Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Side 12
Vikublað 13.–15. september 201612 Fréttir Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Sjálfstætt starfandi apótek í Glæsibæ Okkar markmið er að veita þér og þínum framúrskarandi þjónustu og ráðgjöf Fylgist með okkur á Facebook.com/Lyfsalinn Uppakomur • Leikir • Tilboð Opnunartími: Virka daga 8.30-18 Laugardaga 10.00-14.00 Bjóða lífeyrissjóðum að kaupa 20–40% hlut í arion Banka n Kaupþing vill selja innan næstu tveggja mánaða n Kröfuhafar kaupi 10–20% hlut n Stjórnandi hjá Kaupþingi í stjórn Arion K aupþing hyggst bjóða ís- lenskum lífeyrissjóðum að kaupa af félaginu 20 til 40% hlut í Arion banka en sé tek- ið mið af núverandi bók- færðu eigin fé bankans gæti slíkur eignarhlutur selst fyrir 40 til 80 millj- arða króna. Á fundi sem ráðgjaf- ar og forsvarsmenn stærstu lífeyris- sjóða landsins áttu með fulltrúum Kaupþings í síðustu viku kom fram að stjórnendur félagsins telji ekkert því til fyrirstöðu að hægt sé að ganga frá sölu á stórum hlut í bankanum til hóps lífeyrissjóða strax í nóvember næstkomandi, fljótlega eftir kosn- ingar til Alþingis, samkvæmt heim- ildum DV. Lífeyrissjóðirnir áforma að gefa Kaupþingi svar síðar í þess- um mánuði um hvort þeir séu reiðu- búnir að ganga til kaupviðræðna á grundvelli þeirra tillagna sem Kaup- þing hefur kynnt sjóðunum. Náist samkomulag við lífeyrissjóð- ina um að kaupa hlut í Arion banka þá gerir upplegg Kaupþings jafnframt ráð fyrir því að hluthafar félagsins, sem eru einkum ýmsir erlendir vogunar- sjóðir, kaupi samtímis 10 til 20% hlut í bankanum á sama sölugengi og lífeyr- issjóðunum býðst. Gangi þessi áform eftir þá gætu meðal annars bandarísku vogunarsjóðirnir Taconic Capital, York Capital, Och-Ziff Capital og Abrams Capital, stærstu kröfuhafar Kaupþings við samþykkt nauðasamninga um síð- astliðin áramót, komist í eigendahóp Arion banka. Í dag á Kaupþing 87% hlut í bankanum í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf. og þá fer Bankasýslan með 13% hlut í Arion banka fyrir hönd íslenska ríkisins. Hærra verð, stærri hlutur Hversu stór hlutur lífeyrissjóðun- um mun standa til boða að kaupa af Kaupþingi – á bilinu 20 til 40% – ræðst af því á hvaða verði þeir eru tilbúnir að kaupa hlut í bankanum. Ef í ljós kemur að sjóðirnir vilja aðeins kaupa á gengi sem er talsvert undir ein- um miðað við bókfært eigið fé bank- ans, en það nam ríflega 199 millj- örðum króna um mitt þetta ár, þá er talið ólíklegt að Kaupþing selji lífeyr- issjóðunum meira en um 20% hlut í bankanum. Sá hlutur gæti hins vegar orðið stærri ef samkomulag næst við lífeyrissjóðina um sölugengi sem er nálægt bókfærðu virði bankans. Sam- kvæmt heimildum DV er það mat þeirra sem þekkja vel til stöðu mála að líklegt kaupverð kunni að vera á genginu 0,8 til 0,9 miðað við bókfært eigið fé Arion banka. Þá gera áætlanir ráðgjafa Kaup- þings ráð fyrir því að í kjölfar sölu á hlut til lífeyrissjóða og stórra hlut- hafa Kaupþings í lokuðu útboði (e. private placement) verði innan fárra mánaða haldið almennt hlutafjár- útboð þar