Fréttablaðið - 13.06.2017, Side 12

Fréttablaðið - 13.06.2017, Side 12
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Aðfaranótt 1. júní var fjármálaáætlun ríkis-stjórnarinnar til næstu fimm ára samþykkt með einu atkvæði, 32-31. Áætlunin hefur fengið furðu litla athygli miðað við hversu áhrif hennar verða mikil fyrir íslenskt samfélag ef hún nær fram að ganga. Sérstaklega þarf að hafa áhyggjur af heilbrigðismálum, menntamálum, málefnum öryrkja og fatlaðs fólks, húsnæðis- og fjölskyldumálum ásamt samgöngum og löggæslu. Þetta eru einmitt málin sem rætt var mikið um í kosningabaráttunni og allir flokkar gáfu loforð um að raða framar. En auk þessa eru helstu jöfnunartækin veikt; barnabætur og húsnæðisbætur og áætlunin mun leiða til aukins ójafnaðar. Þetta gengur allt gegn stefnu jafnaðarmanna. Þess vegna lagði Samfylkingin fram breytingartillögur við fyrrgreind málasvið áætlunar- innar svo og við þróunarsamvinnu. Við gerðum einnig tillögur á tekjuhliðinni um rétt- látara skattkerfi, sem spornar gegn auðsöfnun á fárra hendur og gefur sanngjarnari tekjur af auðlindum þjóðarinnar. Tillögur okkar eru raunhæfar og hefðu stuðlað að auknum jöfnuði, uppbyggingu innviða og betra velferðarkerfi ef þær hefðu verið samþykktar. En þær voru felldar af hægristjórninni eins og við var að búast, enda hafa þau þegar svikið nær allt sem þau lofuðu fyrir kosningar. Ríkisfjármálin hafa stýrandi áhrif á velferð lands- manna. Ekki er að vænta endurreisnar heilbrigðiskerfis- ins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar þó um 90 þúsund manns hafi krafist þess með undirskriftum. Jafnrétti til náms á einnig undir högg að sækja vegna sveltistefnu bæði á framhaldsskóla- og háskólastiginu. Það sama á við um umferðaröryggi á holóttum og þröngum vegum. Stefnuleysi og skortur á uppbyggingu hjúkrunar- heimila hefur ekki aðeins slæm áhrif á fólkið sem þarf á þjónustunni að halda, heldur einnig á daglegt líf þeirra sem hlúa að öldruðum fjölskyldumeðlimum sem bíða mánuðum saman eftir plássi á hjúkrunarheimilum. Fjármálaáætlunin ríkisstjórnarinnar varðar alla landsmenn og afhjúpar stjórnarflokkana þrjá, betur en nokkuð annað, sem hægriflokka undir sterkum áhrifum nýfrjálshyggju. Afhjúpandi áætlun Oddný G. Harðardóttir formaður þing- flokks Samfylk- ingarinnar Ekki er að vænta endur- reisnar heilbrigðis- kerfisins í valdatíð núverandi ríkisstjórnar. Fatboy Original púðinn H E I L S U R Ú M A R G H !!! 1 60 51 7 Verð frá 23.650 kr. YFIR 30 LITIR Öryggið Sigríður Andersen dómsmálaráð- herra segist treysta mati ríkislög- reglustjóra um aukinn viðbúnað þegar margmenni kemur saman hér á landi. Miklar deilur hafa skapast vegna vopnaðra sérsveit- armanna sem stóðu vörð í mið- bænum um helgina. Það er nauð- synlegt að dómsmálaráðherra hafi traust á ríkislögreglustjóra. Hið sama traust á mati stjórans var þó ekki uppi þegar ríkisfjármála- áætlun var afgreidd við þinglok. Í athugasemdum ríkislögreglu- stjóra við frumvarpið er fullyrt að lögreglumenn séu of fáir til að geta sinn öryggishlutverki sínu. Fjármálaáætlun geri ekki ráð fyrir fjármagni sem geti bætt úr því. Ætli rekstrarmenn ráðuneytisins hafi komist að því að hver byssa kosti minna en stöðugildið? Ógnin Það hefur verið sérstakt að fylgjast með hvernig byssumálið skiptist eftir flokkspólitískum línum. Hægra megin virðist fólk ánægt með frumkvæði Ríkislögreglu- stjóra en vinstra megin heyrist fólk finna til óöryggis í návist skot- vopnanna. Sumum virðist finnast það ófrávíkjanleg regla að lögregla eigi aldrei að bera vopn á Íslandi. Aðrir virðast álíta að einhvern tímann gæti komið upp sú ógn að vopnaburður þyki nauðsynlegur, en sá tími sé ekki kominn. Því er þó ósvarað hver sé best