Fréttablaðið - 13.06.2017, Qupperneq 2
VIÐSKIPTI Breski kaupsýslumaður-
inn Philip Day er sagður hafa áhuga
á að kaupa fatakeðjurnar Coast,
Oasis og Warehouse af Kaupþingi.
Keðjurnar voru settar á sölu í nóv-
ember í fyrra og var uppsett verð þá
100 milljónir punda, sem jafngildir
um 12,5 milljörðum króna, en talið
er að Day geti nú keypt verslanirnar
fyrir helmingi lægri fjárhæð.
Day er forstjóri smásölukeðj-
unnar Edinburgh Woollen Mill, en
í frétt The Sunday Times segir að
hann hafi aukið umsvif sín á smá-
sölumarkaði að undanförnu með
kaupum á nokkrum verslunum.
Félagið Aurora Fashions rekur
keðjurnar þrjár, Coast, Oasis og
Warehouse, en það hefur verið í
eigu Kaupþings frá árinu 2009. Áður
voru þær í eigu félagsins Mosaic
Fash ions, sem varð gjaldþrota í
kjölfar hrunsins, en Baugur Group
var stærsti eigandi þess félags. Aðrir
hluthafar voru meðal annars Kaup-
þing og fjárfestingarfélagið Stapi.
Líkt og margar verslanakeðjur
hafa verslanir Aurora Fashions
átt erfitt uppdráttar undanfarin
ár. Fatasala hefur dregist verulega
saman í Bretlandi og þá er einka-
neysla jafnframt minni en áður. – kij
Vill kaupa
verslanir af
Kaupþingi
Verslanir Oasis hafa verið í eigu
Kaupþings frá árinu 2009 en eru nú í
söluferli. Fréttablaðið/EPa
Veður
Fremur hæg norðaustlæg eða
breytileg átt. Skýjað með köflum
og þurrt að kalla, en líkur á síð-
degisskúrum suðvestan til, einkum
í innsveitum. Sjá SíÐu 18
Hituðu upp fyrir þjóðhátíðardaginn
ReyKjaVíK Líklega má skýra það að
Vesturbæingar verði meira varir við
rottugang núna en áður með því að
þegar vel viðrar séu rottur meira á
ferli. Bjarni Brynjólfsson, upplýs-
ingastjóri Reykjavíkurborgar, bend-
ir á að ekki sé óeðlilegt að menn sjái
rottur á þessum tíma þegar veðrið
er hvað best
Hanna Ólafsdóttir, blaðamaður
sem býr í Vesturbænum, birti
á Facebook-síðunni Vesturbær
myndband af rottu við Holtsgötu
á laugardaginn. Færslan fékk mikil
viðbrögð innan hópsins. Hanna
segist þó aðeins hafa séð rottu á ferli
í Vesturbænum í þetta eina skipti. Í
Face book-hópnum má sjá nokkrar
færslur frá öðrum notendum um
rottugang á svæðinu síðustu vikur,
sumar rotturnar hafa verið á lífi en
aðrar dauðar.
Starfsmaður meindýravarna
hjá Reykjavíkurborg segir ekki
meiri rottugang í Vesturbænum en
venjulega þrátt fyrir frásagnir af því.
Fólk verði ef til vill meira vart við
þær núna, en tilkynningum hefur
ekki fjölgað hjá meindýravörnum
Reykjavíkurborgar.
Að mati starfsmannsins gæti
verið að fólk tæki meira eftir rottum
vegna umfjöllunar um rottugang.
Fólk sé farið að líta sér nær og skoða
heimahverfið meira.
Bjarni telur það ekki rétt að
rottugangur hafi aukist. „Þegar það
verður vart við rottur þá hefur fólk
yfirleitt samband við meindýraeyða
borgarinnar þannig að þeir eru með
ansi góða skráningu á því sem er að
gerast.“
Þegar tilkynnt sé um rottugang
mæti meindýraeyðar og setji upp
gildrur. „En síðan er eitrað í skolp-
brunnana á sumrin til þess að halda
rottum í skefjum. Engin hætta er á
því að gæludýr komist í slíkt eitur,“
segir Bjarni.
Hann bendir á að rottur séu meira
á ferli í góðu veðri. „Það er kannski
mikið af opnum húsgrunnum vegna
fjölda framkvæmda sem eru í gangi
í Reykjavík. Þegar er verið að sinna
viðhaldi hér og þar og skolpið er
kannski opnað þá geta þær jafnvel
flúið og farið á stjá. Þannig að það
er ekki óeðlilegt að menn sjái rottur
á þessum tíma þegar veðrið er hvað
best.
Mikilvægt er að fólk láti mein-
dýravarnir vita þegar það verður
vart við rottur. Hægt er að finna
síma hjá meindýravörnum á síðu
borgarinnar,“ segir Bjarni Brynj-
ólfsson. saeunn@frettabladid.is
Rotturnar sleikja
líka sólina í borginni
Íbúar í Vesturbænum hafa á Facebook vakið athygli á rottugangi. Starfsmaður
meindýravarna Reykjavíkurborgar segir að ekki sé meiri rottugangur á svæðinu
en venjulega. Rottur eiga það til að birtast á götum borgarinnar þegar hlýnar.
rottur eru meira áberandi í borginni þegar hlýnar í veðri. Fréttablaðið/GVa
Það er ekki óeðlilegt
að menn sjái rottur
á þessum tíma
þegar veðrið er
hvað best.
Bjarni Brynjólfsson,
upplýsingastjóri
Reykjavíkurborgar
VIÐSKIPTI Hádegisverður með fjár-
festinum Warren Buffett var í nýlið-
inni viku sleginn hæstbjóðanda
fyrir 2,7 milljónir dala, sem jafn-
gildir um 265 milljónum króna.
Um árlegt uppboð er að ræða, þar
sem áhugasömum gefst kostur á að
vinna hádegisverð með spámann-
inum frá Omaha, en ágóðinn rennur
allur til góðgerðarsamtaka.
Hæstbjóðandi vildi ekki láta
nafns síns getið. Hann má taka
með sér allt að sjö gesti en máltíðin
verður snædd á steikhúsinu Smith
& Wollensky í New York.
Uppboðið stóð í fimm daga en
hæsta tilboð nam 2,3 milljónum
dala, allt þar til á síðustu mínútum að
hærra tilboð barst. Alls hefur Buffet
safnað yfir 25 milljónum dala til góð-
gerðarmála með þessum hætti. – kij
Mörg hundruð
milljóna króna
hádegisverður
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
Gleraugnaverslunin þín
MJÓDDIN
S:587 2123
FJÖRÐUR
S: 555 4789
Bættu árangurinn!
Íþróttagleraugu með og án styrkleika.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga er næstkomandi laugardag með tilheyrandi húllumhæi. Dagskrá verður nokkuð áþekk því sem hún hefur verið í
gegnum tíðina. Lögreglufólk sem kemur til með að standa vörð á Austurvelli æfði fyrir stóra daginn á Laugardalsvelli í gær. Fréttablaðið/aNtON briNK
1 3 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j u D a G u R2 f R é T T I R ∙ f R é T T a B L a Ð I Ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
0
-8
D
5
8
1
D
1
0
-8
C
1
C
1
D
1
0
-8
A
E
0
1
D
1
0
-8
9
A
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K