Fréttablaðið - 13.06.2017, Page 1

Fréttablaðið - 13.06.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 2 7 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 3 . J ú n Í 2 0 1 7 FrÍtt Fréttablaðið í dag skoðun Sigmundur Davíð segir undarlega atburði hafa gerst við þinglok. 13 sport Það verður samba­ stemning í Laugar­ dalnum í kvöld er íslenska kvenna­ landsliðið spilar við Brasilíu. Með liði Brasilíu spilar ein besta knattspyrnu­ kona allra tíma, Marta. Hún mun ekki fá neitt ókeypis í kvöld. 14 lÍFið Það er viðburðaríkt sumar fram undan hjá tónlistarkon­ unni Karó. 26 plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Fullkomnasta mynd í heimi Fullkomnasta hljóð í heimi Fullkomnari aðstaða FULLKOMNASTI KVIKMYNDASALUR LANDSINS saMFélag „Markmiðið er ekki að hreinsa út úr svona húsnæði. Mark­ miðið er að eldvarnir séu í lagi,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs­ stjóri slökkviliðs höfuðborgarsvæð­ isins (SHS), en honum var falið að kortleggja núverandi ástand á óleyfis­ íbúðum á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að á fjórða þúsund manns búi í slíku húsnæði á höfuð­ borgarsvæðinu. Staðfest er að 1.035 íbúar búa í óleyfisíbúðum á höfuðborgar­ svæðinu. Flestir í Reykjavík, eða 461, en flest börn búa í óleyfisíbúðum í Kópavogi, eða 30. „Það eru íbúðir mjög víða en það er mikilvægt að taka það fram að ekki eru allar íbúðir með slakar eldvarnir. Margar af þessum íbúðum eru til fyrirmyndar en í öðrum mætti bæta þær. Við viljum líka heyra frá fólki ef það er óöruggt með eldvarnir hjá sér,“ segir hann. Jón Viðar bendir á að þegar slökkviliðsmenn fara í útkall verði þeir að hafa á bak við eyrað að þar inni séu mögulega íbúar. „Við höfum þurft að loka húsnæði, oftar en einu sinni. Ástandið var þá þann­ ig að það var ekki hægt að bæta úr aðstæðum,“ segir hann. Frá árinu 2008 hefur óleyfisíbúð­ um í Hafnarfirði fjölgað um 60, eða úr 21 heimilisfangi í 81. Í Mosfellsbæ eru nú 19 þekkt heimilisföng en voru sjö árið 2008. Alls eru 132 óleyfis­ íbúðir í Reykjavík, 63 í Kópavogi og 15 í Garðabæ. – bb Á fjórða þúsund manns í ósamþykktu húsnæði Búið er að kortleggja núverandi stöðu óleyfisíbúða á höfuðborgarsvæðinu. Mikil fjölgun hefur orðið í Hafnarfirði og Mosfellsbæ frá árinu 2008. Borgar- og bæjarstjórar hafa fengið upplýsingarnar. Mörg óleyfishús með eldvarnir í lagi. Þjóðaröryggisráð fundaði í gær á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra voru netöryggismál til umfjöllunar sem og hryðjuverkahætta og vopnaburður lögreglu. Fremst á myndinni má sjá Jónu Sólveigu Elínardóttur, fulltrúa meirihluta þingsins í nefndinni, og Bjarna Benediktsson forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Við viljum líka heyra frá fólki ef það er óöruggt með eldvarnir hjá sér. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri Viðskipti Evran er langvinsælasti gjaldmiðillinn í gjaldeyrishrað­ banka Arion banka. Hraðbanki bankans var nýverið opnaður í Kringlunni og er hann sá fyrsti hér á landi ef frá eru taldir hraðbankar í Leifsstöð. 75% af öllum úttektum sem gerð­ ar voru í fyrstu vikunni voru evrur. 14% voru Bandaríkjadalir, 8% bresk pund og 3% danskar krónur. – aó saMFélag Forsvarsmenn Mathallar­ innar sem verður opnuð á Hlemmi segjast ætla að hafa að leiðarljósi að takmarka matarsóun og hugsa eins vel um umhverfið og hægt er. Meðal annars með því að lágmarka matarsóun og bjóða ekki upp á plastumbúðir. „Markmiðið er að verða alveg plastlaus,“ segir Ragnar Egilsson, markaðsstjóri Mathallar­ innar. – ghe / sjá síðu 24 Evran vinsælust Ekkert plast og sóun í lágmarki 1 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 1 0 -8 8 6 8 1 D 1 0 -8 7 2 C 1 D 1 0 -8 5 F 0 1 D 1 0 -8 4 B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.