til þess fallinn að meta hvenær sá tími sé kominn, ef ekki Ríkislögreglu- stjóri. snaeros@frettabladid.is Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur ekki áhuga á að nota skatta til að draga úr sykurneyslu. Hins vegar er hægt að beita öðrum aðferðum til að reyna að ná sama markmiði. Þegar við borðum sykur losar heilinn boð-efnið dópamín sem lætur okkur líða vel. Ástæða þess að okkar tegund elskar sætindi er sú að forfeður mannsins lærðu að ef þeir fundu ber eða hunang urðu þeir að borða þau hratt. Þróunarfræðilegar ástæður rót- festu ástarsamband mannsins og sykurs. Margir áratugir eru síðan læknar fóru að líkja sykri við fíkniefni. „Margir læknar og matarráðgjafar gera sér ljóst að sykur hagar sér klínískt á svipaðan hátt og fíknilyf. Neysla sykurs skapar þörf fyrir meiri sykur og margir sjúklingar fá vanlíðan þegar sykurneysla er stöðvuð um hríð,“ segir í grein Ársæls Jónssonar læknis, Um mataræði og menningarsjúkdóma, sem birtist í Læknablaðinu 1974. Besta leiðin til að halda í fitu og bæta á sig meiru fitu er að borða viðbættan sykur. Of mikil neysla viðbætts sykurs er ein helsta orsök offitufaraldursins á Vestur- löndum. Meðal annars af þessari ástæðu fór Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin í endurskoðun á næringar- viðmiðum fyrir viðbættan sykur. Frá árinu 2015 hefur stofnunin mælt með að fullorðnir og börn fái alls ekki meira en 10 prósent af heildarkaloríuinntöku sinni úr viðbættum sykri. Æskilegt sé þó að miða við 5 prósent. Fyrir fullorðinn karlmann er það um 25 grömm af sykri á dag. Það jafngildir sex Oreo-kexkökum. Ein lítil kók í gleri (250 ml) fer yfir hámarkið en í henni eru 26,5 grömm af sykri. Mörg dæmi frá útlöndum sýna að sykurskattar virka sem tæki til að draga úr sykurneyslu. Bæði Norðmenn og Finnar hafa sérstaka sykurskatta og Bretar frá og með næsta ári. Niðurstöður íslenskrar rannsóknar sem birtar voru í byrjun þessa árs leiddu í ljós að fyrir hvert prósentustig sem verð á gosi hækkaði um minnkaði eftirspurnin um sama hlutfall. Í nýrri meistararit- gerð í lýðheilsufræði við læknadeild HÍ er komist að þeirri niðurstöðu að skoða þurfi á ný skattlagningu gosdrykkja og sykraðrar matvöru hér á landi í þágu lýðheilsu. Það hvernig draga eigi úr sykurneyslu er pólitísk spurning. Það er í eðli sínu stjórnlynt viðhorf að skatt- leggja mat sem er óhollur í þeim tilgangi að draga úr neyslu á honum. Stjórnlynd viðhorf eiga sér hins vegar margar birtingarmyndir í samfélaginu. Við bönnum til- tekinn hóp vímuefna og gerum dreifingu og sölu þeirra refsiverða. Við skattleggjum vímuefnið áfengi mun harðar en aðrar þjóðir. Ástæður þess eru nokkurs konar blanda af stjórnlyndi og tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Sú ríkisstjórn sem nú er við völd hefur ekki áhuga á að nota skatta til að draga úr sykurneyslu. Hins vegar er hægt að beita öðrum aðferðum til að reyna að ná sama markmiði. Til dæmis markvissri fræðslu. Það er mikil- vægara fyrir þær kynslóðir barna sem nú eru í grunn- skólum að tileinka sér fjármálalæsi og næringarfræði en að geta nefnt alla firði landsins eða geta skilið dönsku. Því til þess að geta átt gott líf er mikilvægt að börn skilji mikilvægi þess að vera með jákvætt eigið fé og hvernig eigi að stuðla að líkamlegri heilsu með ábyrgu fæðuvali. 25 grömm 1 3 . j ú n í 2 0 1 7 Þ R I Ð j U D A G U R12 s k o Ð U n ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 1 3 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :2 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 1 0 -9 7 3 8 1 D 1 0 -9 5 F C 1 D 1 0 -9 4 C 0 1 D 1 0 -9 3 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 1 2 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.