sem innlendum og er- lendum fjárfestum mun bjóðast að eignast hlut í bankanum. Vinna við undirbúning að slíku útboði er hafin og þá hefur Arion banki einnig unnið að því að koma upp sérstöku gagna- herbergi fyrir mögulega kaupend- ur að bankanum. Bandaríski fjár- festingarbankinn Citigroup, eins og DV greindi fyrst frá í maí síðastliðn- um, var ráðinn til að vera stjórn og stjórnendum Arion banka til ráðgjaf- ar við söluferlið. Af hálfu stjórnenda Kaupþings eru væntingar um að ýmsir erlend- ir fjárfestingarsjóðir séu áhugasam- ir um að fjárfesta í Arion banka. Til marks um það er meðal annars horft til þess að ávöxtunarkrafan á skulda- bréf íslensku viðskiptabankanna á erlendum fjármagnsmörkuðum hef- ur lækkað mikið á síðustu mánuð- um, einkum í tilfelli Arion banka. Þannig var ávöxtunarkrafan á síð- ustu skuldabréfaútgáfu bankans í evrum, sem var gefin út í apríl síð- astliðnum með 270 punkta álagi yfir millibankavöxtum, komin niður í 120 punkta í síðustu viku, samkvæmt töl- um frá Bloomberg-fréttaveitunni. Þessi jákvæða þróun, sem er til marks um aukna ásókn í erlendar skuldir ís- lensku bankanna, gæti að sama skapi verið vísbending um að erlendir að- ilar muni sýna því áhuga á að fjár- festa í hlutabréfum banka hér á landi á komandi mánuðum og misserum. Sala og alþingiskosningar Það var undir lok síðasta árs sem hóp- ur lífeyrissjóða, leiddur af stærstu líf- eyrissjóðum landsins, hóf óformlegar viðræður við slitastjórn Kaupþings um möguleg kaup sjóðanna á hlut í Arion banka. Þær þreifingar náðu hins vegar aldrei lengra en að vera að- eins kurteisisviðræður enda var það afstaða stærstu kröfu hafa Kaupþings á þeim tíma að slitastjórnin hefði í reynd ekkert umboð til að eiga í við- ræðum við hugsanlega kaupendur að bankanum – það væri verkefni sem hlyti að vera á forræði stjórnar hins nýja eignarhaldsfélags sem brátt tæki til starfa. Eftir að sú stjórn var kjörin til að stýra Kaupþingi um miðjan mars síðastliðinn voru viðræður við lífeyr- issjóðina fljótlegar settar á ís. Sú staða hefur núna tekið breytingum eftir að forsvarsmenn lífeyrissjóðanna – Gildi, Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna, LSR og Frjálsi – ásamt ráðgjöfum sínum, Þórarni V. Þórarinssyni hæstaréttar lögmanni og Friðriki Jóhannssyni, eiganda ráðgjafarfyrir tækisins Icora Partners, áttu fund með Kaupþingi síðdeg- is á mánudaginn í liðinni viku. Á fundinum fóru fulltrúar Kaupþings yfir tillögur sínar að næstu skrefum í söluferlinu sem fela sem fyrr segir Hörður Ægisson hordur@dv.is Mögulegt gengi við sölu** Það sem færi til stjórnvalda Það sem færi til kröfuhafa 0,6 85 17 0,7 91 30 0,8 97 41 0,9 105 51 1 117 56 Sala á 87% hlut í Arion banka* *Miðað við eigið fé Arion banka er sá hlutur bókfærður á 173 milljarða **Sölugengi miðað við bókfært eigið fé bankans. Samkvæmt afkomuskiptasamningi fær ríkið þriðjung af söluandvirði yfir 100 milljörðum. Ef hluturinn selst á meira en 140 milljarða fær ríkið helming umfram þá upphæð en þrjá fjórðu þess sem er yfir 160 milljarða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.