Fréttablaðið - 13.06.2017, Page 8
Opinn kynningarfundur
NIÐURSTÖÐUR EFTIRLITS OG UMHVERFISVÖKTUNAR FYRIR FJARÐARÁL, REYÐARFIRÐI
Umhverfisstofnun boðar til opins kynningarfundar um niðurstöður eftirlits og umhverfis
vöktunar fyrir Fjarðarál, Reyðarfirði, miðvikudaginn 14. júní í Þórðarbúð v. Austurveg á
Reyðarfirði, klukkan 17:00.
Í starfsleyfum tiltekinna stærri fyrirtækja er kveðið á um að boða skuli til opins kynningarfundar
um umhverfisvöktun og losun af völdum starfseminnar. Allir velkomnir
DAGSKRÁ FUNDARINS
ÁHERSLUR OG FYRIRKOMULAG Í EFTIRLITI
G. Stella Árnadóttir frá Umhverfisstofnun
NIÐURSTÖÐUR EFTIRLITS OG MÆLINGA
Á LOSUN ÁLVERSINS
Einar Halldórsson frá Umhverfisstofnun
NIÐURSTÖÐUR UMHVERFISVÖKTUNARINNAR
Erlín Jóhannsdóttir frá Náttúrustofu Austurlands
ERINDI
Magnús Ásmundsson frá Fjarðaráli
UMRÆÐUR AÐ LOKNUM FRAMSÖGUM
Nánari upplýsingar og birting vöktunarskýrslna á umhverfisstofnun.is
VIÐSKIPTI Íslenskur fjárfestahópur
sem festi nýlega kaup á dótturfélagi
Icelandic Group í Belgíu hefur lagt
fram kauptilboð í Seachill, dóttur-
félag Icelandic í Bretlandi, sam-
kvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Stór erlend sjávarútvegsfyrirtæki
sem og alþjóðlegir fjárfestingarsjóð-
ir hafa einnig sýnt félaginu áhuga.
Stjórn Icelandic Group, sem er að
fullu í eigu Framtakssjóðs Íslands,
ákvað í apríl síðastliðnum að hefja
söluferli á Seachill. Félagið, sem
var stofnað árið 1998, er leiðandi
framleiðandi kældra fiskafurða
inn á breska smásölumarkaðinn,
en tekjur þess námu um 266 millj-
ónum punda, sem jafngildir um 33,4
milljörðum króna, í fyrra.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur íslenska fjárfesta-
hópnum, sem samanstendur meðal
annars af Akri fjárfestingum, fagfjár-
festasjóði í rekstri Íslandssjóða, og
sjávarútvegsfélögunum Sæmarki-
sjávarafurðum og Fishproducts
Iceland, verið hleypt áfram í aðra
umferð söluferlisins. Sami hópur
keypti belgíska félagið Gadus af
Icelandic fyrr á árinu, en við það til-
efni sagði Herdís Dröfn Fjeldsted,
stjórnarformaður Icelandic, að
aðkoma Íslendinga í sjávarútvegi
að Gadus væri mjög jákvætt skref og
gæfi félaginu enn frekari tækifæri til
að efla ímynd og verðmæti íslenskra
sjávarafurða í Mið-Evrópu.
Fréttavefurinn Undercurrent
News greindi frá því í síðustu viku
að kanadíska félagið Cooke Aqua-
culture og breska félagið Young’s
Seafood hefðu einnig lagt fram
óskuldbindandi tilboð í Seachill.
Það sama ætti við um fjárfestingar-
sjóði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Ekki er talið að söluferlinu ljúki fyrr
en síðar í sumar.
Í frétt Undercurrent News segir
að kaupverðið á Gadus hafi numið
allt að fjörutíu milljónum evra, eða
4,4 milljörðum króna, sem er um
áttfaldur rekstrarhagnaður félags-
ins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og
skatta (EBIDTA). EBIDTA Seachill
nam um 10,4 milljónum punda, sem
jafngildir um 1,3 milljörðum króna,
í fyrra þannig að ætla má að mögu-
legt kaupverð á félaginu geti numið
yfir tíu milljörðum króna.
Íslenskir fjárfestar hafa
augastað á Seachill
Sami hópur og keypti dótturfélag Icelandic Group í Belgíu hefur áhuga á að festa
kaup á dótturfélagi Icelandic í Bretlandi. Kaupverðið gæti numið yfir tíu millj-
örðum króna. Smásölukeðjan Tesco þarf að leggja blessun sína yfir kaupin.
Smásölukeðjan Tesco, sem er sú stærsta í Bretlandi, er helsti viðskiptavinur
Seachill, bresks dótturfélags Icelandic Group, og er sögð þurfa að leggja
blessun sína yfir nýjan eiganda félagsins. FréTTaBlaðIð/EPa
Síðasta stóra eining Icelandic Group
Seachill er síðasta stóra
einingin sem eftir er í
Icelandic Group. Tilkynnt
var í apríl um sölu félags-
ins á Gadus í Belgíu til ís-
lensks fjárfestahóps, en
kaupin voru frágengin
í lok síðasta mánaðar.
