Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 20
Vikublað 16.–18. ágúst 201620 Menning
avis.is
591 4000
Frá
1.650 kr.
á dag
Vissir þú að meðal heimilisbíll er
notaður í eina klukkustund á dag
Langtímaleiga er
þægilegur, sveigjanlegur
og skynsamlegur kostur
Á
R
N
A
S
Y
N
IR NOTAÐU ÞITT FÉ
SKYNSAMLEGA
Leynilistasafnið
Listaverk leynast víðar en á söfnum og í stofnunum. Útilistaverk hafa orðið æ al-
gengari á Íslandi á undanförnum árum og áratugum, ekki aðeins styttur af fyrir-
mennum eða minnismerki á torgum bæja heldur ýmiss konar umhverfisverk
sem smíðuð eru inn í og leika sér með náttúruna og umhverfið í kringum sig.
DV svipaðist um eftir leyndum listaverkum víðs vegar um land og komst að
því að nokkrir af þekktustu myndlistarmönnum heims eiga verk, misvel falin í
íslenskri náttúru. Meðfylgjandi er kort sem listelskir ferðalangar geta notað til
að finna nokkrar af þessum földu perlum á ferð sinni um landið. Listinn er alls
ekki tæmandi og eru lesendur hvattir til að senda blaðamanni ábendingar
um fleiri slík verk, eða benda á þau í athugasemdakerfi dv.is.
Sigurjón Ólafsson – Hávaðatröll og
lágmyndir (á Búrfellsvirkjun)
Vatnsaflsvirkjanir eru einhver stærstu inngrip í óspillta náttúru
sem um getur. Hefð hefur skapast fyrir því að setja upp listaverk
á eða við þessi tröllauknu mannvirki, kannski sem annað dæmi
um ægilegan sköpunarkraft mannsins og umbreytingu hans á
náttúrunni. Búrfellsvirkjun var fyrsta stórframkvæmd opinbera
virkjunarfyrirtækisins Landsvirkjunar, en hún var fullgerð 1969. Á
framhlið stöðvarhússins er stór lágmynd eftir Sigurjón Ólafsson
og fyrir framan það er einnig verkið Hávaðatröllið eftir hann.
Hreinn Friðfinnsson
Third House (Hafnarfjörður) Málmgrind
lítils kofa hefur verið komið fyrir á óþekktum stað í hrauninu
fyrir utan Hafnarfjörð. Verkið er frá 2011 en á rætur sínar
að rekja til ársins 1974 þegar Hreinn byggði lítinn kofa á
röngunni – bárujárn að innan og veggfóður að utan – á
þessum sama stað í hrauninu. Hreinn hefur aldrei viljað gefa
upp nákvæma staðsetningu á húsinu, því hann vill að fólk
rambi óvænt á það.
Richard Serra – Áfangar (Viðey)
Verkið Áfangar eftir bandaríska myndlistarmanninn Richard
Serra, einn virtasta listamann samtímans, samanstendur af 18
stuðlabergssúlum sem standa tvær og tvær saman og mynda
hring um Viðey. Það er góður göngutúr að rölta milli allra súlnanna.
Þorgerður
Ólafsdóttir
Strandstóll
(Hjalteyri)
Árið 2014 var stór strandstóll
úr timbri með góðu útsýni yfir
fjörðinn byggður sem hluti
af sýningunni Phishing the
Landscape, sem haldin var í
Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Todd McGrain
Geirfuglinn (Reykjanes) Bronsstytta af geirfugli
eftir bandaríska myndlistarmanninn Todd McCrain stendur
á Valahnúki og horfir fuglinn til Eldeyjar en talið er að síðasti
geirfuglinn hafi verið drepinn þar. Verkið er hluti af stærra
verkefni sem helgað er útdauðum fuglum. Verkið er hins
vegar mjög umdeilt þar sem það þykir óþægilega líkt verki
Ólafar Nordal frá 1998, styttu af geirfugli sem stendur í
flæðarmálinu við Skerjafjörð í Reykjavík.
Claudio Parmiggiani
Íslandsviti (Sandskeið)
Tólf metra hár viti ítalska listamannsins
Claudio Parmiggiani frá 2000 stendur á
Sandskeiði rétt fyrir utan Reykjavík og lýsir
þar dag og nótt út í tómið. Það fer ekki
mikið fyrir vitanum, en hann sést vel frá
þjóðveginum.
Yoko Ono
Imagine Peace Tower
(Viðey) Annað verk í Viðey er
ljóskastari japönsku listakonunnar
Yoko Ono, Imagine Peace Tower, sem
varpar sterkri ljóssúlu upp í himininn
samfellt frá sólarlagi til miðnættis frá
fæðingardegi eiginmanns hennar Johns
Lennon, 9. október, til dánardags hans,
8. desember.
Steinunn Þórarins-
dóttir – Voyage (Vík)
Voyage, eða ferðalag, er koparstytta
sem hallar sér og horfir út á sjóinn við
Reynisfjöru. Hún á sér systurstyttu
í hafnarbænum Hull í Englandi, en
mikil tengsl hafa verið milli bæjanna
á síðustu árhundruðum.
1
2
5
4
3
6
8
7
1
2
34 5
6
7 10
11
12
14
15
19
20
Hreinn Friðfinnsson
The Light (Ísafjörður)
Ragnar
Kjartansson
(eldri)
Bárður
Snæfellsás
(Arnarstapa)
Sigurður Guðmundsson
Minning um ástvini í fjarlægð
(Ólafsvík)