Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 6
BRETLAND Bretar munu kjósa nýja þingmenn í fulltrúadeild þingsins á morgun. Kannanir ytra gefa mis­ vísandi mynd af því hver niður­ staðan verður. Næsta víst þykir að Íhaldsflokkurinn hljóti flesta þing­ menn en óvíst er hvort flokkurinn nái hreinum meirihluta. Könnunarfyrirtækið YouGov hefur daglega birt könnun á fylgi flokkanna en þær sýna þessa dagana fram á að Íhaldsflokkurinn muni tapa um tuttugu þingmönnum. Þar með missi flokkurinn meirihlutann. Meðaltalssamantektir ýmissa fjöl­ miðla, þar sem niðurstöður ýmissa kannana eru teknar saman í eina, benda hins vegar til þess að Íhalds­ flokkurinn hafi um tíu prósenta for­ skot á sinn helsta keppinaut. Óvíst er hvort það skili sér í öflun þing­ manna sökum einmenningskjör­ dæmanna. Hryðjuverkaárásirnar tvær í Manchester og London hafa riðlað kosningabaráttunni umtalsvert. Var meðal annars gert hlé á henni í nokkra daga meðan þjóðin sleikti sárin eftir árásina í Manchester. Fylgi Verkamannaflokksins tók kipp eftir hléið en það virðist ekki hafa breytt kosningataktík Íhalds­ flokksins. Athyglisvert er að bera saman hvaða kjördæmi forystumenn stærstu flokkanna tveggja, Ther­ esa May og Jeremy Corbyn, hafa ákveðið að heimsækja síðustu vikur. Sú fyrrnefnda hefur aðallega beint sjónum sínum að borgum og bæjum þar sem Verkamanna­ flokkurinn hefur átt örugga kosn­ ingu hingað til. Meðal annars má þar nefna Suður­Bradford en þing­ maður kjördæmisins hefur komið úr Verkamannaflokknum frá árinu 1918. Flest eiga kjördæmin hins vegar sameiginlegt að kjósendur þar kusu með útgöngu úr Evrópu­ sambandinu. Þá má merkja af heimsóknum Corbyns að hann er örlítið að elta May og fer á svipaðar slóðir. Óttast er að kjördæmin, sem vildu úr sam­ bandinu, séu líkleg til að snúast á sveif með Íhaldsflokknum. Báðir leiðtogarnir láta Skotland nánast ósnert enda talið næsta víst að Skoski þjóðarflokkurinn muni hirða öll þingsætin sem eru þar í boði. Þá bendir flest til þess að UKIP þurrkist út en hvert fylgi flokksins fer mun hafa mikil áhrif á niður­ stöðuna. Snúist kjósendur flokksins á sveif með Íhaldsflokknum gæti það þýtt stórsigur Theresu May. Líkt og alkunna er var þingkosn­ ingunum nú flýtt af forsætisráðherr­ anum May með það að markmiði að auka umboð stjórnar hennar í útgönguviðræðum Breta við Evr­ ópusambandið. Íhaldsflokk­ urinn hefur haldið því fram að Verkamannaflokkurinn muni ekki geta stýrt þeim viðræðum en Corbyn hefur hafnað því. „Við erum með mjög gott teymi sem er mjög vel að sér í málum Bret­ lands og ESB,“ s e g i r Co r by n . Kjósendum ætti ekki að standa ógn af því að kjósa flokk hans. johannoli @frettabladid.is Barist um útgönguatkvæðin Bretar ganga að kjörborðinu á morgun. Óljóst er hvort Íhaldsflokkurinn muni ná hreinum meirihluta eður ei. Leiðtogar stærstu flokkanna tveggja virðast báðir einblína á þau kjördæmi sem vildu segja skilið við ESB. Theresa May ásamt Philip, eiginmanni sínum, á kosningafundi í London í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA DANMÖRK Tæpur helmingur Dana, eða 44 prósent, veit ekki að það verða sveitarstjórnarkosningar í Dan­ mörku í nóvember. Þetta er niður­ staða könnunar sem gerð var fyrir fréttabréf danska sveitarstjórnasam­ bandsins. Ungt fólk veit minnst um kosning­ arnar. Af þeim sem eru 17 til 24 ára vita 63 prósent ekki um hvað kosn­ ingarnar