Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 1

Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 3 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 Fréttablaðið í dag skoðun Guðmundur Andri skrifar um aflandsfélög. 13 sport Strákarnir okkar spiluðu tvo hörkuleiki um helgina. 15-18 Menning Freyja Reynisdóttir opnaði sýninguna Sögur í Lista- safni Akureyrar. 22 lÍfið Dansverkið Girrrrls eftir Ásrúnu Magnúsdóttur og stóran hóp af unglingsstelpum verður sýnt í Tjarnarbíói á fimmtudaginn. 30 frÍtt Munndreifitöflur 250 mg Pinex® Smelt H V ÍT A H Ú S IÐ / A ct av is 5 1 1 0 7 2 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fjöldi fólks, vinir og vandamenn, leitaði að Birnu Brjánsdóttur í Hafnarfirði í gær. Birna sást síðast aðfaranótt laugardagsins. Rannsókn lögreglu hefur litlu skilað. Fréttablaðið/Eyþór saMfélag Vinir, skyldmenni og velunnarar leituðu í gær að Birnu Brjánsdóttur en ekkert hefur spurst til ferða hennar í tvo sólarhringa. Ekki þótti unnt að hefja allsherjar- leit í gær. Birna er fædd 1996, rauðhærð, 170 sentímetrar á hæð og um 70 kíló. Hún var klædd í svartar galla- buxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og svarta Dr. Martens skó þegar síðast sást til hennar. Það var þegar hún fór út af skemmti- staðnum Húrra um klukkan fimm á laugardagsmorgun. Unnt var að rekja ferðir síma hennar í Flata- hraun í Hafnarfirði en síðan hefur verið slökkt á honum. Í upphafi leitaði fólk því í Hafnarfirði en einnig var leitað í Öskjuhlíð og Heiðmörk. Lögreglu- og björgunarsveitar- menn hafa hingað til ekki tekið þátt í leitinni þar sem talið var að skortur væri á vísbendingum um ferðir Birnu. Þó að sími hennar hafi sent frá sér merki í Hafnar- firði sé engin leið að vita hvort hún hafi verið þar á ferð, hvort hún hafi verið fótgangandi eða í bíl, eða símanum hafi hreinlega verið stolið. Í stöðuuppfærslu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem birtist á tíunda tímanum í gærkvöldi, var ítrekað að enn væri lýst eftir Birnu. Málið væri í algerum forgangi og hefðu starfsmenn embættisins skoðað upptökur úr eftirlitsmynda- vélum og símagögn nær sleitulaust í allan gærdag. Fundað var um málið í gærkvöldi til að ákveða næstu skref. „Sá möguleiki er fyrir hendi að símanum hennar hafi verið stolið. Síðustu skilaboð úr honum voru send klukkan 3 en hann sendir síðan frá sér merki í Hafnarfirði rúmum tveimur tímum síðar,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu. Að sögn Sigurlaugar sást til dóttur hennar ganga upp Lauga- veginn skömmu eftir að hún fór af Húrra en það fæst ekki staðfest af lögreglu. „Þetta er úr karakter að hverfa svona. Hún er alltaf „online“ og í samskiptum við vinkonur sínar. Það er yfirleitt ekkert mál að ná í hana ef maður þarf,“ segir Sigur- laug. Lögregla biður þá sem hafa upplýsingar um ferðir Birnu að hafa samband í síma 444-1000. – jóe Árangurslaus leit að tvítugum Reykvíkingi Ekkert hefur spurst til Birnu Brjánsdóttur síðan aðfaranótt laugardagsins. Leit vina og vandamanna í gær skilaði ekki árangri. Lögreglan á höfuðborgarsvæð- inu skoðaði upptökur úr eftirlitsmyndavélum og símagögn nær sleitulaust í gær. birna brjánsdóttir kjaraMál Formaður BSRB segir stjórnvöld hafa brugðist trausti opin- berra starfsmanna þegar þau ákváðu að hunsa samkomulag sem gert var við samtök opinberra starfsmanna um lífeyrismál. „Það tekur langan tíma og mikla vinnu að byggja upp traust en aðeins eitt augna- blik að glata því niður. Hafi ný ríkisstjórn einhvern áhuga á því að auka efnahagslegan og félagslegan stöðug- leika með því að bæta vinnubrögð við gerð kjarasamninga er ljóst hvert fyrsta skrefið þarf að vera,“ segir Elín Björg Jónsdóttir í aðsendri grein í Frétta- blaðinu í dag. Nýr fjármálaráðherra þurfi að koma í gegn breytingum á lögum um lífeyrismál opinberra starfsmanna. – jhh / sjá síðu 12 Skorar á nýjan ráðherra Elín björg Jónsdóttir, formaður bSrb 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -0 A C 4 1 D 1 2 -0 9 8 8 1 D 1 2 -0 8 4 C 1 D 1 2 -0 7 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.