Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Qupperneq 10
Vikublað 13.–15. september 201610 Fréttir
A
llar eignir Atorku Group hf.
hafa verið seldar og gert er
ráð fyrir að eignarhaldsfé-
laginu verði slitið fyrir ára-
mót. Hluthafar þess tóku
ákvörðun um félagsslitin í júlí síð-
astliðnum og gert er ráð fyrir að
söluandvirði síðustu eignar Atorku
verði greitt út við slitin. Þriggja
manna stjórn Atorku var þá kjörin
í skilanefnd félagsins. Meðlimur
hennar segir kröfuhafana sem tóku
félagið yfir í ársbyrjun 2010 hafa náð
„ásættanlegum endurheimtum“.
Sögu Atorku Group, sem var um
árabil eitt af umsvifamestu fjár-
festingarfélögum landsins og nær
aftur til ársins 1990, lýkur því á næstu
mánuðum.
„Nú er búið að selja allar eignirn-
ar og ferlið farið af stað sem gengur
út á að greiða hluthöfum þá peninga
sem þarna sitja eftir og slíta félaginu.
Gangi allt eins og að er stefnt mun
þetta félag tilheyra fortíðinni um
áramótin,“ segir Einar Páll Tamimi,
lögmaður og meðlimur í skilanefnd
Atorku Group.
„Ásættanlegt“
Einar Páll hefur ásamt Halldóri
Bjarkari Lúðvígssyni, fyrrverandi
framkvæmdastjóra fjárfestinga-
bankasviðs Arion banka, setið í
stjórn Atorku síðan kröfuhafarnir
eignuðust allt hlutafé félagsins.
Eigendahópur þess skiptist gróflega
í þrjár blokkir; Íslandsbanka/Glitni,
hóp sem telur yfir tuttugu lífeyris-
sjóði, og aðra hluthafa og þar á með-
al Arion banka. Einar sat í stjórninni
fyrir hönd lífeyrissjóðanna, Halldór
fyrir Arion banka og Snæbjörn Sig-
urðsson, starfsmaður Íslandsbanka,
fyrir sinn vinnustað.
Atorka hefur síðustu sex ár gegnt
hlutverki eignarhaldsfélags sem hef-
ur séð um varðveislu og ráðstöfun á
eignasafni þess. Síðasta eign félags-
ins, hlutabréf í alþjóðlega flutninga-
fyrirtækinu InterBulk, sem þáver-
andi eigendur Atorku keyptu fyrst í
vorið 2006, var seld í apríl síðastliðn-
um.
„Það var síðasta eignin sem félag-
ið átti og var þyngst í sölu. Við höfum
greitt þetta út eftir því sem eignir
hafa fallið til. Miðað við mörg önnur
félög eru menn að ná ásættanlegum
endurheimtum miðað við hvernig
eiginfjárstaðan var á félaginu þegar
kröfuhafar tóku það yfir,“ segir Einar
Páll.
Metið á 37 milljarða
Atorka Group var um
árabil alþjóðlegt
fjár festingarfélag
sem keypti í
fyrirtækjum sem
voru talin hafa
sérstök tæki-
færi til vaxtar
á heimsmark-
aði. Félagið var
skráð í Kaup-
höll Íslands en
það hét áður
Íslenski hluta-
bréfasjóðurinn
og var stofnað árið
1990 af Landsbréf-
um, dótturfélagi
Landsbank-
ans. Tólf
árum síðar samþykktu hluthafar
þess að breyta áherslum í rekstri og
fór þá Þorsteinn Vilhelmsson, fyrr-
verandi stjórnarformaður Atorku
Group og síðar stærsti hluthafi fyrir-
tækisins, inn í eigendahópinn. Þor-
steinn hafði nokkrum árum áður
selt hlut sinn í útgerðarfyrirtæk-
inu Samherja sem hann keypti árið
1983 ásamt bróður sínum Krist-
jáni Vilhelmssyni, núverandi fram-
kvæmdastjóra útgerðarsviðs Sam-
herja, og Þorsteini Má Baldvinssyni,
forstjóra þess. Nafni félagsins var í
kjölfarið breytt og tveimur árum
síðar yfirtók Atorka Sæplast
hf. sem lagði grunninn að
plastframleiðslufyrirtæk-
inu Promens. Atorka jók
í kjölfarið áherslu sína á
fjárfestingar erlendis.
Hlutabréf Atorku
náðu hæstu hæðum
í október 2007 þegar
verðmæti þeirra námu
37 milljörðum króna.
Renewable Energy Reso-
urces ehf. (RER), sem hélt
utan um 41% eignarhlut
Atorku í Geysi Green
Energy og allt hlutafé í
Eigendurnir fá
greitt og slíta
Atorku
n Búið að selja síðustu eign
Atorku Group n 26 ára sögu
félagsins lýkur um áramótin
„Gangi allt
eins og að
er stefnt mun
þetta félag til-
heyra fortíðinni
um áramótin.
Haraldur Guðmundsson
haraldur@dv.is
Situr í skilanefndinni
Lögmaðurinn Einar Páll
Tamimi segir útlit fyrir að
Atorku Group verði slitið
um næstu áramót.
Verum þjóðleg
til hátíðabrigða
Frakkastíg 10 | Sími 551 3160 | gullkistan@vortex.is | www.thjodbuningasilfur.is