Þá seldi Icelandic Group
starfsemi sína í Banda-
ríkjunum til High Liner
Foods árið 2011, auk
þess sem Brim festi
kaup á starfsemi
Icelandic í Asíu árið
2015. Í fyrra seldi
félagið enn fremur dóttur-
félag sitt á Spáni til Solo
Seafood, sem er í eigu
Nesfisks, Jakobs Valgeirs,
FISK og Bjarna Ármanns-
sonar. Eru sölurnar liður
í þeirri stefnu Framtaks-
sjóðsins að einfalda
og endurskipuleggja
rekstur Icelandic
Group.
Herdís Dröfn
Fjeldsted,
stjórnarformaður
Icelandic Group
Curcumin
„Gullkryddið“
er margfalt
áhrifameira
en Túrmerik!
HEFUR ÞÚ PRÓFAÐ
CURCUMIN? Gullkryddið sem hefur reynst þúsundum landsmanna vel.
Bætiefnin innihalda hvorki rotvarnarefni né fylliefni og eru án allra aukaefna.
„Ég mæli tvímæla-
laust með vörunum frá
Natural Health Labs.“
Helga Lind
– Pilateskennari
og einkaþjálfari
Fæst í öllum helstu apótekum,
heilsuverslunum og heilsuhillum stórverslana.
Kynntu þér málið á www.balsam.is
Vöxtur Seachill frá stofnun hefur
að miklu leyti byggst á nánu sam-
starfi við Tesco, stærstu smásölu-
keðju Bretlands, en félagið hefur
lengi séð Tesco fyrir fjölbreyttu úrvali
sjávarafurða. Í frétt Undercurr ent
News er fullyrt að Tesco verði að
leggja blessun sína yfir kaupin á Sea-
chill áður en þau geti orðið að veru-
leika. Finna megi ákvæði í langtíma-
samningi Tesco og Seachill þess efnis
að Tesco geti sagt samningnum upp
ef keðjunni líst illa á nýjan eiganda.
Seachill á einnig fiskréttafram-
leiðandann The Saucy Fish Co sem
notið hefur mikilla vinsælda í Bret-
landi á síðustu árum. Starfsmenn
Seachill eru um 750 talsins og eru
höfuðstöðvar félagsins í Grimsby.
Söluferlið er í höndum Íslands-
banka og Oghma Partners.
kristinningi@frettabladid.is
NOREGUR Framfaraflokkurinn í
Noregi óttast að ný gjöld á eldis-
lax sem norska stórþingið hefur
samþykkt leiði til þess að ný störf
skapist í Póllandi í stað Noregs.
Sveitarfélög við sjávarsíðuna gætu
fengið 400 milljónir norskra króna
í aukatekjur á hverju ári samkvæmt
nýrri samþykkt þingsins.
Árið 2013 voru bein og óbein
störf við vinnslu norsks lax í Evr-
ópu 100 þúsund. Roy Steffensen,
þingmaður Framfaraflokksins,
bendir á að greiða þurfi gjald af
hverju kílói af óunnum fiski sem
fluttur er út. Sveitarfélögin fái pen-
inga í kassann þótt vinnslan fari
fram erlendis.
Fulltrúi Sósíalíska vinstri flokks-
ins, Torgeir Knag Fylkesnes, segir
gjöldin mikilvægan sigur fyrir sveit-
arfélög við sjávarsíðuna. Fiskeldis-
fyrirtækin greiði nú engin gjöld
fyrir afnot af hafsvæðunum. – ibs
Leggja gjöld á eldisfisk
VIÐSKIPTI Ölgerðin hefur fest kaup á
Kú mjólkurbúi. Ölgerðin framleiðir,
flytur inn, dreifir og selur matvæli og
sérvöru af ýmsum toga.
„Kú hefur verið ötull frumkvöðull
frá stofnun og barist af einurð og afli
gegn fákeppni á mjólkurmarkaði.
Með kaupum Ölgerðarinnar eykst
sá slagkraftur án þess þó að breyta
frumkvöðlahugsjón fyrirtækisins
þar sem hagur neytenda og framsýni
ræður ríkjum,“ segir Októ Einarsson
stjórnarformaður í tilkynningu.
„Við höfum lent í ýmsu og það
hefur ekki alltaf verið auðvelt að
berjast á þeim fákeppnismarkaði
sem ríkt hefur. Stuðningur Ölgerðar-
innar styrkir okkur í þeirri baráttu
sem fram undan er og hleypir nýjum
krafti í okkur,“ segir Ólafur Magnús-
son, sem mun starfa áfram með Kú
mjólkurbúi.
Fram undan er fjöldi nýjunga frá
Kú mjólkurbúi sem kynntar verða á
næstu mánuðum.
„Það eru spennandi tímar fram
undan og ég hlakka til að sjá öflugri
Kú takast á við þá ójöfnu samkeppni
sem ríkt hefur. Neytendur verða sem
fyrr í fyrsta sæti hjá Kú mjólkurbúi,“
segir Guðni Þór Sigurjónsson fram-
kvæmdastjóri. – bb
Ölgerðin kaupir Kú
Greiða á gjald af hverju kílói af eldisfiski sem flutt er úr landi. MynD/Fjarðarlax
1 3 . j ú N í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R8 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð
1
3
-0
6
-2
0
1
7
0
4
:2
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
1
0
-A
F
E
8
1
D
1
0
-A
E
A
C
1
D
1
0
-A
D
7
0
1
D
1
0
-A
C
3
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
2
_
6
_
2
0
1
7
C
M
Y
K