Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 18

Fréttablaðið - 16.01.2017, Page 18
henda og þar af leiðir að á heimili okkar ægir saman alls kyns dóti, sem margt hvert hefur ekkert peningalegt gildi en er á einhvern hátt hluti af okkur sjálfum. Svo er til dæmis með bækur, sem eiga til að rökræða við mann út um kjölinn.“ Leirmunirnir áberandi Árni er einn af fimm eigend- um Glámu/Kím Arkitekta og hefur síðustu tíu árin starf- að sem framkvæmdastjóri stof- unnar. Kristbjörg nam m.a. leir- list við MHÍ og rekur eigið ker- amikverkstæði, hefur tekið þátt í fjölda sýninga og selur muni sína á völdum stöðum í Reykjavík og á Austurlandi. Auk þess er hægt að heimsækja hana á verkstæðið og kaupa muni þar. Þau segja leirmuni Krist- bjargar eðlilega eiga sér afger- andi sess á heimilinu, jafnt list- muni sem brúkshluti. Auk þeirra hefur þeim áskotnast nokkur fjöldi listaverka, meðal annars eftir samferðamenn og vini í hópi listamanna. „Revox-segulbands- tækið skipar alveg sérstakan sess í huga í mér,“ segir Árni. „Tækið var keypt eftir fyrsta vetur okkar í Lundi, þegar upp á sama dag bar fyrstu útborgun fyrir upp- skipunarvinnu í Malmö og til- kynningu um langþráð námslán frá Lánasjóði íslenskra náms- manna.“ Kristbjörgu er afar kær Sindrastóllinn, sem foreldrarnir gáfu henni þegar hún var 13 ára. „Við höfum nýlega látið gera hann upp og bætt við fótaskemli.“ Þau segjast hafa verið hepp- in að fá húsið nánast óspjallað og því hafi ekki þurfti að kosta miklum fjármunum til að endur- heimta gæði þess. „Í þeim endur- bótum sem við höfum þurft að gera höfum við kappkostað að lesa og skilja anda hússins og beygt okkur undir vilja hans. Við munum halda okkur við þá að- ferð.“ Stiginn í húsinu er bjartur og veitir dagsbirtu inn í miðju hússins. Stiginn tengir saman allar vistaverur, bókstaflega og sjónrænt. Handriðið hefur verið gert upp í upprunalegri mynd. myndir/ernir Öll rými neðri hæðarinnar eru opin og tengjast innbyrðis. Ljósin Ból eftir Kristbjörgu eru postu- línsafsteypur af gömlum netakúlum. Kertahús Kristbjargar sem margir nota eingöngu á jólum prýða heimili þeirra hjóna allan ársins hring. Kristbjörg að vinnu á verkstæðinu sem er staðsett í bílskúr og þvottahúsi. Litirnir í húsinu eru sóttir í litasafn arkitekts hússins. FóLk er kynningarbLað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðLar | ÁByrgðarmaður: Svanur Valgeirsson umSjónarmenn efniS: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Lilja Björk Hauksdóttir, liljabjork@365.is, s. 512 5372 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 SÖLumenn: Atli Bergmann, atlib@365.is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.is, s. 512 5433 89% af lesendum dagblaða* á höfuðborgarsvæðinu á aldursbilinu 18–49 ára lesa Fréttablaðið daglega. Lesa bara FBL 68% Lesa bæði FBL OG MBL 21% Lesa bara MBL 11% Allt sem þú þarft ... *Fréttablaðið og Morgunblaðið. Heimild : Prentmiðlamæling Gallup júl.-sep. 2016 Hjónin Kristbjörg guðmundsdóttir leirlistakona og Árni Kjartansson arkitekt hafa búið saman í 45 ár, þar af 20 ár í þessu húsi. 1 6 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r2 F ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n n i n G a r b l a ð ∙ H e i M i l i 1 3 -0 6 -2 0 1 7 1 0 :4 3 F B 0 5 6 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 2 -2 D 5 4 1 D 1 2 -2 C 1 8 1 D 1 2 -2 A D C 1 D 1 2 -2 9 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 5 6 s _ 1 5 1 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.