Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.2016, Page 13
Vikublað 13.–15. september 2016 Fréttir 13 Retor Fræðsla - Hlíðasmára 8, Kópavogi - Sími: 519 4800 - www.retor.is Íslensku- kennsla fyrir erlent starfsafl 36 á annnarri 32 á hinni IP Dreifing | www.hrefna.is | hrefna@hrefna.is | sími: 577-3408 Farðu nýjar leiðir og prófaðu ferskar sérvaldar hrefnulundir á grillið eða á pönnuna snöggsteiktar að hætti meistarakokka Bjóða lífeyrissjóðum að kaupa 20–40% hlut í arion Banka n Kaupþing vill selja innan næstu tveggja mánaða n Kröfuhafar kaupi 10–20% hlut n Stjórnandi hjá Kaupþingi í stjórn Arion Komi sú staða upp að til standi að selja einhvern hlut Kaupþings í Arion banka til fjárfesta á mun lægra verði en bókfært eigið fé bankans þá geta íslensk stjórnvöld gripið til þess ráðs að stíga inn í söluferlið og nýtt sér ákvæði um forkaupsrétt. Í dag á ríkið fyrir 13% hlut í Arion banka á meðan eignarhlutur Kaupþings er 87%. Samkvæmt þeim stöðugleikaskilyrð­ um sem kröfuhafar Kaupþings féllust á í tengslum við nauðasamning slitabúsins í fyrra, eins og áður hefur verið upplýst um í DV, er að finna skilmála sem veita stjórnvöldum heimild til að ganga inn í kaup á hlut í bankanum í því skyni að verja fjárhagslega hagsmuni ríkisins við sölu á Arion banka. Þannig mætti ímynda sér að stjórnvöld kysu að sitja ekki aðgerðarlaus hjá ef Kaupþing hyggst til dæmis selja hlut til lífeyris­ sjóða og annarra fjárfesta á genginu 0,6 miðað við bókfært eigið fé. Íslenska ríkið á sem kunnugt er mik­ illa hagsmuna að gæta við sölu á Arion banka vegna afkomuskiptasamnings sem gerður var við kröfuhafa slitabúsins samhliða því að þeir féllust á stöðug­ leikaskilyrði stjórnvalda. Ef hlutur Kaupþings verður seldur í samræmi við bókfært eigið fé Arion banka, eins og það var um mitt þetta ár, þá mun ríkið fá um 117 milljarða króna í sinn hlut. Hlut­ hafar Kaupþings myndu á móti fá um 56 milljarða og er þeim heimilt að skipta allri þeirri fjárhæð í erlendan gjaldeyri og flytja úr landi. Söluandvirðið sem rennur til ríkisins verður hins vegar 85 milljarðar ef hluturinn selst á gengi sem nemur 0,6 miðað við núverandi bókfært eigið fé bankans. Hæstaréttarlögmað­ urinn Steinar Þór Guðgeirsson, sem var formaður skilanefndar Kaupþings á árunum 2008 til 2012 og hefur unnið sem ráðgjafi Seðlabankans síðustu misseri, er sérstakur eftirlitsmaður inni í Kaupþingi og á að tryggja að ekki verði gengið á hagsmuni ríkisins í söluferlinu. Bandaríkjamaðurinn John P. Madden, sem tók til starfa í framkvæmdastjórn Kaup­ þings fyrr á þessu ári, mun taka sæti í stjórn Arion banka á á hluthafafundi bankans sem fer fram næstkomandi fimmtudag. Verður stjórn bankans þá í kjölfarið skipuð átta manns. John P. Madden verður þriðji erlendi stjórnarmaður Arion banka og jafnframt sá eini í stjórn bankans með bein tengsl við Kaupþing. Ásamt því að vera einn af æðstu stjórnendum Kaupþings þá situr hann einnig í stjórn norska olíufélagsins Noreco. John P. Madden, sem stýrði um árabil framtakssjóðum hjá Arcapita Group í London, var ráðinn til Kaupþings fyrir tilstuðlan Keith Magliana, sjóðsstjóra vog­ unarsjóðsins Taconic Capital, áhrifamesta hluthafa Kaupþings, eftir að slitabúið kláraði nauðasamninga undir lok síðasta árs. Skipan hans í stjórn Arion banka, sem á sér nokkurn aðdraganda, er til marks um að stjórnendur og hlut­ hafar Kaupþings vilji hafa meira afgerandi áhrif innan stjórnar bankans samhliða því að þeir vinna að því að selja 87% hlut félagsins á næstu misserum, að sögn þeirra sem þekkja vel til innan Kaupþings. Eignarhlutur Kaupþings í Arion banka er verðmætasta eign félags­ ins. Eftir að hafa skilað tæplega 50 milljarða króna hagnaði á árinu 2015 þá hefur afkoma bankans það sem af er þessu ári valdið