Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Qupperneq 12
Vikublað 16.–18. ágúst 201612 Fréttir
Verið ávallt velkomin
Almar bakari
Bakarí og kaffihús Sunnumörk
Opið frá 7-18 mánudaga til laugardaga og sunnudaga frá 8-17
Brauðin í okkar handverksbakaríi fá rólega
og góða meðhöndlun. Þau eru kælihefuð í allt
að 18 tíma og því notum við engan viðbættan
sykur, minna salt og minna ger í hvert og
eitt brauð. Með þessari meðferð verða þau
bragðbetri og hollari. Nýjasta brauðið er
súrdeigsbrauðið sem er steinbakað og súrinn
lagaður af bakaranum. Það heitir Hengill og er
bragðmikið og öflugt brauð með þykkri skorpu.
36 á annnarri
32 á hinni
IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408
Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar
hrefnulundir á grillið eða á pönnuna
snöggsteiktar að hætti meistarakokka
að sakna þeirra mjög og því pantaði
ég far út til Spánar þann 9. apríl og
ákvað að taka móður mína með sem
leynigest. Ég tilkynnti börnunum
mínum þetta í gegnum Facetime
þann 4. apríl og voru þau mjög
spennt að heyra að aðeins fimm
dagar væru í að þau myndu hitta
pabba sinn,“ segir Garðar. Að hans
sögn átti dóttir hans erfitt með að
halda aftur af gleðitárum þegar hún
fékk fréttirnar.
Þegar út var komið fór Garðar
spenntur að heimili barnsmóður
sinnar og barna ásamt móður sinni.
„Ég hafði áður ítrekað reynt að ná í
hana án árangurs. Þegar við kom
um þá virtist enginn vera heima.
Ég stökk yfir hlið til þess að hringja
dyrabjöllunni en fékk ekkert svar.
Við gengum síðan niður að klúbb
húsi við nærliggjandi golfvöll til að
athuga hvort börnin mín væru þar
ásamt móður sinni en þegar við
komum til baka að húsinu er lög
reglubíll mættur á vettvang,“ segir
Garðar. Að hans sögn vildu lögreglu
mennirnir ólmir sjá vegabréf hans og
þegar því var lokið kröfðust þeir þess
að hann kæmi niður á lögreglustöð.
Tungumálaörðugleikar komu að
sögn í veg fyrir að Garðar skildi af
hverju þjónar réttvísinnar ætluðust
til þess en hann ákvað að hlýða. Hann
fékk að keyra á eftir þeim ásamt móð
ur sinni í bílaleigubíl en þegar hann
kom á lögreglustöðina var hann um
kringdur fimm lögreglumönnum og
umsvifalaust handtekinn. „Ég var
gjörsamlega forviða. Það eina sem
ég fékk upplýsingar um var að það
væri vegna ofbeldis og síðan var mér
stungið í ógeðslega skítugan einangr
unarklefa þar sem var niðamyrkur
og ekkert til taks annað en ískaldur
steinbekkur,“ segir Garðar.
Nálgunarbann á sólarhring
Alls liðu fjórar klukkustundir þangað
til Garðar fékk að tala við lögmann og
túlk. Á meðan beið móðir hans, gjör
samlega í losti, á lögreglustöðinni.
Hún komst þó í síma og hringdi í föð
ur Garðars sem lagði þegar af stað frá
Vestmannaeyjum og var kominn á
vettvang sólarhring síðar. Í ljós kom
að barnsmóðir Garðars hafði lagt
inn kæru tveimur dögum fyrr, þann
7. apríl, fyrir að hóta henni og börn
unum lífláti auk þess að beita hana
andlegu ofbeldi í lengri tíma. Þá
var einnig sérstaklega tekið fram að
Garðar hefði kallað hana hóru, sem
er ólöglegt á Spáni.
Innan við sólarhring síðar, þann
8. apríl, hafði dómari dæmt Garðar
í nálgunarbann gegn barnsmóður
sinni og börnunum, bann sem hann
átti að hafa gerst brotlegur gegn
þegar hann hafði reynt að heim
sækja fjölskylduna þann 9. apríl.
„Ég fékk algjört áfall þegar ég heyrði
þetta enda ásakanirnar uppspuni frá
rótum. Í skýrslu lögreglu kom fram
að sambýliskona mín hefði engar
sannanir, hvorki afrit af samskiptum
né vitni um hið meinta ofbeldi. Þá er
falið klárt mannréttindabrot í því að
mér hafi ekki verið tilkynnt um nálg
unarbannið sem var grundvöllur
þess að ég var handtekinn. Ég er
ákveðinn í að ég mun leita réttar
míns út af þessari meðferð,“ segir
Garðar.
Má ekki hafa nein samskipti við
börnin sín
Alls þurfti hann að dúsa í einangrunar
klefanum í tvo sólarhringa. Það
reyndist honum erfitt. „Ég var fluttur í
annað fangelsi part úr degi. Þá í járn
um í fylgd tveggja lögreglumanna,
eins og stórglæpa maður. Síðan var
ég aftur fluttur í sama einangrunar
klefa. Þetta voru ótrúlegar aðstæður
að vera í og ég skildi ekki upp né nið
ur í hverju ég var lentur,“ segir Garðar.
