Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.06.2017, Blaðsíða 22
Kristján hefur alla tíð haft áhuga á mynd- list en hefur tekið áhuga- málið föstum tökum síðustu ár. Mynd/eyþór Sólveig Gísladóttir solveig@365.is Kristján er menntaður húsa- og húsgagnasmiður en hefur haft áhuga á myndlist frá unga aldri. Þrátt fyrir annríki á vinnu- markaðnum gaf hann sér tíma til að sækja námskeið í listmálun. „Árið 1974 fór ég á námskeið hjá Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi og steig þar mín fyrstu spor. Síðan var ég að gutla við þetta næstu ár,“ segir Kristján sem lagði þó pensilinn frá sér í heilan áratug þangað til áhuginn vaknaði að nýju á tíunda áratugnum. Þá sótti hann nám í Myndlistaskóla Kópavogs og síðan Myndlista- skólann í Reykjavík. „Fyrir nokkrum árum kynntist ég Þuríði Sigurðar- dóttur, söngkonu og myndlistar- konu, á helgarnámskeiði. Í fram- haldinu spurði ég hana hvort hún tæki fólk í einkatíma og þá kom í ljós að hún var með nokkra nemendur í einu á vinnustofu sinni og þar hef ég verið undir hennar verndarvæng síðustu ár,“ segir Kristján glettinn. Hvað er það sem myndlistin gefur honum? „Ég hef yndi af því að skapa, er mikið í handverki, tréverki og slíku. Þá er ég lítill sjónvarpsmaður og finn mér eitthvað að dunda í staðinn,“ svarar Kristján sem segist hafa fengið heilmikla útrás fyrir sköpun í starfi sínu sem smiður. „Ég var töluvert í því að kaupa gamlar íbúðir og hús og gera upp,“ segir Kristján sem varð 74 ára í síðustu viku og hætti að vinna sem smiður fyrir nokkrum árum. Þuríður hvatti hann til að halda sýningu á verkum sínum og taldi hann hafa alla burði til þess. „Ég er nú hálf feiminn við þetta allt saman,“ segir Kristján sem telur sér þó hafa farið mikið fram undanfarið. „Ég hef núna fundið minn farveg í þessu,“ segir hann en inntur eftir innblæstri segir hann myndefnið vera eitthvað sem komi bara í hausinn á honum. Í umsögn Þuríðar um verk Kristjáns segir meðal annars: „Sá heimur sem birtist í málverkum Kristjáns er hug- lægur og byggir á minningabrotum sem hafa orðið að leiðarstefi við gerð verkanna. Áhugamálin og jafn- vel heimsfréttir koma við sögu þar sem flæði hugmynda og efnis renna saman. Óhlutbundin áferð í nokkr- um verkanna myndar ófyrirséðar umbreytingar á vinnslustigi þar sem áræði og leikgleði listmálarans tónar með litum og efni þar til niðurstaða fæst. Verkin á sýningunni eiga sér forsögu í litlum blýantsteikningum og/eða skyssum, sem Kristján síðan útfærir í olíumálverk.“ Sýning Kristjáns verður opnuð í veitingaskála BSRB í Munaðarnesi laugardaginn 10. júní og verður opin fram á sumar. Úr húsasmíði í myndlist Smiðurinn Kristján Finnsson, sem er 74 ára, opnar sína allra fyrstu mynd- listarsýningu í veitingaskálanum í Munaðarnesi laugardaginn 10. júní. OPNUNARTILBOÐ 20% AFSLÁTTUR AF YFIRHÖFNUM 6 KynnInGArBLAÐ FóLK 7 . j ú n í 2 0 1 7 M I ÐV I KU dAG U r 0 7 -0 6 -2 0 1 7 0 4 :3 5 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D 0 3 -D 3 D 4 1 D 0 3 -D 2 9 8 1 D 0 3 -D 1 5 C 1 D 0 3 -D 0 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 6 _ 6 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.