Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 17

Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 17
fólk kynningarblað 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r Betri stofa heimilisins þar sem hjónin eiga hvort sinn stólinn, Kristbjörg Sindrastólinn og Árni norskan verðlaunastól. MYND/ERNIR Hjónin Árni Kjartansson arki- tekt og Kristbjörg Guðmunds- dóttir keramikhönnuður hafa komið sér vel fyrir á fallegu heimili sínu við Hvassaleiti í Reykjavík. Húsið þeirra er hannað af einum þekktasta arkitekti þjóð- arinnar, Guðmundi Kr. Kristins- syni, og segjast hjónin hafa vera heppin að hafa náð að festa kaup á jafn frábæru húsi. „Af næmni og innsæi hefur arkitektinum tekist að skapa „stórt“ hús og falleg rými á fáum fermetrum, sannarlega alþýðuarkitektúr í hæsta gæðaflokki,“ segir Árni. „Við höfum verið samstiga um hvernig við gætum notað þessa fallegu og praktísku umgjörð fyrir heimili okkar og samhent höfum við unnið að öllu sem að heimilinu snýr. Eins og ljósið skapar rými og arkitektúr, þann- ig skapar alúð, hlýja og persónu- legur blær fallegt heimili í fal- legum arkitektúr.“ Aðspurð um stíl heimilis- ins segir Kristbjörg þau vona að ekki sé hægt að fella heimili þeirra undir stíl af nokkru tagi. „Við höfum búið saman lengi og höfum á þeim tíma safnað að okkur alls kyns munum og bókum. Við eigum það sam- merkt að eiga erfitt með að Lesa og skiLja anda hússins Hjónin Árni Kjartansson arkitekt og Kristbjörg Guðmundsdóttir keramikhönnuður hafa búið á fallegu heimili sínu í Hvassaleiti í 20 ár. Þau hafa unnið samhent að öllu sem að heimilinu snýr og eiga það sammerkt að eiga erfitt með að henda hlutum. Því ægir saman alls kyns dóti á heimili þeirra sem margt er hluti af þeim sjálfum. Áhugasamir hafið samband við: Jón Ívar Vilhelmsson Sími 512 5429 jonivar@365.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Sérblaðið Vörubílar og vinnuvélar kemur út 31. janúar. Í þessu blaði er hægt að kaupa auglýsingar sem og kynningar. Starri Freyr Jónsson starri@365.is 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 2 -2 8 6 4 1 D 1 2 -2 7 2 8 1 D 1 2 -2 5 E C 1 D 1 2 -2 4 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.