Eftir yfirheyrslu í dómshúsi var hann
látinn laus en var tilkynnt að hann
mætti ekki koma nær barnsmóður og
börnum en 500 metra. „Ég má ekki
hafa samband við þau í gegnum nein
samskiptatæki, hvorki sms né tölvu
póst, annars rýf ég nálgunarbannið
og á í hættu að lenda aftur í steinin
um,“ segir Garðar.
Eini ljósi punktur ferðarinnar
var sá að foreldrar hans fengu að
hitta barnabörn sín undir eftirliti
barnsmóðurinnar stutta stund
og þar urðu fagnaðarfundir. „Þau
fengu að vera með þau í klukku
tíma. Þar spurðu þau mikið um mig
en mín fyrrverandi fór fram á að
því yrði svarað á þá leið að ég væri
við vinnu á Íslandi. Það gerðu for
eldrar mínir enda vildu þau tryggja
að þau gætu hitt börnin aftur,“ seg
ir Garðar. Faðir hans þurfti að ferð
ast til Íslands aftur vegna vinnu og
skömmu síðar brá móðir hans á það
ráð að hitta barnabörn sín þegar þau
komu úr skólanum. „Hún var búin
að fá þau skilaboð frá barnsmóður
inni að það yrðu ekki frekari heim
sóknir. Mamma ákvað í samráði við
mig að hlusta ekki á þetta og beið
við skóla barnanna í lok skóladags
ásamt íslenskri vinkonu, sem býr
úti og reyndist okkur stoð og stytta.
Mamma náði að hitta börnin og gefa
þeim sumar gjafir og heimabakaða
lagköku, sem þau höfðu sérstaklega
beðið um frá Íslandi. Barnsmóður
mína hafði borið að skömmu síðar,
hún lét þetta yfir sig ganga á staðnum
en þegar mamma hafði kvatt börn
in og var komin til baka þar sem við
gistum þá fékk hún símhringingu frá
minni fyrrverandi þar sem öskrað
var á hana að lögreglunni yrði sigað
á mömmu og óskað eftir nálgunar
banni ef þetta gerðist aftur. Það
er síðasta skipti sem nokkur í fjöl
skyldunni hefur hitt börnin eða heyrt
í þeim,“ segir Garðar.
Bið eftir stofnunum
Í dag einkennir bið líf Garðars og á
því er hann afar þreyttur. „Nálgunar
banninu á Spáni var áfrýjað 14. apríl
síðastliðinn og við bíðum eftir því að
það verði tekið fyrir. Saksóknari og
spænskir dómstólar hafa hent mál
inu á milli sín og ekkert gerist. Á með
an er mér neitað um öll samskipti við
börnin mín sem ég þrái að sjá aftur,“
segir Garðar. Hann furðar sig einnig
á vinnubrögðum íslenskra stofnana
sem að hans sögn einkennast af full
komnu tómlæti. „Þjóðskrá tók rúman
mánuð í að tilkynna mér að lögheim
ilisgjörningurinn yrði ekki ógiltur. Ég
kærði það til innanríkisráðuneytisins
en þaðan hefur lítið heyrst. Þá hef ég
einnig óskað eftir aðstoð utanríkis
ráðuneytisins út af deilunum en það
virðist ekki ætla að snerta á þessu.
Það eru fjölmörg dæmi þess að ráðu
neytið aðstoði Íslendinga í forræðis
deilum við erlenda ríkisborgara en
þegar íslenskur ríkisborgari nánast
stelur börnum frá öðrum íslensk
um ríkisborgara þá er ekkert að gert.
Það er verið að brjóta á mannréttind
um barnanna með því að svipta þau
samvistum við föður sinn en öllum
virðist vera sama,“ segir Garðar. n
Hafnaði boði
um að segja
sína hlið
Garðar Heiðar hefur lagt fram marg-
vísleg gögn til stuðnings sögu sinni.
Meðal annars umsókn barnsmóður
sinnar til Þjóðskrár, ákærur og dóm um
nálgunarbann frá Spáni og vottorð um
geðheilbrigði sitt, eitt frá geðlækni og
annað frá sálfræðingi.
Sérfræðingarnir eru á einu máli
um að hann hafi þjáðst af miklu álagi
á meðan sambandsslitin gengu yfir en
að öðru leyti sé hann fullkomlega heil-
brigður. Þá leyfði Garðar blaðamanni að
lesa átakanlegt bréf sem hann skrifaði
barnsmóður sinni þegar hann taldi fokið
í flest skjól.
DV setti sig í samband við
barnsmóður Garðars en hún hafnaði
boði um að stíga fram með sína hlið
þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir.
Garðar Heiðar
Hefur ekki hitt
börnin sín í tæpt
hálft ár og hefur
fengið nóg af
seinagangi
stjórnvalda við
úrlausn sinna
mála. MyNd ÞorMar
ViGNir GuNNarssoN