Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 16
Vikublað 16.–18. ágúst 2016
Heimilisfang
Kringlan 4-12
6. hæð
103 Reykjavík
fréttaskot
512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
512 7000
512 7010
512 7000
512 7050
aðalnúmer
ritstjórn
áskriftarsími
auglýsingar
sandkorn
16 Umræða
Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson
Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson
Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur
Guðni slær í gegn
Guðni Th. Jóhannesson þykir vera
á réttri leið í embætti forseta
Íslands. Hann hefur lagt áherslu á
að vera alþýðlegur forseti og það
hefur sannarlega tekist. Nýjasta
dæmi þess er að hann afþakkar
fylgd úr landi, en fram að þessu
hefur verið venja að einn af hand
höfum forsetavalds fylgi forseta
til og frá Keflavíkurflugvelli þegar
hann fer utan í embættiserindum.
Siðurinn hefur því verið lagður af.
Bónuskóngur í kennslu
Jakob Ásmundsson, sem lét af
störfum sem forstjóri Straums
fjárfestingabanka sumarið 2015,
hefur störf á
nýjum vettvangi
næstkomandi
haust en Jakob
hefur fengið stöðu
lektors við Við
skiptafræðideild
Háskóla Íslands
þar sem hann mun kenna nám
skeiðið hagfræði og stærðfræði
fjármálamarkaða.
Jakob var talsvert í fréttum
á liðnu ári eftir að DV greindi
frá því að eignaumsýslufélagið
ALMC myndi greiða samtals
meira en þrjá milljarða króna í
bónus til Jakobs, sem var áður
fjármálastjóri ALMC, og annarra
lykilstjórnenda félagsins. Bónus
greiðslan var innt af hendi í
desember síðstastliðnum og fékk
Jakob í sinn hlut mörg hundruð
milljónir króna.
Líkaminn lætur
mig dansa
Luis Lucas Antónió Cabambe er gagntekinn af dansi. – DV
Sími: 562 5900
www.fotomax.is
Yfirfærum
yfir 30 gerðir
myndbanda,
slides og
fleira
Björgum
minningum
Persónulegar
gjafir við öll
tækifæri
Allt til að
merkja
vinnustaðinn
B
ömmer“ og „tóm skel“ segir
Össur Skarphéðinsson, hinn
skeleggi þingmaður Samfylk
ingarinnar um prófkjör Pírata.
Þar hittir þingmaðurinn naglann á
höfuðið.
Píratar vilja vera öflug lýðræðisleg
fjöldahreyfing en raunveruleikinn
kann að vera annar – eða hver er
skýringin á því að svo fáir aðrir en
frambjóðendur og ættingjar þeirra
og vinir sáu sér fært að taka þátt í
prófkjörum flokksins? Tölurnar eru
æpandi og ættu að hljóma
eins og viðvörunarbjöllur
í eyrum Pírata.
Í prófkjöri Pírata í
Norðausturkjördæmi
voru 14 í framboði og 78
kusu. Í Suðurkjördæmi
voru 25 frambjóðendur
og 113 greiddu atkvæði.
Á höfuðborgarsvæðinu
voru frambjóðendur 105
og atkvæði greiddu 1033.
Þessar tölur benda nú
ekki beinlínis til þess að
stuðningsmenn Pírata
séu á hverju strái. Miklu
fremur virtust kjósendur
einskorðast við frænd
garðinn og nánustu
vini. Þátttakan var alls
staðar slæm og fyrir utan
höfuð borgarsvæðið var
hún eins og í þokkalegri fermingar
veislu eða fimmtugsafmæli.
Kappsfullir frambjóðendur í
prófkjöri, hvar í flokki sem þeir
standa, leita vitaskuld til síns
innsta hrings eftir stuðningi og það
fólk sinnir kallinu og greiðir fjöl
skyldumeðlimi og vini atkvæði.
Þetta hefur greinilega gerst hjá
Pírötum – og skera þeir sig þá í engu
frá öðrum flokkum hvað það varð
ar að smala sínum mönnum á kjör
stað. Þarna eru hvorki ný né breytt
vinnubrögð á ferð. Hins vegar er það
svo að þeir sem fara í prófkjör hljóta
að vonast eftir því að framboð þeirra
mælist svo vel fyrir að það séu mun
fleiri en bara ættingjar og vinir sem
vilji styðja þá. Þetta hefur ekki gerst í
prófkjörum Pírata.
Það má vel hugsa sér, þótt það eitt
og sér skýri ekki lélega þátttöku, að
einhverjum hafi þótt kosningakerfið
sem stuðst var við í prófkjörunum
of flókið og því ekki náð að greiða
atkvæði. Ef svo er þá er fjarska ein
kennilegt að flokkur sem er sannar
lega ekki gefinn fyrir bákn og skrif
finnsku og fylgir gagnsæi skuli hvorki
hafa mátt né getu til að koma upp
skilvirku kosningakerfi.
Hin litla þáttaka í prófkjörum
Pírata er vandræðaleg
staðreynd. Píratar hafa farið með
himinskautum í skoðanakönnunum
og munu örugglega auka fylgi sitt í
næstu kosningum, hversu mikið er
hins vegar afar óljóst. Það er engan
veginn tryggt að það mikla fylgi sem
mælst hefur í könnunum komist í
höfn. Margt bendir einmitt til að svo
verði ekki. Þau eru ansi mörg dæm
in um það að flokkur sem hafi verið
á fljúgandi ferð í skoðanakönnunum
brotlendi í kosningum. Forsvars
menn Pírata hafa sagt að þeir búist
ekki við að ná því mikla fylgi sem
skoðanakannanir sýna. Þar sýna
þeir lofsvert raunsæi. Hin litla þátt
taka í prófkjörum Pírata bendir til
að yfirburðastaðan sem kannanir
hafa sýnt sé ekki í hendi. Niður
staðan gæti jafnvel orðið í ætt við
„bömmer.“ n
Frændgarður Pírata
Íslenska þjóðfylkingin Þjóðernissinnar komu saman á Austurvelli á mánudag, þar sem þeir mótmæltu nýjum útlendingalögum – og mættu viðspyrnu. mynd ÞormAr
ViGnir GunnArsson
Leiðari
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Myndin
„Píratar vilja
vera öflug lýð-
ræðisleg fjöldahreyfing
en raunveruleikinn kann
að vera annar.
Býsna miklar umbúðir
um ekki neitt
Árni Páll Árnason um kynntar aðgerðir í húsnæðismálum. – RÚV
Ég trúi á almætti,
skapara og endurfundi
Guðni Th. Jóhannesson forseti er utan trúfélaga. – Í ræðu á Hólahátíð