snúast. Árið 2013 leiddi könnun í ljós að 34 prósent vissu ekki af komandi sveitar­ stjórnarkosningum. Þá tókst að vekja áhuga kjósenda og kosningaþátttak­ an jókst í öllum sveitarfélögum. – ibs Helmingur veit ekki af kosningum NOREGUR Evrópusambandið, ESB, hefur ákveðið að Noregur fái sér­ meðferð í samningaviðræðunum við Breta um útgöngu þeirra úr sam­ bandinu, það er að segja Brexit. Þegar aðalsamningamaður ESB, Michel Barnier, var í Noregi nú í vetur sló hann því föstu að EES­ löndin fengju að fylgjast náið með viðræðunum. Ráðherra Evrópumála í norsku ríkisstjórninni, Frank Bakke­ Jensen, sagði í viðtali við Aftenposten að Norðmenn hefðu fengið meira en Barnier lofaði. Þeir fengju einnig að koma með athugasemdir þótt þeir tækju ekki beinan þátt í samninga­ viðræðunum. – ibs Norðmenn fá sérmeðferð Michel Barnier, aðalsamningamaður ESB í Brexit-viðræðunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA STJÓRNSÝSLA „Það er ekki rökrétt að segja að þarna sé á ferðinni ómál­ efnalegur rökstuðningur,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, félags­ og jafnréttismálaráðherra, á opnum fundi þingflokks Viðreisnar í gær. Vísar hann þar til rökstuðnings dómsmálaráðherra, Sigríðar Á. Andersen, fyrir því að víkja frá mati matsnefndar um hæfni dómenda við Landsrétt. Niðurstaðan hefur verið umdeild síðustu daga og spjót­ in meðal annars beinst að Viðreisn. „Það er hægt að spyrja út í þennan rökstuðning nefndarinnar sjálfrar. Þarna er á ferðinni mjög þægilegur listi til að rökstyðja þá niðurstöðu sem þig langar að komast að,“ sagði Þorsteinn. Vísar hann þar til Excel­skjals nefndarinnar sem lak út. Hann furðaði sig á því hve lítið vægi dómarareynsla fékk og þeirri staðreynd að allir umsækj­ endur fengu tíu í einkunn í liðunum samning dóma, stjórnun þinghalda og almenn starfshæfni. „Hjá nefnd­ inni voru fimm úr hópi lögmanna, fimm fræðimenn og fimm dómarar. Er það tilviljun? Það er furðulega þægileg niðurstaða.“ Úr máli Jóns Steindórs Valdimars­ sonar, þingmanns flokksins, mátti lesa að hann teldi rétt að áður en slíkt mat fer fram næst liggi skýrar fyrir hvaða þætti nefndin leggur til grundvallar. Þá var þingmönnum flokksins tíðrætt um að niðurstaða nefndarinnar, sem innihélt fimm konur en tíu karla, hefði ekki farið í gegn út af jafnréttissjónarmiðum. „Það vorum við sem rákum ráð­ herra til baka. Við hefðum ekki hleypt fyrri listanum í gegn,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokksins, á fundinum. – jóe Ráðherra segir niðurstöðu dómnefndarinnar vera þægilegan lista Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINk Jón Steindór Valdimars- son vill að skýrar liggi fyrir til hvaða þátta nefndin lítur við mat sitt á hæfi dómara. Fréttastofa 365 verður í Lundúnum „Bretland stendur á tíma- mótum vegna Brexit. Næsti forsætisráðherra leiðir Breta út úr ESB og miklir hagsmunir eru undir. Kosningarnar eru mun meira spennandi en leit út fyrir í fyrstu því Verka- mannaflokkurinn hefur jafnt og þétt saxað á forskot Íhaldsflokks- ins,“ segir Þorbjörn Þórðarson sem stendur vaktina fyrir fréttastofu 365, í Lundúnum. 7 . J ú N í 2 0 1 7 M I Ð V I K U D A G U R6 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A Ð I Ð 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D 0 3 -D D B 4 1 D 0 3 -D C 7 8 1 D 0 3 -D B 3 C 1 D 0 3 -D A 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.