Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2016, Síða 21
Vikublað 16.–18. ágúst 2016 Menning 21 Fiskur er okkar fag - Staður með alvöru útsýni Opið allt árið, virka daga, um helgar og á hátíðisdögum Kaffi Duus v/ Smábátahöfnina í Keflavík - Aðeins 5 mínútur frá Leifstöð, lítið við í leiðinni • Sími: 421 7080 • duus@duus.is • Opið frá kl. 10:30 - 23:00 alla daga Allt það besta í íslenskri og indverskri matargerð Lukas Kühne Tvísöngur (Seyðisfjörður) Hljóðskúlptúrinn Tvísöngur frá 2012 eftir þýska listamanninn Lukas Kühne er staðsettur fyrir ofan Seyðisfjarðarbæ. Hann samanstendur af fimm sambyggðum, steinsteyptum hvelfingum af mis- munandi stærð, hver hvelfing fyrir sig hefur eigin tíðni sem samsvarar einum tóni í fimmundarsöng og virkar sem magnari fyrir þann tón. Gjörningaklúbburinn Móðir jörð er að tæknivæðast (við Vatnsfellsvirkjun) Frá verki Finnboga er gott útsýni yfir verk Gjörn- ingaklúbbsins, hitt verkið sem sigraði í samkeppni Landsvirkjunar um listaverk við virkjunina. Verkið er gróðurþríhyrningur sem hefur rafmagn til hitunar og vatn til vökvunar. Þríhyrningurinn, sem er fullur af íslenskum heiðagróðri, á jafnt að vísa í útlit vatns- aflsvirkjana og „play“-takka á raftækjum. Guðjón Ketilsson Hvernig gengur? (Seyðisfjörður) Símaklefi Guðjóns Ketilssonar frá 2004, sem nefnist Hvernig gengur?, er minnisvarði um komu sæsíma- strengsins til Seyðisfjarðar einni öld fyrr. Jónína Guðnadóttir Hringiða (við Kárahnjúka- virkjun) Hringiða er útilistaverk og útsýnishringur fyrir ofan hina ægilegu Kárahnjúkavirkjun. Verkið er hringlaga platti eða stétt gerð úr grjóti af svæðinu. Á stéttina er ritaður texti úr Völuspá og er letrið smíðað úr áli. Finnbogi Pétursson Tíðni (í nágrenni Vatns- fellsvirkjunar) Listaverkið Tíðni frá 2005 stendur við Vatnsfellsstöð á leiðinni upp á Sprengisand. Verkið er 20 metra löng manngeng orgel- pípa úr steini. Í henni er blágrýtisfjöður sem myndar tón í norðanvindi, tíðnin er sú sama og tíðni rafmagns 50 Hz. Ragna Róbertsdóttir Bakka-Bíó (Bakkadalur, Ketildölum) Bíóbekkjum hefur verið komið fyrir í húsarúst sem hefur staðið óhreyfð í áratugi við hús Rögnu í Bakkadal. Þar er hægt að fá sér sæti og njóta þess magnaða sjónarspils sem náttúran býður upp á. Innsetningin var afhjúpuð á myndlistar sýningunni Places/Staðir í júlí 2016. Sigurður Árni Sigurðsson Sólalda (á Sultar- tangastöð) Á steypuvegg fyrir ofan stöðvar- hús Sultartangastöðvar í Þjórsá eru sautján stálplötur sem standa út úr veggnum í mismunandi lengd. Verkið leikur sér að samspili ljóss og skugga sem nær hámarki á sumarsólstöðu. Samúel Jónsson – listaverk og byggingar (Selárdalur við Arnarfjörð) Í Selárdal í Ketilsdalahreppi í Arnar- firði eru mörg verk eftir Samúel Jónsson, bónda og alþýðu listamann – sem oft var nefndur listamaðurinn með barnshjartað. Þar er meðal annars kirkja sem hann hannaði og smíðaði sjálfur og litríkar styttur af mönnum og dýrum. Jón Gunnar Árnason Flateyjar-Freyr (Flatey) Á Tortu á austasta stað Flateyjar stendur Flateyjar-Freyr frá 1973, útskorinn rekaviðardrumbur með myndarlegan trélim, eftir Jón Gunnar sem dvaldi eins og fleiri listamenn oft í eynni á áttunda áratugnum. Gestir taka sig oftar en ekki til og hengja þara og skeljar á goðið – og þá hefur komið fyrir að óprúttnir aðilar hafi stolið síspenntu trétyppinu. Jason Rhoades, Paul McCarthy Macy's (Eiðar) Rhoades og McCarthy, tveir af þekktustu mynd- listarmönnum seinni hluta 20. aldar- innar, settu saman upp útibú banda- rísku verslunarkeðjunnar Macy‘s á Eiðum. Þar stendur verslunin enn, ein og yfirgefin í íslenskri náttúru. Haukur Halldórsson og Erling Thoroddsen – Heimskautsgerðið (Raufarhöfn) Hugmyndin að Heimskautsgerðinu á Melrakkaás við Raufarhöfn kom frá Erling Thoroddsen hótel stjóra en Haukur Halldórsson listamaður teiknaði gerðið. Heimskautsgerðið, sem er að hluta innblásið af Stone henge í Bretlandi og dvergatali Völuspár, myndar hring sem er rúmlega 50 metrar í þvermál, með fjórum hliðum, sem vísa í höfuðáttirnar, ásamt bendisteini í miðju. Eva Ísleifsdóttir Hooked / Kræktur (Bíldudalur) Stórum öngli hefur verið krækt í höfnina í Bíldudal. Verkið var sett upp sem hluta af myndlistarsýn- ingunni Places/ Staðir í júlí 2016. 10 12 11 15 14 18 13 17 9 19 20 16 8 9 13 16 18Roni Horn Some Thames (Akureyri) 17 Sigurður Guðmundsson Eggin í Gleðivík (Djúpavogi) Kristján Guðmundsson Útlínur (Seyðis- fjörður) Kristinn E. Hrafnsson Iceland‘s bell (Akureyri) Stefán Jónsson Kjarval I (Fjallamjólk) (Akureyri)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.