Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Side 14
Vikublað 16.–18. ágúst 201614 Skrýtið
515 7900 | alskil@alskil.is | alskil.is
D
arkness Vlad Tepes, 25
ára gamall Englendingur,
gæti við fyrstu sýn virst
nokkuð venjulegur ungur
maður sem hefur áhuga á
þungarokki og fatastíl þeirra sem oft
eru kallaðir gotharar. Það er hann
ekki. Tepes sefur í sérsmíðaðri lík-
kistu og drekkur blóð úr geitum,
kindum og öðrum búfénaði.
Englendingurinn blóðþyrsti,
sem tók upp nafnið Darkness, eða
myrkur, fyrir nokkrum árum, á sér
þann draum að samborgarar hans
taki honum eins og hann er þrátt
fyrir að hann lifi lífi vampíru. Segist
hann verða fyrir aðkasti sökum
lífsstílsins sem hann tók upp fyrir
þrettán árum.
„Þótt ég sé vampíra þá vil ég að
fólk komi fram við mig eins og aðra.
Ég fór á krá með tveimur félögum
mínum og var þá spurður hvort ég
hefði verið misnotaður í æsku. Ég
skammaðist mín svo fyrir að vera
spurður svo persónulegrar spurn-
ingar vegna þessa lífsstíls. Allir hafa
sinn karakter og mér finnst ekki rétt
að ég sé ofsóttur vegna míns,“ segir
Tepes.
Tepes, sem hefur búið í Black-
burn síðustu fjögur ár, hefur líkt
sinni slæmu reynslu við sögu
Sophie Lancaster, tvítugrar stúlku
frá Englandi sem var myrt fyrir að
vera klædd eins og gothari. Móðir
Sophie hefur lýst opinberlega yfir
stuðningi við Tepes.
Líkkista vampírunnar vegur 25
kíló en hann viðurkennir að hvít-
laukur geri honum ekki mein.
Einnig þoli hann vel sólarljós og
aldrei hafi komið til þess að hold
hans bráðni og afmyndist í góðu
veðri.
„Hluti af því að vera vampíra felst
í þeirri trú minni að líkami minn sé
lifandi en sál mín dauð. En ég held
að fólk misskilji vampírur vegna
kvikmynda og bóka um til dæmis
Twilight-seríuna og Drakúla. n
„Hluti af því að vera
vampíra felst í
þeirri trú minni að líkami
minn sé lifandi en sál mín
dauð.
Drekkur blóð
og sefur í líkkistu
n Englendingurinn
Darkness Vlad Tepes
lífir lífi vampíru
n Dreymir um
samþykki með-
borgara sinna
Sálin dauð Það fer vel um
Englendinginn unga í líkkist-
unni sem hann lét sérsmíða.
Blóð-
þyrstur
Darkness
Vlad Tepes
veit ekkert
betra en að
drekka blóð
úr búfénaði.
Er bíllinn klár fyrir
sumarið?
Við einföldum líf bíleigandans
Ferðabox
Reiðhjóla-
grindur
Þverslár