vonbrigðum. Þannig var hagnaður bankans á fyrri árshelmingi 9,8 milljarðar króna samanborið við 19,3 milljarða á sama tímabili fyrir ári. Tekjur af fjárfestinga­ starfsemi voru undir vænting­ um og þá þurfti bankinn að bókfæra umtalsvert tap af hlutabréfaeign sinni í skráðum félögum. Hagnaður bankans af reglulegri starfsemi minnk­ aði um fimm milljarða frá fyrra ári og var 2,8 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins. Arðsemi eigin fjár af reglulegri starfsemi var því aðeins 2,8% á tímabilinu. John Madden í stjórn Arion banka meðal annars í sér að bjóða sjóðun- um að kaupa 20 til 40% hlut í bank- anum. Sumir lífeyrissjóðanna telja hugmyndir Kaupþings um að stefna að því að selja stóran hlut í bank- anum innan næstu tveggja mánaða ekki koma til að ástæðulausu. Þær séu til marks um að Kaupþing telji mikilvægt að ganga frá sölu áður en ný ríkisstjórn tekur við völdum eftir kosningar til Alþingis þar sem hlut- hafar félagsins óttist hvaða áhrif það hefði fyrir verðmæti bankans og söluferlið almennt ef næsta stjórn verður undir forystu Pírata. Stjórn- endur og ráðgjafar Kaupþings gefa hins vegar lítið fyrir slíka umræðu, samkvæmt heimildum DV. Kaup- þing sé einfaldlega tilbúið að hefja formlegt söluferli á hlut sínum í Arion banka og þrátt fyrir væntingar um að stíga stórt skref við að selja verulegan eignarhlut strax í nóvem- ber næstkomandi þá hafi sú tíma- setning ekkert með boðaðar alþing- iskosningar að gera. Undir tímapressu Rétt eins og greint var frá í DV í síð- ustu viku þá hefur Kaupþing fengið Benedikt Gíslason, fyrrverandi að- stoðarmann og ráðgjafa fjármála- og efnahagsráðherra, til liðs við sig sem ráðgjafa við söluferlið á Arion banka. Benedikt var einn helsti ráðgjafi ís- lenskra stjórnvalda við vinnu að áætlun um losun fjármagnshafta síð- ustu ár og bætist hann í hóp fulltrúa frá bandaríska fjárfestingarbankan- um Morgan Stanley sem hefur um talsvert skeið unnið að undirbún- ingi að sölu á eignarhlut Kaupþings í bankanum. Ekki þarf að koma á óvart að stjórnendur Kaupþings vilji núna hefja sem fyrst sölu á hlut félags- ins í Arion banka. Eigendur Kaup- þings hafa ríka hagsmuni af því að þeim takist að selja stóran hlut í Arion banka áður en kemur að fyrsta gjalddaga á 84 milljarða króna veðskuldabréfi sem Kaup- þing gaf út til stjórnvalda sem hluta af stöðug leikaframlagi slitabúsins undir lok síðasta árs. Skuldabréfið er til þriggja ára, sem er í samræmi við þann tímaramma sem hluthaf- ar Kaupþings hafa til að selja bank- ann, og ef þeir hafa ekki greitt inn á bréfið fyrir janúar 2018 þarf Kaup- þing að inna af hendi samtals um níu milljarða króna til ríkisins. Sú fjárhæð jafngildir vaxtakostnaði af skuldabréfinu yfir tveggja ára tímabil. Skuldabréfið ber 5,5% vexti og er Kaupþingi aðeins heimilt að greiða upp bréfið fyrir andvirði af sölu á hlut félagsins í Arion banka. Áætlan- ir stjórnenda Kaupþings gera ráð fyr- ir að félagið verði búið að greiða upp skuldabréfið áður en kemur að fyrsta gjalddaga þess og því er ljóst að þeir þurfa að selja hlut í bankanum fyrir að lágmarki 84 milljarða króna áður en sá tímapunktur rennur upp í árs- lok 2017. Heildareignir Kaupþings námu um mitt þetta ár samtals 475 millj- örðum króna og er 87% hlutur í Arion banka verðmætasta eign fé- lagsins. Stærsti einstaki hluthafi Kaupþings, og jafnframt langsam- lega áhrifamesti eigandi félagsins, er bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital en það er sjóðsstjór- inn Keith Magliana sem fer fyrir fjár- festingu sjóðsins í Kaupþingi. n Ríkið með forkaups- rétt að hlut Kaupþings Keith Magliana Fékk John P. Madden til Kaupþings. Steinar Þór Guðgeirsson Eftirlits­ maður ríkisins inni í Kaupþingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.