur út Hann segist ekki geta hafa ímyndað sér hvaða atburðarás færi í gang. „Ég heyrði reglulega í börnunum og af og til barnsmóður minni í gegnum síma og Facetime. Dóttir mín átti þá ósk heitasta að ég yrði viðstaddur í af- mælinu hennar og var ég orðinn nógu sterkur til að fara aftur til Spánar og taka á þessu máli. Ég bókaði því far út með hennar vitneskju í janúarlok. Þá hafði hún þegar tjáð mér að hún vildi binda enda á sambandið. Þegar ég kom út til Spánar hitti ég börnin mín um kvöldið og aldrei hef ég séð þau jafn hamingjusöm. Dóttir mín grét hamingjutárum í þó nokkurn tíma á öxlinni á mér. Ég leigði mér íbúð ná- lægt þeim og tók fullan þátt í leik og starfi barnanna minna,“ segir Garðar. Hann dvaldi á Spáni í rúman mánuð en þann 23. febrúar kvaddi hann barnsmóður sína og börnin og flaug heim til þess að hefja formleg sambúðarslit hjá sýslumanni eins og barnsmóðir hans hafði óskað. Það var í síðasta sinn sem Garðar sá börnin sín augliti til auglits. Lögheimili flutt án hans vitundar „Ég hafði pantað tíma þremur vikum fyrr en þá hafði ég fengið upplýs- ingar um að ég gæti hafið ferlið einn hjá sýslumanni eftir að hafa talað við fulltrúa í síma og útskýrt fyrir honum hvernig málið væri.“ Það reyndist hins vegar ekki raunin. Í ljós kom að bæði Garðar og barnsmóðir hans þyrftu að vera viðstödd á skrifstofu sýslumanns eða fulltrúar þeirra með lögleg um- boð. „Ég hringdi út í mína fyrrverandi og sagði henni þetta. Það var í síðasta skipti sem við ræddum saman í síma,“ segir Garðar. Að hans sögn sýndi barnsmóðir hans ekkert frumkvæði í því að hefja sambúðarslitaferlið og að endingu fékk hann lögmann sinn til þess að senda henni erindi á tölvupósti. „Það gekk illa að fá svör frá henni eða lög- manninum hennar. Í millitíðinni voru ég og ættingjar mínir blokkaðir á sam- skiptamiðlum. Það var í raun skorið á öll samskipti á þessum tímapunkti,“ segir Garðar. Þann 1. apríl komst hann að því fyrir tilviljun að lögheimili hans hafði verið flutt til Spánar nokkrum dögum fyrr. „Ég fór niður í Þjóðskrá til þess að fá staðfestingu á lögheimili og aðseturs skráningu og þá kom í ljós að lögheimili allra fjölskyldumeð- lima hafði verið flutt til Spánar þann 23. mars. Andlitið datt gjörsamlega af mér og ég beið bara eftir því að starfs- maðurinn myndi hrópa „1. apríl“. Allt í einu var heimili mitt komið til Spánar þrátt fyrir yfirvofandi sambandsslit. Ég hef síðan reynt að fá þennan gjörning dæmdan ógildan með öllu en stofn- unin situr við sinn keip. Þetta hefur verið kært til innanríkisráðuneytis- ins en það ferli virðist taka afar langan tíma. Á meðan er ég réttindalaus hér- lendis enda skráður með lögheimili í öðru landi,“ segir Garðar. Handtekinn fyrir brot gegn nálgunarbanni Hann segist hafa reynt að heyra eins mikið í börnunum og hann gat á þessu tímabili. „Ég fékk stundum að ræða við þau í gegnum Facetime en það reyndist alltaf erfiðara og erfiðara. Hún svaraði tölvupósti mínum illa þar sem að ég bað um að fá að heyra í þeim. Ég var farinn Dalvegur 6-8 • 201 Kópavogur • Sími 535 3500 Draupnisgata 6 • 603 Akureyri • Sími 535 3526 www.kraftvelar.is • kraftvelar@kraftvelar.is BT rafma gnstjakk ar - auðveld a verkin ! • 1300 kg. lyftigeta • 24V viðhaldsfrír rafgeymir • Innbyggt hleðslutæki (beint í 220V) • Aðeins 250 kg. að þyngd L E D L Ý S I N G I n n f e l l d L e d l j ó s , u t a n á l y g g j a n d i L e d . LUDVIKSSON EHF - LEDLJÓS www.ledljos.com * www.ledljós.is S; 565 8911 - 867 8911 ludviksson@ludviksson.com LEDLJÓS SPARA ALLT AÐ 80 - 92% ORKU Gæði - ábyrgð og brautryðjendur í betri verðum... V IÐ ERUM ÓDÝRARI EN Þ IG GRUNAR JU-5049-15W Kr. 4.520.- JU-5049-15W Kr. 4.520.- JU-5049-10W Kr. 3.920.- JU-5050- 7 W Kr. 2.157.- JU-5089-20W Kr. 9.360.- JU-5048-10W Kr. 3.520.- „Þessi háttur hefur verið hafður á í áratugi án athugasemda“ Að sögn Sólveigar Jóh. Guðmundsdóttur, sviðstjóra þjóðskrársviðs þá eru verkferlar Þjóðskrár Íslands um flutning fólks mismunandi eftir því hvort um er að ræða einstak- linga eða hjón og sambúðarfólk. „Tilkynni einstaklingur um nýtt heimilisfang er hann skráður á það húsnæði. Tilkynni hjón eða sambúðarfólk um breytt lögheimili þá eru þau bæði skráð á það húsnæði þó svo að aðeins annað hjóna/sambúðarmaki tilkynni Þjóð- skrá Íslands um flutninginn. Þessi háttur hefur verið hafður á í áratugi án athugasemda og koma þessar upplýsingar meðal annars skýrt fram á heimasíðu stofnunarinnar sem og á þar til gerðum flutningseyðublöðum,“ segir Sólveig. Að sögn Sólveigar þurfa einstaklingar sem ætla að flytja aftur til Íslands að koma á starfsstöð Þjóðskrár Íslands eða til sveitarfélags í eigin persónu. „Við komu til landsins eru einstaklingar skráðir með lögheimili á Íslandi og er sú dagsetning viðmið á hvenær þeir njóta réttinda í íslensku samfélagi. Ekki er því að mögulegt að móttaka slíkar tilkynningar áður en komið er til landsins eða með rafrænum hætti,“ segir Sólveig. Garðar Heiðar Eyjólfsson Sambýliskona hans flutti lögheimili Garðars og barna þeirra til Spánar án hans vitundar. Hann hefur reynt að fá gjörningin felldan úr gildi en án árangurs. Mynd ÞorMar ViGnir GunnarSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.